Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Nú styttist í að Skot- ar gangi að kjörborð- inu og svari spurning- unni: Á Skotland að vera sjálfstætt ríki? Kosið verður 18. sept- ember næstkomandi en þá verða liðin 700 ár frá orrustunni við Ban- nockburn þar sem enski herinn tapaði fyrir herliði Robert the Bruce „konungs Skota“ í sjálfsstæð- isstríðinu. Fyrir kosningarnar á næsta ári er búið að lækka kosn- ingaaldurinn úr 18 árum í 16 ár, auk þess er engin lágmarksþátttaka meðal kosningabærra manna svo kosningarnar teljist löglegar. Heimastjórn 1999 Skotar hafa verið með heima- stjórn og þing í rúm 15 ár en því var komið á laggirnar að undirlagi Verkamannaflokksins sem komst til valda í Bretlandi árið 1997. Eitt af loforðum Verkamannaflokksins var að veita bæði Skotum og Walesverj- um aukið ákvörðunartökuvald yfir sínum málum. Lengi vel leit ekki út fyrir það að Skotar myndu nokkurn tímann fá tækifæri til að kjósa um þetta mál, m.a. vegna þess að skoski Þjóðernisflokkurinn var lengi vel með innan við þriðjung atkvæða auk þess sem aðrir flokkar hafa ekki haft þetta mál á stefnuskránni. Verkamannaflokkurinn og Frjáls- lyndir jafnaðarmenn, sem stjórnuðu frá 1999-2007, eru á móti því að Skotland slíti sig frá Stóra- Bretlandi og verði sjálfstætt. Sama má segja um Íhaldið sem hefur þó lengi vel verið mjög veikt afl í Skot- landi. Breyting varð á þessu í maí 2007 þegar Þjóðernisflokkurinn vann nauman sigur í þingkosningunum. Hann varð stærsti flokkurinn og komst til valda en varð að reiða sig á stuðning annarra. Það breyttist 2011 þegar Þjóðernisflokkurinn fékk meirihluta þingmanna, en það var í fyrsta sinn sem það gerðist að einn flokkur komst til valda í Skot- landi. Kosningakerfið í Skotlandi var að hluta til hannað til að koma í veg fyrir að einn flokk- ur kæmist til valda en það er nokkuð frá- brugðið því sem fólk kannast við frá Bret- landi. Stuðningur við sjálfstæði Það er ekki hægt að segja að stuðningur við sjálfstætt Skotland sé mjög afgerandi og allt bendir til þess að til- lagan verði felld. Síðan 1997 hefur stuðningur aldrei farið yfir 40% og hefur undanfarið verið á bilinu 25-35%. Á sama tíma og kann- anir sýna þetta kemur fram að um 60% Skota vilja aukið ákvörð- unartökuvald í sínum málum, s.s. varðandi skattlagningu o.fl. Sumir eru þeirrar skoðunar að velgengni Þjóðernisflokksins hafi sýnt að nú- verandi fyrirkomulag sé bara nokk- uð gott og markmiðið ætti að vera að efla það fremur en fullt sjálfstæði. Kosningabaráttan undanfarna mánuði hefur verið nokkuð sérstök og snúist að miklu leyti um fjármál landsins, gjaldmiðilinn o.fl. Í stuttu máli, hvað Skotar geti misst, hverju haldið, mun ástandið batna eða versna? Minna hefur verið talað um það að hér sé þjóð fimm milljóna manna sem getur stjórnað sér sjálf án einhverrar aðstoðar frá þinginu í London. Þetta er jafnframt vandinn, að margra mati, fyrir sjálfstæð- isumræðuna. Það er mjög óljóst hvernig þetta muni allt saman líta út. Hvernig her verður í landinu? Verður landið í ESB eða ekki? Hvernig á að skipta upp opinberum skuldum og lífeyrisskuldbindingum? Þjóðernisflokkurinn hefur reynt að svara þessum spurningum en fengið sumar þeirra aftur í hausinn. Til að byrja með talaði flokkurinn um að Skotland yrði strax aðili að ESB en Barroso forseti framkvæmda- stjórnar