Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Þegar Jón Gnarr tók við starfi borgarstjóra var hvergi að finna í starfslýsingunni að borgarstjóri ætti að verða talsmaður mannrétt- inda á heimsvísu. Í lýsingunni var ekki minnst á að borgarstjóra bæri að tala gegn einelti og berjast gegn ofbeldi hvenær sem færi gæfist. Ekki var heldur sérstaklega gert ráð fyrir öflugum og áberandi stuðningi við réttindabaráttu sam- kynhneigðra. Þessu bætti Jón Gnarr við starfslýsinguna að eigin frumkvæði. Hann tók ekki við þeim forsendum sem gefnar voru í upphafi heldur breytti þeim – og bætti við. Hið útjaskaða orð for- sendubrestur hefur verið áberandi eftir hrun. Það vísar til þess að í upphafi hvers kyns samskipta eru gjarnan tilteknar forsendur gefn- ar. Þegar forsendurnar sem lagt er upp með breytast þá breytist út- koman líka. Þetta getur átt við til dæmis þegar lán eru veitt eða þeg- ar kjósandi treystir stjórnmála- manni fyrir atkvæði sínu. Það er enginn vafi á að forsendur í borg- armálum eru breyttar. Ekki af því að neinn brestur hafi orðið heldur má miklu frekar tala um betrun eða bætingu. Svona eins og þegar maður fær eitthvað sem maður vissi ekki að mann vantaði, og datt ekki í hug að biðja um. Reykvík- ingar voru ekki endilega á hött- unum eftir leiðtoga á sviði mann- réttinda – en þeir fengu hann í Jóni Gnarr. Reykvíkingar gengu fæstir að kjörborðinu með það í huga að kjósa þann sem líklegastur væri til að tala hæst gegn einelti og ofbeldi – en þeir fengu slíkan borgarstjóra í Jóni Gnarr. Bara vissu ekki að um það væri kosið. Nýja orðskrípið sem gæti komist á flug eftir tíð Jóns Gnarr gæti því verið for- sendubæting. Skulum samt forðast svona löng orð, þau eru bara til trafala. Höldum bara áfram að bæta okkur, hvort sem við búum í borg eða sveit. RABBIÐ Breytt og bætt Eyrún Magnúsdóttir Haustið er búið og Vetur konungur kominn með allri sinni dýrð. Stutt er síðan frétt kom inn á veraldarvefinn undir fyrirsögninni Allt á kafi í snjó á Ak- ureyri. Sunnanlands bítur aðeins kuldinn og lítið þarf að moka snjó af bílum á morgnana – bara ís. Hitnar svo yfir daginn þannig að hægt er að klæðast aðeins góðri úlpu. Þessi ágæti drengur varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í ljósaskiptunum þar sem hann arkaði eftir stígnum með forvitnar endur sér við hlið. Naut fegurðarinnar með eyrunum í stað augnanna og hélt áfram sína leið. Kannski var hann á rölti eftir dansleik, eins og segir í textanum við lagið Við Reykjavíkurtjörn. Það er aldrei að vita. Það verður kalt alla helgina um allt land og því betra að taka upp kertin og aðra kósí hluti upp. Inni- veran verður einhver því kuldaboli getur bitið ansi fast. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Eggert VIÐ REYKJAVÍKURTJÖRN HITASTIGIÐ HEFUR LÆKKAÐ UNDANFARNA DAGA EN ÞESSI ÁGÆTI DRENGUR LÉT ÞAÐ EKKI Á SIG FÁ – HELDUR HÆKKAÐI BARA Í GRÆJUNUM, KANNSKI MEÐ LAGIÐ VIÐ REYKJAVÍKURTJÖRN Í RAUÐA BOTNI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Flóa- og hönnunarmarkaður. Hvar? Hinu húsinu. Hvenær? Laugardag kl.14-17. Nánar: Ungir hönnuðir og annað ungt fólk hreinsar til í fataskápunum og selur á flóa- og hönnunarmarkaði. Hreinsað til í skápnum Hvað? Safnahelgi á Suðurlandi. Hvar? Sveitarfélaginu Árborg. Hvenær?1.-3.nóv- ember. Nánar: Sveitarfélagið Árborg býður til veislu fyrir öll skynfæri. Matur og menning Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Saumamaraþon á Njálurefilinn. Hvar? Sögusetrinu á Hvolsvelli. Hvenær? Alla helgina. Nánar: Saumað á hördúkinn sem Brennu-Njálssaga verður saumuð á. Tilboð á gistingu. Skráning á njalurefill@gmail.com. Nál og tvinni Hvað? Óvitaherbergi. Hvar? Þjóðleikhúsinu. Hvenær? Á af- greiðslutíma Þjóðleik- hússins milli kl.12-18 um helgar. Nánar: Einstakt fyr- irbæri í Þjóðleikhúsinu. Óvitaherbergi þar sem börn eru stór og fullorðnir litl- ir. Hægt er að koma og skoða herbergið án þess að vera að koma á sýningu. Fullorðnir verða börn Hvað? Messa með mikilli tónlist. Hvar? Lindakirkju Kópavogi. Hvenær? Sunnudag kl. 20. Nánar: Messa með örlítið breyttu sniði þar sem tónlistin verður í aðalhlutverki. Tónleikamessa Hvað? Örsmiðja fyrir börn og for- eldra. Hvar? Kjarvals- stöðum. Hvenær? Sunnu- dag kl.14-16. Nánar: Hildigunnur Birgisdóttir, mynd- listarkona, stýrir örsmiðju í tengslum við sýningu Alexander Rodchenko. Barnasmiðja * Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.