Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 76
„Starfið snýst að miklu leyti um samskipti. Þú kemst langt á því að kunna
að tala við fólk,“ segir Frank, sem bætir við að hann hafi verið heppinn
með samstarfsfólk. Á meðal þeirra sem Frank hefur unnið með eru
Björk og Of Monsters and Men. Frank gekk meðal annars til liðs við
tónleikahóp Bjarkar og sá um pendúlahörpu sem Björk notaði á sum-
um tónleikanna og var einnig hljóðmaður. „Það var frábært að fá að
vinna með henni,“ segir Frank.
Þá kom Printz Board úr Black Eyed Peas óvænt í stúdíóið.
„Þetta var önnur vikan mín í starfi. Hann millilenti á Íslandi
og ákvað að hann þyrfti að komast í stúdíó. Ég vissi varla hver
þetta var einu sinni, mér var bara sagt að það væri einhver
frægur á leiðinni. Ég svitnaði mikið þann daginn,“ segir Frank
og hlær.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Þetta var frekar einfalt dæmi,
hvort ég vildi frekar eyða tímanum
frá níu til fimm í að gera eitthvað
leiðinlegt til þess að eiga pening til
þess að gera eitthvað skemmtilegt
um helgar, eða að finna eitthvað
sem væri skemmtilegt allan dag-
inn,“ segir Frank Arthur Blöndahl
Cassata, hljóðmaður hjá Stúdíó
Sýrlandi. Frank útskrifaðist sem
tölvunarfræðingur frá Háskólanum
í Reykjavík og vann sem slíkur í
nokkur ár, meðal annars í banka og
hjá tölvufyrirtækinu CCP. Hann
ákvað því árið 2011 að fara í hljóð-
tækninám hjá Stúdíó Sýrlandi, þar
sem hann starfar nú sem hljóð-
maður.
Fjölbreytileikinn það besta
Frank segir að það sé gott að
læra hljóðtækni á Íslandi, þó að
margir fari út til þess að læra hana.
„Það eru fáir sem geta sérhæft sig
hérlendis, þannig að maður verður
að prófa allt. Ef þú ætlar að vera
hljóðmaður á Íslandi, þá þarftu að
geta hljóðblandað, þú þarft að geta
tekið upp „live“ hvar sem er og hve-
nær sem er, þú þarft að kunna að
„mæka“ upp öll hljóðfæri sem
mögulega gætu komið upp,“ segir
Frank. Munurinn á námi hér og úti
sé því sá að hér fái menn fljótt að
spreyta sig við alvöru viðfangsefni.
Menn fái því hagnýta reynslu af
öllu sem geti komið upp á í
þessum aðstæðum. „Og það
er mjög stór þáttur, því að
það getur alltaf eitthvað klikk-
að. Stór hluti af starfinu er
að bregðast við því og
finna lausnir.“
Frank lærði á gítar í
mörg ár. Hann segir að
það hafi hjálpað mikið
til að kunna á hljóðfæri
sjálfur. „Ég þekki fáa
Fór í tónleikaferð með Björk
HEPPINN MEÐ SAMSTARFSFÓLK
Björk
Guðmundsdóttir
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. iPhone 50 þúsund kr. ódýrari
2. Ríkisstjórnin samþykkti …
3. Góð áminning að ganga fram …
4. „Hvaðan koma peningarnir“?
Kvikmyndaleikstjórinn og -fram-
leiðandinn Baltasar Kormákur mun
hljóta heiðursverðlaun á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem
hefst 24. janúar nk. og lýkur 3. febr-
úar, að því er kvikmyndavefurinn Var-
iety greinir frá. Verðlaunin nefnast
Nordic Honorary Dragon Award. Á há-
tíðinni verða íslenskum kvikmyndum
gerð sérstök skil og verða tvær í
keppni um bestu kvikmyndina, Málm-
haus eftir leikstjórann Ragnar Braga-
son og Hross í oss eftir Benedikt Erl-
ingsson. Af öðrum íslenskum
kvikmyndum sem sýndar verða á há-
tíðinni má nefna 101 Reykjavík eftir
Baltasar, Bíódaga eftir Friðrik Þór
Friðriksson og Sveitabrúðkaup eftir
Valdísi Óskarsdóttur.
