Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 ✝ Kristján Hann-esson fæddist í Víðigerði í Eyja- firði 16. apríl 1928. Hann lést í Reykja- vík 20. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Hannes Krist- jánsson, bóndi í Víðigerði, f. 28. apríl 1887, d. 7. ágúst 1970, og Laufey Jóhannesdóttir hús- freyja, f. 8. apríl 1893, d. 26. ágúst 1985. Systkini: Hólm- fríður, f. 12. apríl 1918, d. 4. desember 1994, Kristín, f. 20. júní 1921, d. 30. september 1995 og Haraldur, f. 11. ágúst 1926. Hinn 19. desember 1964 kvæntist Kristján Olgu Ágústs- dóttur, f. 29. júlí 1935, hús- freyju í Kaupangi og forn- bókasala á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Valgerður, f. 19. ágúst 1965, gift Karli Guð- mundssyni, f. 7. desember 1960. Dóttir þeirra er Olga Kristín, f. 22. júlí 2008. Börn Karls af fyrra hjónabandi eru Jónas Þór, f. 18. nóvember 1990, Stefanía Ann og Ólína Ann, f. 3. október 1995. Sonur Valgerðar og Helga Eðvarðs- sonar, f. 26. apríl 1963, d. 12. gagnfræðapróf var hann for- maður ungmennafélagsins Framtíðar í Hrafnagilshreppi. Hann vann við uppbyggingu á gripahúsum, fjósi, hlöðu, vot- heysturni og verkstæðishúsi í Víðigerði til 26 ára aldurs, er hann fór til Bandaríkjanna og var þar í rúmt ár við nám og störf í viðgerðum Massey- Ferguson og JohnDeere drátt- arvéla. Kristján var eitt ár við búskap í Víðigerði, eftir heim- koma frá USA. Eftir það starf- aði hann í eitt ár sem ökumað- ur á vörubifreið fyrir KEA á Akureyri við flutninga milli Akureyrar og Reykjavíkur. Næstu níu ár starfaði hann hjá Dráttarvélum hf. í Reykjavík við verslunarstörf og vélarvið- gerðir. Yfir sumartímann fór hann með viðgerðarbíl um allt land og gerði einkum við Ferguson- og Massey Fergu- son-vélar. Hann fór á þessum árum árlega á námskeið hjá Massey Ferguson í Englandi. Frá 1966 var hann bóndi í Kaupangi í Öngulsstaðahreppi, fyrst með sauðfé og kýr, síðar með kartöflur, mjólkurfram- leiðsku og nautagriparækt. Hann sat í sóknarnefnd Kaup- angssóknar frá árinu 1975- 2001. Kristján var stofnrækt- andi kartöfluútsæðis og sat í stjórn Félags kartöflubænda um árabil. Hann sat í 12 ár í hreppsnefnd Önguls- staðahrepps. Útför Kristjáns fer fram frá Kaupangskirkju í dag, 30. nóv- ember, kl. 13.30. mars 1999, er Eð- varð Þór, f. 9. apríl 1987, kvæntur Alena Helgason, f. 7. apríl 1988. Fyrri maki Valgerðar var Ársæll Krist- ófer Ársælsson. Þau skildu. Synir þeirra eru Ársæll Kristófer, f. 6. des- ember 1992, og Kristján, f. 5. maí 1994. 2) Sigríður, f. 23. sept- ember 1967, gift Lúðvík Elías- syni, f. 8. mars 1969, synir þeirra eru Elías f. 19. janúar 1998, Kristján f. 6. janúar 2000, og Hannes, f. 10. nóvember 2001. 3) Helga, f. 24. júní 1969, sonur hennar er Kristján Helgi, f. 2. nóvember 2008, barnsfaðir Sigurður Guðmundsson, f. 21. júlí 1969. 4) Hannes, f. 12. nóv- ember 1973, kvæntur Elvu Ás- geirsdóttur, f. 20. febrúar 1978, dætur þeirra eru Ásdís, f. 21. febrúar 2008, og Björk, f. 10. september 2009. 5) Ágúst, f. 7. apríl 1977, í sambúð með Sól- veigu Sveinsdóttur, f. 10. ágúst 1984. 