Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Tengiliðahópur sem Sigurður Ingi
Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og
auðlindamála, skipaði um aðgerðir í
Kolgrafafirði, samanstendur af
fulltrúum tólf stofnana auk ábúenda
á býlinu Eiði í Kolgrafafirði.
Að sögn Huga Ólafssonar, skrif-
stofustjóra hjá umhverfisráðuneyt-
inu, fór umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið með ákvörðunarvald í
aðgerðum. „Ráðherrar taka ákvarð-
anir um aðgerðir, en settur var hóp-
ur ráðuneytisstjóra til að fara yfir
tillögur, að þessum dýru aðgerð-
um,“ segir Hugi.
Fulltrúar í tengiliðahópnum voru
í fyrstu frá umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytinu, atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneyti, Hafrannsókna-
stofnun, Vegagerðinni,
Náttúrustofu Vesturlands, Mat-
vælastofnun, Grundarfjarðarbæ,
Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og
Fiskistofu. Síðar komu Landhelg-
isgæslan, almannavarnadeild Rík-
islögreglustjóra og Nýsköp-
unarmiðstöð að málinu.
Farið eftir lögum
Að sögn Huga eru verkefnin
tengd ástandinu í Kolgrafafirði
framkvæmd af einstökum aðilum
sem bera ábyrgð á þeim samkvæmt
lögum eða sérstökum ákvörðunum:
Umhverfisstofnun ber þannig
ábyrgð á viðbragðsáætlun varðandi
hreinsun eftir síldardauða, Hafrann-
sóknastofnun sér um vöktun á síld-
arstofninum, atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytið setur reglur
um veiðar og Fiskistofa framfylgir
þeim, Hafró og Landhelgisgæslan
sáu svo um tilraunir til að fæla síld-
ina úr firðinum og notuðust við
hvellhettur en aðgerðirnar eru sam-
hæfðar af almannavarnadeild rík-
islögreglustjóra. Hlutverk Mat-
vælastofnunar var að vera til taks ef
mikið af síld dræpist og finna út úr
því hvort hægt væri að nýta hana
með einhverjum hætti. Fulltrúi Ný-
sköpunarmiðstöðvar fylgdist með.
Átti ekki von á svona mörgum
Í fyrradag voru allir sem vinna að
lausn vandans boðaðir á fund á bæn-
um Eiði. Að sögn Guðrúnar Lilju
Arnórsdóttur, bónda á Eiði, voru um
30 manns á fundi tengiliðahópsins í
fyrradag. Hún segist hafa átt von á
mun minni hópi. „Það er til siðs í
sveitinni að það er alltaf eitthvað til
með kaffinu [....] en við vissum ekki
hvaðan á okkur stóð veðrið þegar
við sáum svona marga koma,“ segir
Guðrún. Bakkelsið hafi þó ekki klár-
ast. „Ég á alltaf nóg,“ segir Guðrún
og hlær við. „Ég var eldsnögg og
henti í nokkrar jólakökur í viðbót.
Ég átti að vísu ekki rúsínur, þannig
að ég varð að notast við súkku-
laðirúsínur. Ég hugsa að ég noti þær
hér eftir. Það er ótrúlega gott að
nota súkkulaðirúsínur í jólaköku,“
segir Guðrún.
Þurfti að grípa til súkku-
laðirúsína á aðgerðafundi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smalað Hvellhettur fæla vissulega síldina, en ekki alltaf í rétta átt.
12 stofnanir hafa komið að aðgerðum í Kolgrafafirði
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Við viljum breyta tungutakinu í
kringum einelti. Hætta að tala um
börn sem lögð eru í einelti sem þol-
endur heldur sem virka gerendur í
eigin lífi og sigurvegara,“ segir
Kristín Lilliendal, aðjunkt við
menntavísindasvið við Háskóla Ís-
lands.
Hún er í sjö manna hópi sem hef-
ur ýtt úr vör verkefninu Ást gegn
hatri. „Er þörf fyrir nýja hugsun í
eineltismálum?“ nefnist erindi sem
hópurinn samdi og flutt var af Önnu
Huldu Einarsdóttur grunnskóla-
kennara og Björgu Jónsdóttur á ráð-
stefnu um íslenskar æskulýðsrann-
sóknir 2013 í gær. Erindið fjallaði
um verkefnið Ást gegn hatri.
Kveikjan að verkefninu er saga
feðginanna Hermanns Jónssonar og
Selmu Bjarkar Hermannsdóttur.
Selma fæddist með skarð í vör og
skrifaði eftirminnilega grein sem
birtist víða í fjölmiðlum. Þar lýsir
hún upplifun sinni af langvarandi
einelti sem hún varð fyrir vegna út-
lits. Eftir greinarskrifin hefur hún
ásamt föður sínum Hermanni farið í
þrjá grunnskóla þar sem hún hefur
sagt nemendum frá reynslu sinni og
faðir hennar rætt við foreldra.
Kristín, Anna Hulda og Björg til-
heyra hópi sjö kvenna sem hittast
reglulega og ræða um skólamál en
allar hafa þær víðtæka reynslu af
öllum skólastigum og fjölbreytta
menntun á sviði skólamála.
