Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Jennifer Lawrence er einkar sann- færandi í hlutverki stúlkunnar, sem vill njóta frelsis, en er hrundið í hlut- verk, sem hún vill ekki taka að sér. Donald Sutherland leikur Snow forseta og fer létt með að gera þess- um ísmeygilega og fláráða skúrki skil. Snow ákveður að til þess að kæfa uppreisnarandann verði að steypa Katniss af stalli sínum og bregður á það ráð að láta sigurveg- ara úr fyrri leikum mætast. Lausn hans á vandamálinu er ærið langsótt og þjónar í raun fremur þeim tilgangi að senda söguhetjurnar í þrauta- kóng. Örbirgð og munaður Katniss og Peeta eru sótt til höfuð- borgarinnar, Kapítol, sem er alger andstæða við fátæktina í umdæm- unum, fólk býr við munað og lysti- semdir, heldur veislur þar sem tekin eru inn uppsölulyf til að geta haldið áfram að borða og forsetinn ríkir eins og keisari yfir leikunum. Vís- Kvikmyndin Hungurleik-arnir 2 fer vel af stað.Myndin gerist í framtíð-inni. Eftir styrjöld drottna háir herrar í Panem, sem skipt er í 12 umdæmi. Árlega er efnt til Hungurleika þar sem valdir eru tveir úr hverju umdæmi og sigurveg- arinn er sá, sem síðastur stendur uppi. Í síðustu Hungurleikum voru sigurvegararnir tveir, Katniss Ever- deen og Peeta Mellark, þvert á regl- urnar. Það er valdhöfunum lítt að skapi vegna þess að þá sjá undir- okaðir íbúar umdæmanna að hægt er að bjóða þeim byrginn. Það liggur uppreisn í loftinu og þar hefst mynd- in. Í tólfta umdæmi þar sem Katniss og Peeta búa eru aðstæður ömurleg- ar og fólk lepur dauðann úr skel. Að- eins örfáir njóta forréttinda, þar á meðal sigurvegararnir úr Hungur- leikunum. Vel tekst að búa til and- rúmsloft alræðis og kúgunar á för sigurvegaranna um umdæmin. anirnar í Rómaveldi eru augljósar og Snow forseti hefði kannski átt að rifja upp að Rómarkeisarar gættu þess að bjóða upp á leika og brauð – ekki leikana eingöngu. Einnig er deilt á raunveruleikaþætti samtím- ans. Þar fer Stanley Tucci á kostum sem hinn glysgjarni þáttastjórnandi, sem aldrei bregður leiftrandi brosi. Á þessum punkti byrjar myndin því miður að hiksta og er vandinn kannski sá að of mikil áhersla er lögð á að gera bókinni skil, frekar en að láta myndina lúta eigin lögmálum. Bækur Suzanne Collins um Hung- urleikana hafa slegið í gegn og kannski ekki furða. Atburðarásin er hröð og unglingar sitja uppi með stór hlutverk og mikla ábyrgð. Katniss Everdeen á sér marga dygga aðdá- endur, sem beðið höfðu í ofvæni eftir þessari mynd og eru í öngum sínum yfir að þurfa að bíða í ár eftir þeirri næstu. Það er því ekki hægt að segja annað en að myndin nái tilgangi sín- um og vel það, þrátt fyrir annmarka. Stjörnuleikur Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence í hlutverki Katniss Everdeen. Hún bætir enn einni rós í hnappagatið í myndinni. Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Hungurleikarnir 2: Eldar kvikna bbbmn Leikstjóri: Francis Lawrence. Leikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Woddy Harrelson, Stanley Tucci, Philip Seymor Hoffman, Lenny Kravitz og Donald Sutherland. Bandaríkin. 146 mínútur. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Æsilegir leikar, ekkert brauð Árleg Jólatónlistarhátíð Hallgríms- kirkju hefst með hátíðartónleikum kórsins Schola cantorum, undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors, í kirkjunni á sunnudag klukkan 17. Dagskráin stendur út mánuðinn, með alls ellefu tónleikum, æði fjöl- breytilegum en hátíðlegum, og lýk- ur með sívinsælum Hátíðahljómum við áramót á gamlársdag kl. 17. Fyrr um daginn, eftir messu sem hefst klukkan 12 á sunnudag, hefst á vegum Listvinafélags Hallgríms- kirkju sýning Hildar Bjarnadóttur