6) Laufey, f. 19. júlí 1979. Kristján vann við landbún- aðarstörf í Víðigerði, sótti nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar í þrjá vetur og lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn. Eftir Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Minning um góðan dreng, föð- ur og afa lifir. Þegar ég var lítil stelpa í sveit- inni varstu mín fyrirmynd og hetja. Þegar ég óx úr grasi varstu minn trúnaðarvinur og studdir mig með ráðum og dáð. Minningarnar eru margar og góðar. Mín fyrsta minning er ein- mitt að ég er að ösla á eftir þér niður í fjárhúsin og skammast í þér. Því stígvél númer 24 héldu ekki í við stígvél númer 44 og fyr- ir vikið sökk ég á kaf í snjóinn. Þá greipstu mig og settir mig á há- hest. Þegar komið var í fjárhúsin fékk ég það virðulega starf að passa að ekki flæddi vatn upp úr stokkunum, samviskusamlega fylgdist ég með vatnsflauminum fylla stokkinn og kallaði síðan á þig til að skrúfa fyrir. Smám saman urðu verkefnin stærri og flóknari, en þú lést mann alltaf fá á tilfinninguna að maður væri að gera gagn. Þú dóst aldrei ráðalaus og er mér það minnisstætt þegar að Vala stóra systir hengdi upp Abba-plakat sem hún hafði feng- ið úr Bravo-blaði og ég var eitt- hvað stúrin yfir þessu. Þú gerðir þér lítið fyrir og sóttir þetta fína plakat af Massey Ferguson inn til þín. Massey Ferguson var áhugamálið þitt númer eitt, tvö og þrjú, og þú kenndir manni að hlusta á vélina og greina þannig ganginn í henni. Í mörg ár var ég alsæl með rauða traktorinn uppi á vegg hjá mér. Ræktun var ástríða hjá þér og þú vannst ötull að því að rækta upp tún og varst meðal þeirra fyrstu sem hófu kartöflurækt í sveitinni. Ég smakkaði með þér á heyinu til að meta fóðurgildi þess en þegar kom að því að smakka moldina, til að meta hvort tíma- bært væri að setja niður, neitaði ég. Frá fyrstu hendi vorum við miklir félagar í bústörfunum og seinna sá ég um allt búið ef þú þurftir að bregða þér af bæ. Ég var ekki gömul fyrst þegar þú treystir mér fyrir búinu og fórst í þriggja daga frí. Það fyrsta sem þú tókst þér síðan að þú byrjaðir að búa. Allt gekk ljómandi vel. Þannig liðu sumrin við leik og störf í Kaupangi. Eftir að ég gifti mig og stofnaði fjölskyldu kom ég allaf norður og heyjaði túnið fyrir neðan bæinn. Þú lagðir á þig vinnu við að halda gamla hey- hleðsluvagninum gangandi til að synir mínir fengju að upplifa það að sitja og hossast í heyinu. Þín verður sárt saknað, bless- uð sé minning þín. Sigríður í Kaupangi. Kæri pabbi, þá er kallið komið. Pabbi var bóndi í Kaupangi í Eyjafirði lengst af. Vegna þess hve Kaupangur er stór jörð þurfti áræðni og útsjónarsemi til að allt gengi upp við búskapinn, sem pabbi hafði. Pabbi var sann- gjarn og til marks um það má nefna að hann baðst undan því að vera formaður sóknarnefndar Kaupangskirkju á þeim forsend- um að það væri ekki við hæfi, því hann ætti meiri hagsmuna að gæta en aðrir. Hann sat þó í sóknarnefnd til margra ára, ásamt því að sitja í hreppsnefnd. Ræktun jarðar var hans hjart- ans mál og varð honum vel ágengt í uppræktun jarðlendis í