Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 66

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 66
66 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Ég verð með opið hús og býð vinum og vandamönnum í fiski-súpu,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, doktorsnemi í iðnaðar-verkfræði hjá HÍ og Matís, en hún heldur upp á þrítugsafmæli sitt á morgun, fullveldisdaginn. Hún segir að hún lagi súpuna ásamt kærastanum sínum, sem sé mjög flinkur kokkur. Sigríður gerir ráð fyrir að hugsanlega verði þröngt á þingi í afmælisveislunni. „Við vor- um að kaupa okkur mjög litla íbúð, þannig að þetta verður pínu til- raun hvað ég get komið mörgum í íbúðina.“ Sigríður stefnir á að ljúka doktorsnáminu á næsta ári, en verkfræðinámið hefur leitt hana víða. „Á mastersárunum lærði ég í Chalmers í Gautaborg og hef verið þar sem fræðimaður í heimsókn. Á undan því var ég í Berkeley í Kali- forníu.“ Sigríður segir að það hafi verið mikill kostur við doktors- námið að geta ferðast og lært á mismunandi stöðum. Gautaborg og Berkeley séu hins vegar mjög ólíkir staðir. Fólkið sé mjög vingjarn- legt á báðum stöðum. „Svo er auðvitað ótrúlega gott veður í Berke- ley,“ segir Sigríður og hlær. Helstu áhugamál Sigríðar eru fjall- göngur og ferðalög. Sigríður segir að eftirminnilegustu fjöllin sem hún hafi klifið hafi verið Half Dome-fjallið í Yosemite-þjóðgarðinum og Cerro de la Silla í Mexíkó. „Svo fórum við á Hvannadalshnúk, en það var stormur á toppnum, svo við náðum ekki alla leið.“ segir Sig- ríður. Af öðrum stöðum sem Sigríður hefur komið til má nefna Mar- okkó, þar sem hún eyddi síðustu jólum og áramótum með kærast- anum, vinkonu sinni og tveimur úlföldum. sgs@mbl.is Sigríður Sigurðardóttir þrítug á morgun Ljósmynd/Egill Maron Þorbergsson Mikið fyrir fjallgöngur Sigríður Sigurðardóttir, doktorsnemi í verk- fræði, náði því miður ekki á topp Hvannadalshnjúks vegna storms. Stormur á toppi Hvannadalshnjúks Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Soffía G. Ólafsdóttir, fyrrverandi þjónustu- stjóri í Íslandsbanka í Keflavík, til heimilis að Vatnsholti 7a, Keflavík, er sjötug í dag, 30. nóvember. Soffía er formaður Félags húsbíla- eigenda. Hún verður með opið hús í Sam- komuhúsinu í Garði frá kl. 19 á afmælisdaginn. Gjafir eru afþakkaðar, en söfnunarkassi verður á staðnum til styrktar hjartadeild Landspít- alans í minningu eiginmanns hennar Sæ- mundar Kristins Klemenssonar. Árnað heilla 70 ára Reykjavík Christiaan Breki fæddist 1. febrúar kl. 8.54. Hann vó 3.278 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Saskia Freyja Schalk og Þorsteinn Magnússon. Nýir borgarar Reykjavík Guðrún Jakobína fæddist 22. mars. Hún vó 3.085 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Tinna Ás- geirsdóttir og Eiríkur Þórleifsson. S teinarr fæddist í Reykjavík 1.12. 1933 og ólst þar upp á Njálsgötu 10a. Hann lauk verslunarprófi frá VÍ 1952 en sumarið eftir var hann við nám og störf í London. Steinarr starfaði hjá Eymundsson um skeið en hóf fljótlega störf hjá Bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar þar sem hann síðar var fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum fyrirtækisins. Stefna Bókaverslunar Snæbjarnar var að bjóða ávallt upp á bestu bækur heimsbókmenntanna. Steinarr sótti bókasýningar víða um heim og skipu- lagði bókasýningar í versluninni sjálfri og víðar, m.a. sýningar á tæknibókum, vísindabókum og lista- verkabókum. Á 50 ára afmæli Bókaverslunar Snæbjarnar, 1977, var til dæmis haldin tímamótasýning á listaverka- bókum. Sú sýning áréttaði þá sér- stöðu verslunarinnar sem Steinarr stóð fyrir, og sem Snæbjörn Jónsson, stofnandi Bókaverslunar Snæbjarn- ar, hafði alltaf í huga, að hafa ein- ungis á boðstólum bækur sem auka menntun og manngildi og bæta menninguna. Steinarr sinnti einnig bókaútgáfu en hann keypti Orðabókaútgáfuna ehf. og starfrækti hana í mörg ár. Steinarr stofnaði síðar sína eigin bókabúð, Bókabúð Steinars, sem hann starfrækti samhliða Orða- bókaútgáfunni. Hann seldi síðan bæði þessi fyrirtæki árið 2007. Ferðalög, ljósmyndir og smíðar Steinarr er handlaginn og kom mikið að byggingu húss þeirra í Kópavoginum. Fjölskyldan kom sér svo upp sumarhúsi í Dölunum og síð- ar í Borgarfirðinum. Þá hafði Steinarr mikinn áhuga á ljósmyndun. Hann tók fjölda góðra Steinarr Guðjónsson, bókaútgefandi og bóksali – 80 ára Þjóðleg stórfjölskylda Steinarr og Elsa, ásamt dætrum, tengdasonum, barnabörnum og Kristínu, móður Elsu. Að bæta menninguna með bókina að vopni Fyrir þá sem elska hönnun Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR þú flísar þær í botn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.