„Þegar við heyrðum sögu Selmu
Bjarkar ákváðum við að leggja okk-
ar af mörkum. Úr varð þetta verk-
efni með þeirri nálgun að breyta
ósigrum í sigra. Með öflugum val-
deflandi stuðningi, hvatningu og eft-
irfylgni er börnum hjálpað að takast
á við einelti með samskiptatækni
sem undirstrikar styrk þeirra sjálfra
en veikleika þeirra sem leggja í ein-
elti,“ segir Kristín.
Áherslurnar í verkefninu eru jafn-
framt að líta á gerendur sem þolend-
ur. „Börn sem leggja aðra í einelti
þurfi á hjálp að halda. Það þarf að
hjálpa þeim að komast út úr þessu
heguðunarmynstri með reisn,“ segir
Kristín.
Einelti er fyrst og fremst viðhorf.
Vinna þarf með viðhorfin inni á
heimilum barna þar sem frum-
ábyrgð á uppeldi þeirra liggur. Skól-
inn getur verið mikilvægur stuðn-
ingur við foreldra í þessu samhengi.
„Það er kjarninn í þessu, að fá for-
eldra til að tala við börnin sín,“ segir
Kristín og bendir á að samfélagið
allt þurfi að vera vakandi gagnvart
einelti.
Hópurinn bendir jafnframt á mik-
ilvægi þess að báðir foreldrar séu
virkir í umræðunni og aðgerðum
gegn einelti og vilja hvetja feður til
að láta enn frekar til sín taka í þess-
um málum. Við viljum sjá meira af
þeim,“ segir Kristín og segir verk-
efnið Ást gegn hatri eina leið
af mörgum sem hægt er að fara í
aðgerðum gegn einelti.
Verða virkir gerendur í eigin lífi
Ást gegn hatri er verkefni gegn einelti Saga Selmu Bjarkar Hermannsdóttur var kveikjan
Vilja breyta tungutaki í kringum einelti Vilja virkja fleiri feður til að berjast gegn einelti
Einelti „Börn sem leggja aðra í einelti þurfi á hjálp að halda. Það þarf að koma þeim út úr þessu hegðunarmynstri,“
segir Kristín Lilliendal, aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Foreldrar gegni lykilhlutverki.
Ást gegn hatri
» Vilja breyta tungutakinu í
umræðu um einelti þar sem lit-
ið er á þolendur sem gerendur
í eigin lífi.
» Kveikjan að verkefninu var
saga Selmu af einelti sem hún
varð fyrir vegna útlits.
» Feður láti eineltismál meira
til sín taka.
» Mikilvægt að vinna með við-
horf barnanna inni á heim-
ilunum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
áformar að skora á fyrirtæki og op-
inbera aðila að undirrita yfirlýsingu
um þátttöku í átaki um verðstöðug-
leika til að fyrirbyggja háa verð-
bólgu. Þetta kemur fram í leiðara
Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í
nýjasta tölublaði fréttablaðs sam-
bandsins. Það fæli það í sér að fyr-
irtækin hétu því að hækka ekki vöru-
verð eða verðskrár.
Mikilvægt er að fyrirtæki og opin-
berir aðilar sýni launafólki að þeir
séu tilbúnir að halda aftur af verð-
hækkunum á næstu mánuðum, skrif-
ar Gylfi. Yfirlýsingar fyrirtækjanna
yrðu birtar á vefsíðunni vertuaverdi-
.is sem ASÍ heldur úti.
„Við erum að undirbúa þetta að
gefa fyrirtækjum möguleika á að
koma að þessu. Við ætlum að reyna
að mynda vettvang fyrir fyrirtækin
og ég held að það skipti miklu máli í
aðdraganda þess
að ná saman í
samningum að
þau taki þátt í
þessu,“ segir
Gylfi í samtali við
Morgunblaðið.
Hann bendir á að
vegna samkeppn-
islaga eigi ASÍ
auðveldara með
að hafa frumkvæði að slíku verðstöð-
ugleikaátaki en Samtök atvinnulífs-
ins eða fyrirtækin sjálf.
Ýmis sveitarfélög hafa þegar
ákveðið að draga til baka hækkanir á
verðskrám sínum, þar á meðal
Reykjavíkurborg, og í gær tilkynnti
stjórn Strætó að fyrirhugaðri far-
gjaldahækkun yrði frestað. Gylfi
gagnrýnir að forsætis- og fjármála-
ráðherra hafi ekki gefið þessu nægan
gaum, en það telji hann mikilvægt.
Boðar átak um
verðstöðugleika
Fyrirtækin haldi aftur af hækkunum
Gylfi Arnbjörnsson
Slæmt veður setti strik í reikn-
inginn í aðgerðum í Kolgrafa-
firði í gær að sögn Þorsteins
Sigurðssonar hjá Hafrann-
sóknastofnun. Nokkrar hvell-
hettur voru sprengdar yfir dag-
inn til að fæla síldina út úr
firðinum. Undir lok dags hafði
torfan klofnað í tvær og reyndu
menn að fæla þá sem var nær
brúnni út. Það tókst þó ekki bet-
ur til en svo að hún hörfaði
lengra inn í fjörðinn. Taka á
ákvörðun um framhald aðgerða
í firðinum á fundi snemma í dag.
Ráku síldina
í öfuga átt
VEÐRIÐ TRUFLAÐI