Kaupangi, þar sem var af nógu að taka. Þá má ekki gleyma óbilandi áhuga á starfsemi dráttarvéla og varð honum vel ágengt í viðgerð þeirra. Um árabil ferðaðist hann um landið og sinnti viðgerðum véla. Dýrmætast þykir mér hve pabbi var góður faðir og sinnti því hlutverki vel, var alltaf til staðar, sanngjarn, umburðar- lyndur og rausnarlegur. Eitt sem einkenndi pabba var að hann treysti manni snemma fyrir ýms- um mikilvægum verkum og talaði við mann sem fullorðinn. Þá hafði hann samráð um hluti og spurði gjarna hvað manni þætti ráðleg- ast að gera í tengslum við ýmis verk. Þetta gaf manni ábyrgðar- tilfinningu og sjálfstraust, sem ég held að hafi nýst okkur systk- inunum inn í lífið. Ég man vel þá góðu daga þegar hann sat við enda borðs á matmálstímum og ræddi við okkur um verkefni dagsins í bróðerni og jafnræði, um hvernig ráðlegast væri að takast á við aðkallandi verk. Hann spurði mann álits og hlust- aði á öll rök, áður en ákvörðun var tekin í samráði við okkur. Hann kenndi okkur það besta af því sem hann kunni. Þótt pabbi væri mjög bundinn við búskap lengst af, þá hafði hann mikla ævintýraþrá á sínum yngri árum. Hann var í hópi þeirra fyrstu hér á landi til að fara sem skiptinemi til Banda- ríkjanna árið 1954. Pabba var mikið í mun að ferðasögunni væri haldið til haga, svo ég skráði hana. Hann hóf ferðina á flugi til Gander í Nýfundnalandi. Fór síð- an til New York og þá Chicago og þaðan til Montana-ríkis, til Bill- ings sem þá var aðeins stærra en Reykjavík. Hélt síðan áfram til Los Angles. Á bakaleið fór hann gegnum Santa Fe í Nýju Mexíkó og aftur til Billings í Montana. Þegar dvölinni í Montana var að ljúka fór hann til Kanada að hitta frændfólk sitt, Guðrúnu Ander- sen föðurystur sína og börn hennar Kristján og Margréti. Þar fór hann fyrst til Winnipeg og svo áfram í Manitoba-fylki, þar sem hann heimsótti Glen- boro. Pabbi bjó alla tíð að þessari dvöl í Ameríku og var mjög hrif- inn af amerískri hugsun. Hann lagði mikla áherslu á menntun og kom gjarna með sérvalda amer- íska frasa, til að skerpa á ensku- kunnáttu okkar og létta okkur lund. Þá kom fyrir að hann lum- aði á hraðaspurningu, svona til að kanna almenna þekkingu og skapa gott andrúmsloft. Á seinni árum var alltaf gott að spjalla við pabba. Hann var duglegur að lesa blöðin og ljúfur og uppörvandi. Þá er ég mjög þakklát fyrir að Kristján sonur minn fékk að kynnast afa sínum. Blessuð sé minning þín, pabbi. Helga. Elsku pabbi, ég á margar góð- ar minningar um þig. Ein sú fyrsta er þegar þú raulaðir fyrir munni þér og barst mig á hoho- baki (háhesti) niður stigann í Kaupangi eftir sjónvarpsáhorf og fyrir háttinn. Mér fannst það gaman. Ég er ánægð með að hafa fengið að alast upp í sveit. Þar er svo mikil víðátta, margt hægt að gera og svo þroskandi að þurfa að taka þátt í sveitastörfum. Ég man eftir mörgu sem þú baðst mig um að gera s.s. sækja kýrn- ar, raka dreif, passa Triolietið og sinna fleiri heyskaparstörfum, gefa kálfunum og kúnum, taka upp kartöflur og flokka kartöflur. Þú varst alltaf þakklátur fyrir hjálpina og hrósaðir mér