ESB sagði að Skotland þyrfti að sækja um aðild. Hvítbókin og stóru málin Búið er að bíða lengi eftir hvítbók um sjálfstæði Skotlands sem ætlað er að svara m.a. ofangreindum spurningum. Hvítbókin kom út 26. nóvember síðastliðinn og hafa sumir kallað hana hina skosku Magna Charta, mikilvægasta skjal sem komið hefur fram í Skotlandi síðan yfirlýsingin við Arbroath 1320, en með henni var m.a. biðlað til páfans um að hann viðurkenndi Skotland sem sjálfstætt fullvalda ríki, frjálst frá Englendingum. Þó þessi hvítbók kunni að svara ýmsum áður ósvör- uðum spurningum þá er það þannig að mörg mál eru pólitísk og verða ekki leyst nema í samninga- viðræðum. Eitt af stóru málunum er gjald- miðillinn. Þjóðernisflokkurinn skoski vill halda pundinu en rík- isstjórn Davids Camerons, forsætis- ráðherra Breta, er treg til þess og myndi sennilega aldrei heimila slíkt nema með ströngum skilyrðum er varða skuldamál. Olíu- og gasauð- lindir myndu að mestu tilheyra Skotum og því ekki neitt sem deilt yrði um. Hins vegar eru kjarn- orkukafbátar breska hersins með aðsetur við vesturströnd Skotlands. Ekki er ljóst hvar ætti að koma þeim annars staðar fyrir og því líta margir svo á að þetta styrki mjög samningsstöðu Skota, ef Cameron verður erfiður í samningsviðræðum um gjaldmiðilinn. Hvernig fer? Eins og staðan er í dag þá er lang- líklegasta niðurstaðan sú að tillagan verði felld. Það verður áhugavert að sjá hvort upplýsingar í hvítbókinni hafi einhver áhrif í þá veru að fjölga sjálfstæðissinnum. Hefur þetta þá verið til einskis? Nei, líklega ekki. Þetta mun að öllum líkindum leiða til enn frekari valdatilfærslu frá London til Edinborgar, þ.e. að Skot- ar fái takmarkaða stjórn yfir fleiri málaflokkum á komandi árum. Eftir Pétur Berg Matthíasson » Það er ekki hægt að segja að stuðningur við sjálfstætt Skotland sé mjög afgerandi og allt bendir til þess að til- lagan verði felld. Pétur Berg Matthíasson Höfundur er stjórnmála- og stjórn- sýslufræðingur, stundaði nám og starfaði um tíma í Skotlandi. Sjálfstætt Skotland? Þau tímamót urðu nýlega í sögu ís- lenskra grunnrann- sókna að Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar og pró- fessor við Háskóla Íslands, náði fyrstur Íslendinga tölunni 100 út frá svo- nefndum h-stuðli (h- index). Stuðullinn, sem kenndur er við bandarísk-argentíska eðl- isfræðinginn Jorge E. Hirsch, var kynntur til sögunnar árið 2005 sem tilraun til þess að leggja heildstætt mat á fjölda og áhrif ritrýndra birtinga í ISI-tímaritum (hér er miðað við gagnasafn Thomson Reuters/Medline en stuðullinn er einnig nýttur í gagnasöfnum eins og Scopus og GoogleScholar). H-stuðull Með einföldun má segja að talan 100 þýði að Kári Stefánsson hafi birt 100 ritrýndar birtingar (pu- blications) sem hver um sig hefur fengið a.m.k. 100 tilvitnanir (cita- tions). Til þess að ná stuðlinum 101 þyrfti Kári að hafa 101 birt- ingu sem hver um sig hefði fengið a.m.k. 101 tilvitnun og svo koll af kolli. Birtingar Kára eru vissulega miklu fleiri (629 þegar þessi til- skrif birtast sem vitnað hefur ver- ið til ríflega 35 þúsund sinnum) en það sem h-stuðull gerir er að sam- eina mælingu á framleiðni (fjölda) og áhrifamætti (tilvitnunum). Auð- vitað er þetta ekki einhlítur mæli- kvarði og um hann hefur verið deilt. Hins vegar er hann ágætis