Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 47
FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Stjórnarandstæðingar í Taílandi réð- ust í gær inn á lóð höfuðstöðva hers- ins í Bangkok og sátu um byggingar flokks Yingluck Shinawatra forsætis- ráðherra til að krefjast þess að hún segði af sér. Stjórnarandstæðingarnir saka Yingluck um að vera strengjabrúða bróður síns, auðkýfingsins Thaksins Shinawatra, sem her Taílands steypti af stóli forsætisráðherra árið 2006. Stjórnarandstæðingarnir vilja að ríkisstjórnin víki fyrir „þjóðarráði“ sem verði skipað án kosninga. „Mótmælendurnir og leiðtogar þeirra vilja fyrst og fremst valda glundroða og eyðileggingu, líklega í von um að herinn þurfi að grípa í taumana og taka völdin af ríkisstjórn- inni,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Andrew Walker, áströlskum sérfræð- ingi í stjórnmálum Taílands. Stjórnarandstæðingarnir réðust inn um hlið við höfuðstöðvar hersins, stóðu á grasflöt við bygginguna í nokkrar klukkustundir og hvöttu herinn til að styðja þá í baráttunni fyrir því að ríkisstjórnin viki. „Við viljum fá að vita hvort herinn styður fólkið, en ekki einræðisherrann,“ sagði einn leiðtoga mótmælendanna. Yfirmaður hersins hvatti stjórnar- andstæðingana til að virða leikreglur lýðræðisins. Yingluck forsætisráð- herra hefur sagt að ekki komi til greina að beita mótmælendur her- valdi. bogi@mbl.is AFP Ólga í Bangkok Taílenskir stjórnarandstæðingar standa andspænis lögreglumönnum sem sendir voru til að verja höfuðstöðvar flokks Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, í Bangkok í gær. Vilja að herinn steypi stjórninni Mikill árangur hefur náðst í bar- áttunni við HIV-smit meðal barna, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF). Komið hefur ver- ið í veg fyrir smit 850 þúsund barna í móðurkviði á árunum 2005-2012. UNICEF varar hins vegar við því að ekki megi gleyma hættunni sem er fyrir hendi og að ungt fólk sé upplýst um HIV og alnæmi og að fleiri ungmenni deyi nú úr sjúkdómnum en áður. Alls hefur þeim ungmennum á aldrinum 10-19 ára fjölgað um 50% sem deyja úr alnæmi og tengdum sjúkdómum. Alls var 2,1 milljón ungmenna á þessum aldri HIV-smituð árið 2012. ALNÆMI Færri HIV-smit í móðurkviði Sárþjáður Svíi strauk úr fangelsi til að geta komist til tannlæknis á dög- unum og gaf sig síðan fram við lög- reglu þegar hann var laus við tann- pínuna. „Allt andlitið bólgnaði út. Ég þoldi þetta ekki lengur,“ sagði fanginn í samtali við dagblaðið Da- gens Nyheter. Maðurinn átti aðeins eftir að af- plána tvo daga af mánaðarlöngum fangelsisdómi þegar hann strauk úr Östergård-fangelsinu í suðvestur- hluta Svíþjóðar. Fangelsisvistin var lengd vegna stroksins, en aðeins um einn dag. Maðurinn sagði að mestu skipti að hann væri laus við tannpínuna. „Nú þarf ég bara að borga tannlækninum.“ SVÍÞJÓÐ Fangi strauk til að fara til tannlæknis LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA! Allt þetta kostar 0 kr Hjá Nazar er enginn dulinn kostnaður TYRKLAND SUMARIÐ 2014: BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK  Ráðgjöf íslenskra sérfræðinga  Bókun í síma  Matur í flugi  Íslensk fararstjórn allt ferðatímabilið  Akstur til og frá hóteli  Frítt fyrir ungbörn (og engin verðhækkun á foreldrana)  Íslenskir barnaklúbbar á Nazar Collection ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Sjóræningja- klúbbur Íslenskur barnaklúbbur með sjóræningja- skemmtun Swim a’hoy! Hér lærir barnið að synda í sumarfríinu Chillout Klúbbur Griðarstaður unglinganna með allskonar afþreyingu Dance Stars Núna geta bæði þú og börnin lært að dansa í fríinu! nazar.is · 519 2777 20.000kr. afsláttur á mann, ef þú bókar fyrir 30 nóv. 2013* * Afslátturinn gildir ekki á ódýru barnaverðin okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.