fyrir ýmislegt. Mikið varstu alltaf duglegur að vinna myrkranna á milli og ósérhlífinn. Á sumrin áttirðu það jafnvel til að vakna um fimmleyt- ið á morgnana og varst jafnvel að til miðnættis ef mikið lá á í hey- skap. Þú hafðir mjög mikla þekk- ingu á vélum og góða kunnáttu í viðgerð á þeim. Áttir margar dráttarvélar af gerðinni Massey Ferguson og varst sérfræðingur í að gera við þær. Það var aðdáun- arvert. Þú varst góður maður, veittir mér mikla öryggiskennd, ég bar virðingu fyrir þér og þótti vænt um þig. Ég man eftir hlýlegum setningum þínum eins og: „Lauf- ey mín veðrið er svo vont núna, vertu bara inni hjá kisa“. Þú lagðir mikla áherslu á að brýna fyrir okkur systkinunum ýmis at- riði varðandi öryggi, t.d. að passa okkur á drifsköftum dráttarvéla, og sýndir þannig hve annt þér var um okkur. Ég minnist þess hve glöð við Gústi bróður urðum þegar þú keyptir einstaka sinnum handa okkur nammi, sem ávallt var blár ópal og Síríuslengja, í Höepfner á heimleið í appelsínugula Wago- neernum þínum. Þegar ótömdu hestarnir okkar sluppu út á þjóðveg upphófst yf- irleitt mikill eltingarleikur. Þá keyrðir þú á ofsahraða á Wago- neernum á milli staða, þar sem hver og einn átti að stökkva eld- snöggt út úr bílnum með prik hendi og standa þar vörð til þess að áætlun þín gengi upp, sem hún yfirleitt gerði. Á unglingsárum mínum horfð- um við á ýmsa lögreglu- og saka- málaþætti saman s.s. Derrick, Matlock og Taggart. Það var notalegt. Þú varst mjög ánægður og stoltur af sólpallinum sem þú lést byggja í sumar og ég er líka ánægð með hann. Þegar ég sótti ykkur mömmu á Reykjavíkurflugvöll fyrir rúm- lega mánuði, áður en þið fóruð til Kanaríeyja, kallaðir þú mig það sem þú kallaðir mig stundum al- veg frá því ég man eftir mér: „litla eppan mín“. Laufey. Vinur minn var að gefa mér mynd. Á myndinni eru ég og þú að vinna saman í Kaupangi í sum- ar. Það var ánægjulegur tími. Ég finn það að eftir því sem á leið tengdist ég þér æ betur. Þú kenndir okkur margt gott, pabbi, og ensku frasarnir þínir munu lifa lengi með fjölskyldunni. Þú lést verkin tala, kenndir okkur svo skýrt muninn á réttu og röngu, og mikilvægi þess að tileinka sér þakklátan hugsunar- hátt. Fyrir það er ég þakklátur. Og nú ert þú farinn, „unfortunately“. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Hannes Kristjánsson. Kæri pabbi, takk fyrir sam- veruna og alla bláu ópalana sem þú gafst mér þegar að ég var lítil. Þú varst vinnusamur faðir og dreifst okkur systkinin áfram með þér í sveitastörfunum. Mér eru ógleymanleg öll haustin í kartöflugarðinum í Kaupangi og stundir við kartöflu- flokkunarvélina. Þá kenndir þú okkur ensk orð, „immediately“, er mér minnisstæðast. Já, í kartöflugarðinum heima var gott að vera. Fyrstu árin mín fór ég með fötu og tíndi litlar kartöflur í fötu með kerlingunum sem komu frá Akureyri og tóku upp kartöflur með höndunum, svo fékkstu kartöfluupptökuvél þegar ég var sjö ára og aðra síð- ar. Pabbi, þú varst mín stoð og stytta í lífinu. Kær kveðja þín Valgerður. Elsku besti pabbi minn, ég kveð þig með hlýjum hug. Við áttum