Morgunblaðið/Golli
Hlýtur heiðursverð-
laun í Gautaborg
Á fjölfarnasta torgi Frankfurt,
Konstablerwache, stendur nú stór
hljóðskúlptúr og berast úr honum ís-
lensk leyndarmál, leggi vegfarendur
eyru að honum. Leyndarmálunum er
hvíslað að forvitnum og eru hvíslend-
ur íslenskir listamenn, rithöfundarnir
Steinunn Sigurðardóttir og Hall-
grímur Helgason og tónlistarmenn-
irnir Haukur Heiðar Hauksson, Sigríð-
ur Thorlacius og Högni Egilsson.
Fjallað hefur verið um
gjörninginn í þýsk-
um fjölmiðlum, m.a.
Bild og Frankfurter
Stadtkurier og er
hann hluti af her-
ferðinni Inspi-
red by Ice-
land.
Íslensk leyndarmál
á torgi í Frankfurt
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 13-20 m/s og víða skúrir eða él, en bjartviðri eystra. Heldur
hægari á Vestfjörðum síðdegis og einnig víða um land í kvöld. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Á sunnudag Gengur í suðvestan 15-20 m/s með rigningu eða slyddu, en hægari og úr-
komulítið norðaustantil fram eftir degi. Hiti 1 til 7 stig. Kólnar með éljum vestantil um
kvöldið.
Á mánudag og þriðjudag Ákveðin suðvestan- og vestanátt með éljagangi.
Fallegt vor hefur ríkt í íslenskum körfu-
bolta undanfarin ár. Áhuginn á úrvals-
deildinni hefur aukist jafnt og þétt, úr-
slitakeppnin stækkað og stækkað og
karlalandsliðið, skipað fleiri atvinnu-
mönnum en nokkurn tíma áður, endur-
stofnað og það fengið fleiri verkefni og
mætt sumum af bestu þjóðum Evrópu,“
skrifar Tómas Þór Þórðarson í „Viðhorfi
á laugardegi“. »4
Blómlegt sumar í
íslenskum körfubolta
Allar líkur eru á að lands-
liðsmarkvörðurinn Hannes
Þór Halldórsson úr KR
gangi í raðir norska úrvals-
deildarliðsins Sandnes Ulf á
næstu dögum. KR og Sand-
nes Ulf komust í gærkvöld
að samkomulagi um kaup-
verð og nú á Hannes Þór
eftir að semja um kaup og
kjör. Margt bendir til að frá
þeim málum verði gengið
fljótlega. »1
Hannes á leið til
Sandnes Ulf
Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, er komin í bik-
arúrslitin í norska handboltanum
með liði sínu, Tertnes. Mótherjinn er
Larvik, sem hefur verið eitt af betri
félagsliðum í Evrópu á seinni árum.
„Þetta verður hrikalega gaman og við
erum staðráðnar í að ljúka árinu með
stæl,“ segir Hildi-
gunnur en leik-
urinn fer fram
á síðasta
virka degi
ársins, 30.
desember. »1
Staðráðnar í að ljúka
árinu með stæl
hljóðmenn sem eru ekki líka hljóð-
færaleikarar,“ segir Frank. „Það er
erfitt að vera hljóðmaður og hafa
ekki skilning á hljóðfærunum sem
verið er að taka upp. Ég veit líka
um marga hljóðmenn sem hafa far-
ið í söngnám bara til þess að geta
sagt fólki betur til í stúdíóinu,“ seg-
ir Frank. En stendur ekki til að
fara sjálfur í söngnám? „Jú, það
hefur verið á dagskrá í svolítinn
tíma.“
Frank segir fjölbreytileikann það
skemmtilegasta við starfið. „Einn
daginn ertu að taka upp djasstríó í
stúdíói, svo ertu í Egilshöll að taka
upp listskautadans, eða í Hörpunni
með sinfóníunni. Þú færð aldrei
leiða á þessu því að þú ert aldrei að
gera það sama.“
Nýtt verkefni á hverjum degi
Hætti í bank-
anum og gerðist
hljóðmaður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flinkur í stúdíóinu Frank Arthur Blöndahl Cassata ákvað að fara að vinna við eitthvað sem sér þætti skemmtilegt
og fór í hljóðtækninám hjá Stúdíó Sýrlandi. Nú starfar hann sem hljóðmaður og hefur m.a. unnið með Björk