Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 11
Skemmtilegt Hópurinn að baki síðunni er hress og hefur unun af því að búa til barnaefni. Enda er það skemmtilegt! síst leikurunum tveimur, Jönu Maríu Guðmundsdóttur og Viktori Má Bjarnasyni. Börn í fréttum Inni á síðunni sem formlega verður opnuð á morgun, er alls kyns efni eins og Sndri útskýrir: „Allt efni sem maður man eftir að hafa lesið í Æskunni og ABC fær sinn sess inni á síðunni undir lesnu efni og fræðslu. Þarna verð- ur líka mikið af glænýrri frum- saminni tónlist. Svo erum við með flokk sem heitir fréttir og þar ætl- um við að vera með fréttir af börnum, stundum fluttar af börn- um. Við vitum nefnilega að öll börn eru snillingar og við erum svolítið að kafa ofan í það,“ segir hann. Auk þess er frumsamið efni á síðunni, bæði myndbönd og mynd- skreytt hljóðævintýri sem Jóhann Leó hefur myndskreytt listilega. Myndbönd fyrir krakka af You- Tube verða einnig aðgengileg á síðunni en þó með þeim hætti að fleiri tengd myndbönd komi ekki óumbeðið á skjáinn. Foreldrar þekkja það mætavel að YouTube er hættulegt leiksvæði fyrir börn. Á vefnum www.barnaefni.is er ör- yggi efst á baugi og eru einkunn- arorð síðunnar „öryggi, skemmtun og fræðsla“. Áhugasamir geta, sem fyrr segir, skoðað síðuna með börnum sínum á morgun og séð hvað hóp- urinn hefur fram að færa og von- andi skemmt sér vel og fræðst um leið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Í kringum jólin er gott að grípa í spil og jafnvel að gefa heilanum krefjandi verk að glíma við. Orðaleit er spil fyrir 2-4 leik- menn þar sem kúnstin er í því fólgin að finna falin orð fyrstur leikmanna og þannig er leikið á andstæðinginn. Spilinu fylgir ýla og hringir til merkinga. Framvinda leiksins er í grófum dráttum þessi: Finndu orð, gríptu ýluna, kreistu hana og settu merkjahringi á orðið sem þú fannst. Hér er um að gera að vera eins fljótur og hægt er því aðrir leikmenn geta fundið fleiri orð sem fara yfir orðið sem maður var að merkja við og þar með tekið merkjahringinn af borð- inu. Hér er aðalatriðið að vera snöggur að hugsa og merkja og sá leikmaður sem er með flesta merkjahringi við leikslok fer með sigur af hólmi. Aldur 7+ Verð Frá 4.995 kr. Sölustaðir: A4, Bónus, Elko, Ey- mundsson, Hagkaup og Spilavin- ir. Kostir Fantafín hugarleikfimi. Gallar Þegar leikar æsast getur ýlan skotið þeim sem ekki eru með í spilinu skelk í bringu. Spil vikunnar Orðaleit Kúnstin að finna falin orð Árlegur jólamarkaður í Álfhól á Bjart- eyjarsandi í Hvalfirði verður haldinn í tólfta skiptið í dag. Eitt og annað verður um að vera og fjölbreytt úrval framleiðsluvara ú sveitinni til sölu. Góðir gestir líta í heimsókn og má þar nefna þau Svavar Halldórsson matgæðing, Jóhönnu Bergmann Þor- valdsdóttur geitabónda og ritstjór- ann Ragnhildi Sigurðardóttur. Það verður lifandi tónlist fyrir tón- elska og mæta bæði flautuleikarar og söngfuglar. Einnig verða jólatónleikar söng- deildarinnar á Akranesi og hefjast þeir klukkan 16:30. Endilega... Morgunblaðið/Eyþór Markaður Hangikjöt, handverk og söngur við Álfhól í dag. ... farið á jólamarkað Dansskólinn SalsaIceland mun efna til sérstaks átaks í dag frá klukkan 11-16. Átakið felst í því að dansað verður til styrktar Barnaspítala Hringsins í dansstúdíói SalsaIcel- and á Grensásvegi 12a. Þetta er annað árið í röð sem slíkur góðgerðardagur er haldinn til styrktar Barnaspítalanum. Boðið verður upp á margvíslega danstíma yfir daginn, bæði fyrir byrjendur og vana. Ekki er þörf á að mæta með dans- félaga. FImmhundruð krónur kostar í hvern tíma – eða frjáls framlög vilji fólk gefa meira. Um kvöldið verður haldið salsa- ball og rennur aðgangseyrir óskertur til Barnaspítalans og veg- legir happdrættisvinningar verða í boði WOW. Öllum eru velkomið að líta við yf- ir daginn eða um kvöldið, óháð því hvort fólk vill dansa. Viljinn til að styrkja gott málefni er aðalatriðið. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.salsaicel- and.is Dansað til góðs Styrkir til náms og rannsókna Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir náms- menn og rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Til úthlutunar 2014 eru 52 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Umsækjendur um styrk til rannsóknarverkefna þurfa að leggja fram lýsingu á verkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á www.landsvirkjun.is. Umsóknum ásamt fylgi- gögnummá skila rafrænt á orkurannsoknasjodur@ landsvirkjun.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.