margar góðar stundir saman og eru þær mér dýrmæt- ar. Í uppeldinu kenndirðu mér margt sem ég mun ætíð búa að, þú kenndir mér stafrófið áður en ég byrjaði í skólanum, hvernig hugsa skal um mótora, vélar og tæki og hvattir okkur systkinin ætíð til frekari menntunar, hvatt- ir okkur að læra að standa á eigin fótum og taka ábyrgð á gjörðum okkar, einnig að setja okkur inn í sjónarhorn og skoðanir annarra, vera sterk og ákveðin þegar þess þarf. Þú varst seinþreyttur til vandræða. Friðsamur varstu og fróður um margt, framar öllum feðrum þú varst. Áfram mun lifa þín minning með mér, af öðrum mönnum þú barst. (ÁK.) Ljóð og ensk tunga voru þér töm og áhuga á kvikmyndum deilum við feðgar. Ósérhlífinn varstu og kveink- aðir þér ekki heldur beist á jaxl- inn og hélst áfram og kláraðir verk þau sem fyrir hendi lágu. Þér þótti afskapleg vænt um dýr og börn og þau áttu sinn sess hjá þér. Það eru litlir hlutir sem sitja einnig í minningunni og eru bara okkar og ég mun t.d. aldrei gleyma hvernig þú sönglaðir fyr- ir okkur systkinin þegar þú barst okkur niður stigann í Kaupangi um kvöld til að fara inn í rúm að sofa. Alla tíð þurftirðu að vinna mik- ið og unnir því hlutskipti vel, um leið komst þú börnunum þínum 6 til manns og stóðst þína plikt. Síðustu árin lifðirðu lífinu eins og þú vildir heima á sveitabænum allt til hinstu stundar og var það gott því elliheimili og sjúkra- stofnanir hræddistu eins og pest- ina, enda ekki staðir fyrir jafn ak- tíva og duglega menn og þig. Ég flaug með þig suður þegar þú fórst þína hinstu ferð, þú varst spenntur að komast í sólina á Kanarí með konunni þinni og naust þess að vera til. Mér fannst því viðeigandi að við flygjum aft- ur saman og ég fylgdi þér heim í Eyjafjörðinn sem var órjúfanleg- ur partur af þér. Þú varst góður maður, góðu stundirnar okkar ég geymi hjá mér. Ég sakna þín. Þinn sonur, Ágúst Kristjánsson. Það fer ekki hjá því, þegar við fréttum brottför vinar okkar að okkur setti hljóð. Við finnum til þess að við erum fátækari en við höfum verið, því góður vinur er gulli betri. En við verðum að vera róleg og halda áfram að ganga götuna sem við öll göngum þar til yfir lýkur. Mig langar með fáeinum orð- um að minnast vinar míns, Kidda í Víðigerði. Þótt aldursmunur væri svolítill á okkur þá áttum við það sameiginlegt að muna bæði gamla og nýja tíma. Vor og sum- ar áttum við Kiddi skemmtilegar stundir saman í sveitinni, en það var í knattspyrnu. Báðir höfðum við gaman af fótboltanum og ekki síður að etja kappi við góða fé- laga og vini sem við eignuðumst þar. Eitt sinn langaði okkur Kidda ásamt fleirum að lyfta okkur upp og fara til Akureyrar að kvöldi 17. júní og eiga góða stund með Akureyringum. En á þessum tíma voru engir bílar til á bæj- unum til mannflutninga en sím- inn var nýkominn á bæina, því ekki að nota þetta undratæki og panta leigubíl? Og það var gert. Þeir sem vissu um þessa uppá- komu voru beðnir að vera hljóðir því þetta þótti í meira lagi vit- laust. En tækniöldin færðist nær með sínum tækjum og tólum. Því fer svo að Kristján ræðst til Dráttarvéla