myndlistarkonu í fordyri kirkj- unnar. Sýninguna kallar Hildur „Flóru illgresis“. Síðastliðið haust safnaði hún græðlingum og fræjum illgresis úr sókn Hallgrímskirkju, aðallega í Þingholtunum og Norð- urmýri. Eftir að hafa legið í dvala síðan snemma í haust voru græð- lingarnir og fræin vakin úr honum, með hlýju og birtu, og nú í desem- ber halda plöntunrnar að það sé komið vor. Með verki sínu breytir Hildur fordyri kirkjunnar tíma- bundið í gróðurhús og skoðar um leið illgresið í nýju samhengi innan kirkjunnar. Flóran Hildur Bjarnadóttir hugar að illgresi í sókn Hallgrímskirkju fyrir verkin. Hátíðartónleikar og opnun Hildar Mánudaginn næstkomandi, 2. des- ember, verður dagur íslenskrar tónlistar haldinn hátíðlegur og munu allar útvarpsstöðvar lands- ins leika samtímis þrjú íslensk lög, kl. 11.15. Viðburður þessi nefnist „Syngjum saman“ og er nú haldinn þriðja árið í röð. Hug- myndin er sú að allir landsmenn, ungir sem aldnir, komi saman við viðtækin og syngi saman lög til heiðurs íslenskri tónlist. Lögin sem flutt verða eru „Það á að gefa börnum brauð“ eftir Jórunni Viðar, „Vor í Vaglaskógi“, lag Jónasar Jón- assonar við texta Kristjáns frá Djúpalæk í flutningi hljóm- sveitarinnar Ka- leo og „Stál og hnífur“ með Bubba Mort- hens. Söngtexta má finna á Fa- cebook: facebook.com/syngj- umsaman. Syngjum saman á mánudaginn Bubbi Morthens EGILSHÖLLÁLFABAKKA DELIVERYMAN KL.2:40-5:20-8-10:40 DELIVERYMANVIP KL.2:40-5:20-8-10:40 THEFIFTHESTATE KL.5:20-8-10:40 THOR-DARKWORLD3DKL.3-5:30-8-10:30 BADGRANDPA KL.3 PRISONERSSÍÐUSTUSÝNINGAR KL.6-9 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2DDISNEY DAGARKR. 490KL.2-4 KRINGLUNNI DELIVERYMAN KL. 3 - 5:20 - 8 - 10:40 THE FIFTH ESTATE KL. 5:20 - 10:10 ESCAPE PLAN KL. 10:30 THOR - DARKWORLD 2D KL. 3 - 5:30 - 8 BAD GRANDPA KL. 8 ENDER’S GAME KL. 3 DELIVERYMAN KL. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 STAND UP GUYS KL. 10:10 ENDER’S GAME KL. 3 - 5:30 ESCAPE PLAN KL. 5:30 - 8 - 10:30 THOR - DARKWORLD 3D KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 GRAVITY 3D KL. 8 FLUGVÉLAR ÍSLTAL2D KL. 3:20 NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 - 10:20 THE FIFTH ESTATE KL. 8 ENDER’S GAME KL. 3 - 5:30 THOR - DARKWORLD 3D KL. 3 - 10:40 EMPIRE  EMPIRE  TOTAL FILM  VAR BARA BYRJUNIN VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG “NON-STOPACTION” M.S. WVAI RADIO „SMARTANDFUN“ J.B – WDR RADIO CHRIS HEMSWORTH TOM HIDDLESTON NATALIEPORTMAN JOBLO.COM  BYGGÐ Á EINNI VIRTUSTU OG VINSÆLUSTU VÍSINDASKÁLDSÖGU ALLRA TÍMA “ELDFIM OG ÖGRANDI” “FYRSTA FLOKKS ÞRILLER” ROLLING STONE GQ “VERÐUR VART BETRI” “SPENNANDI OG Á JAÐRINUM” DEADLINE HOLLYWOOD ENTERTAINMENT WEEKLY VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS? MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDIFRÁBÆR GAMANMYND FAÐIR 533 BARNA. BARA VESEN! KEFLAVÍK DELIVERYMAN KL.5:40-8-10:20 HUNGERGAMES:CATCHINGFIRE KL.5-10:10 THOR - DARKWORLD 3D KL. 2 STAND UP GUYS KL. 8 FURÐUFUGLAR ÍSLTAL2D KL. 1:30 TÚRBÓ ÍSLTAL2D KL. 3:40 VARIETY  ERTU BÚINN AÐ SJÁ EINA AF BESTU MYNDUM ÁRSINS? SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT 16 12 12 L L L ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA S.B. Fréttablaðið ★★★★★ T.V. Bíóvefurinn/Vikan S.B. Fréttablaðið FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA THE QUEEN ÍSL TAL T.V. - Bíóvefurinn/S&H★★★ ÍSL TAL -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HUNGER GAMES 2 Sýnd kl. 4 - 6 - 7 - 9 - 10 PHILOMENA Sýnd kl. 3:50 - 5:50 - 8 CARRIE Sýnd kl. 10:10 FURÐUFUGLAR 2D Sýnd kl. 2 - 3:50 TÚRBÓ 3D Sýnd kl. 1:50 AULINN ÉG 2 2D Sýnd kl. 1:50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.