viðmið – raunar það besta sem við höfum – ef þess er gætt að bera vísindamenn saman út frá stuðl- inum innan afmarkaðra fræða- sviða. Íslenskt samhengi En hvað þýðir h-stuðull upp á 100 íslensku samhengi? Ef við miðum við vísindamenn sem stunda rannsóknir á sviði lífvís- inda (þ.m.t. í mannerfðafræði) má segja að allt yfir 25 teljist í hærri kantinum. Fáir eru með hærri stuðul í þessum greinum en 50 (hér má þó nefna t.a.m. Unni Þorsteins- dóttur, fram- kvæmdastjóra rann- sókna hjá Íslenskri erfðagreiningu og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands, og Vilmund Guðnason, forstöðulækni Hjarta- verndar og prófessor við Háskóla Íslands), og enn færri nálgast töluna 100 (hér má þó nefna t.a.m. Karl Tryggvason, prófessor við Karol- inska Institutet, og Bernharð Ö. Pálsson, prófessor við Kaliforn- íuháskóla í San Diego og forstöðu- mann Kerfislíffræðiseturs Háskóla Íslands). Alþjóðlegt samhengi Við þurfum hins vegar að leita út fyrir landsteinana til þess að finna vísindamenn með h-stuðul í kringum 100 eða hærri. Nærtæk- ast er að bera Kára saman við for- stjóra stofnana sem starfa á sviði mannerfðafræði, s.s. Welcome Trust Sanger Institute í Bretlandi (Mike Stratton og áður Allan Bradley) og Broad Institute í Bandaríkjunum (Eric S. Lander). Þessar stofnanir hafa úr margfalt meiri fjármunum að spila en Ís- lensk erfðagreining (t.a.m. er stofnfé – endowment – Broad Institute ríflega hálfur milljarður Bandaríkjadala) og báðar hafa á að skipa miklu fleira starfsfólki (t.a.m. starfa ríflega 900 manns á vegum Sanger Institute). Hins vegar er vísindalegur afrakstur Íslenskrar erfðagreiningar engu minni eins og birtingar Kára Stef- ánssonar og samstarfsmanna hans og tilvitnanir í þessi verk bera vitni um. Af vettvangi vísindanna Eftir Magnús Lyngdal Magnússon Magnús Lyngdal Magnússon »Kári Stefánsson er fyrstur Íslendinga til að fara yfir 100 út frá svonefndum h-stuðli. Hann er birtingahæstur íslenskra vísindamanna frá upphafi. Höfundur starfar við Háskóla Íslands. 730 fm iðnaðarhúsnæði að Gylfaflöt í Grafarvogi. Fjórar ca 4 metra háar innkeyrsluhurðir, loftræstikerfi, góð skrifstofuaðstaða á efri hæð. Samtals 22 bílastæði eru við húsið. Stærsti hluti hússins er laus fljótlega en hluti þess er í leigu og fylgir leigusamningur. Hentar mjög vel sem bílaverkstæði eða heildsöluhúsnæði. Talsvert af tækjabúnaði fylgir eigninni. Óskað er eftir tilboðum. Kjartan Hallgeirsson s.824-9093 kjartan@eignamidlun.is Upplýsingar um eignina gefa: Nýlegt og glæsilegt atvinnuhúsnæði Hannes Steindórsson s.699-5008 hannes@remax.is Gylfaflöt Hafnarbraut 4 Höfn Hornafirði Sumaropnun frá 12:00 – 22:00 www.humarhofnin.is info@humarhofnin.is Sími: 478-1200 / 846-1114 / 891-8080 Veitingahúsið við höfnina á Hornafirði er til sölu! Einstakt atvinnutækifæri á Höfn í Hornafirði. Humarhöfnin, www.humarhofnin.is, vel rekið og stöndugt veitingahús í blómlegum rekstri er til sölu. Humarhöfnin er staðsett í einu af eldri húsum Hafnar í sögufrægri byggingu Kaupfélags Austur Skaftfellinga. Humarhöfnin er afar vinsæl og í hópi betri veitingastaða að mati notenda www.tripadvisor.co.uk Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fasteignasölunnar Inni, www.inni.is, sími 580-7915 Snorri Snorrason, lögg, fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.