hf., systurfélags SÍS árið 1954. Fyrstu störf Kristjáns hjá Dráttarvélum voru að heim- sækja verksmiðjur Ferguson á Englandi. Kristján átti eftir að verða tíður gestur á því stóra heimili næstu árin, því alltaf var eitthvað nýtt að koma fram hvað tæknina varðaði sem fylgjast þurfti með. Hann lét líka verða af því að skreppa til Bandaríkjanna og starfaði þar í eitt ár á véla- verkstæði. Kristján var því vel í stakk búinn, þegar hann kom heim í sitt starf hjá Dráttarvélum að ferðast um landið og kenna bændum að umgangast vélarnar og gera við þær. Sjálfur var hann á vel búnum verkstæðisbíl með allt sem til þurfti. Bændur dáðu þennan unga og duglega mann sem var svo fljótur að koma vél- unum í lag en sjálfur var Kiddi harðduglegur og lagði oft nótt við dag í þessum ferðalögum sínum. Kiddi hafði samt alltaf hug til heimahaganna og kona hans, Olga Ágústsdóttir, átti smárætur til Akureyrar frá sínum unglings- árum. Því var það að þau stóðust ekki freistinguna þegar jörðin Kaupangur var boðin til ábúðar. Kaupangur hafði margt upp á að bjóða og óvíða er miðnætursólin jafn tilkomumikil og í Kaupangs- sveitinni, það hafa líka ljósmynd- arar notfært sér í gegnum árin. Það var gaman að heimsækja frumbýlingana í Kaupangi fyrstu búskaparárin og alla tíð. Það er jafnan svo í sveitunum þegar vor- ið kemur eins og hendi sé veifað, þá kallar allt á í einu sem gera þarf. En þar sem áhuginn er fyrir lífsstarfinu og gleðin í fyrirrúmi við að gera hlutina, þá er eins og allir erfiðleikar hverfi út í veður og vind. Ég man að Olga sagði mér brosandi með tvö lömb í hendi, að hún væri alfarið tekin við sauðburðinum með hjálp er- lendrar starfsstúlku sem hjá þeim var, því Kristján hefði nóg á sinni könnu. En lítið hefðu þær getað sofið að undanförnu. Kiddi minn, ég kveð þig með minni hinstu kveðju. Óska þínum nánustu velfarnaðar á lífsins braut. Páll Lárusson Rist. Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður; bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. (Jónas Hallgímsson.) Meira er þrjátíu ár eru nú liðin síðan við fjölskyldan fluttum í næsta nágrenni við Kaupang í Kaupangssveit. Við kynntumst fljótt heimilis- fólkinu í Kaupangi. Börnin okkar áttu samleið í skóla sem gerði kynni milli heimilanna nánari. Seinna störfuðum við saman í sóknarnefnd fyrir kirkju okkar og sókn. En hvort sem Kristján, bóndi og staðarhaldari, var með í sóknarnefnd eður ei var alltaf jafn gott að koma til hans og frú Olgu þegar kirkjan okkar átti í hlut. Þau voru ætíð boðin og búin, færðu kirkju okkar glæsilega gjöf sem lýst hefur til okkar í mörg ár, afnot að landi og fleira mætti upp telja. Þegar við fjölskyldan leituðum til Kristjáns bónda hvort sem var vegna hagagöngu fyrir hesta okkar eða annarra erinda var gott að hitta fyrir þann góða dreng sem hann hafði að geyma. Við skyndilegt fráfall Krist- jáns er efst í huga okkar sökn- uður og þakklæti. Fjölskyldunni í Kaupangi sendum við samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem.) Guðfinna og Óli Þór. Kristján Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.