Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Matur og drykkir Þ etta var alveg æðislegt kvöld. Við hittumst snemma með börnin svo að allir gætu notið,“ segir Víðir Guðmundsson leikari en eitt mánudagskvöldið buðu hann og eiginkona hans, Þórdís Elva Þor- valdsdóttir, vinum og samstarfsfélögum heim í svínalundir og fleira gúmmelaði. Leikararnir Bergur Þór Ingólfsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Víðir eru hluti af leikhópnum GRAL – Grindvíska atvinnuleikhúsinu, en svo skemmtilega vill til að makar leikaranna hafa líka á einn eða annan hátt unnið með hópnum. Leikhópurinn er meðal annars að sýna barnaleikritið Horn á höfði í Tjarnarbíói en leikritið hefur vakið svo mikla lukku að það hefur verið sýnt allt frá árinu 2010 – en á því ári fékk leikritið Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins. „Við Bergur vorum alltaf að grínast með það þegar við vorum að leika saman í Borgarleikhúsinu að við yrðum að stofna grindvíska atvinnuleik- húsið þar sem við vorum einu atvinnuleikararnir á landinu sem eru úr Grindavík svo að það má segja að það hafi verið upphafið að því sem varð svo. Annars er þetta er allt voðalega heimilislegt hjá okkur, við höfum reynt að græja alla fjölskylduna inn í leikhúsið, eigum svo hæfileikaríka maka. Þórdís Elva, unnusta mín, þýddi síðustu sýninguna okkar yfir á ensku, Jóhanna Helga Þorkelsdóttir, eiginkona Sveins Ólafs, hefur séð um leikskrá og ljósmyndun svo eitthvað sé nefnt og Eva Vala Guðjónsdóttir, eiginkona Bergs, séð um leikmyndir og búninga í öllum fjórum sýningum GRAL. Að vísu vantaði nokkra Gralverja í boðið en það geta ekki alltaf allir mætt. Þeir verða bara að lesa um það í Morgunblaðinu af hverju þeir misstu,“ segir Víðir og hlær. Uppskriftina að svínalundunum fékk Víðir hjá tengdamóður sinni og segir réttinn hafa slegið í gegn. Bergur og Eva sáu um að koma með for- réttinn en þau leituðu í smiðju matarbloggarans Drafnar Vilhjálmsdóttur og prófuðu uppskrift að sashimi með avókadó og mangó í ponzusósu sem þau gert nokkrum sinnum áður. Eftirrétturinn er einfaldur en einkar bragðgóður og hnetusmjörskonfektið setti þar punktinn yfir i-ið. „Ég mæli með því að fólk hafi börnin með þegar það hittist til að snæða saman, það er ekkert mál ef það er ekki byrjað of seint. Við hittumst klukkan sex og allir voru farnir heim að svæfa klukkan níu, mánudags- kvöldin geta orðið mun skemmtilegri svona,“ segir leikarinn að lokum. Eva Vala fylgist með Sólveigu aðstoða dætur sínar, Evu Ionu og Emily Rún Mal- ey, við að matast en forrétturinn hitti í mark hjá ungum sem öldnum. Gaman í eldhúspartíi. Bergur Þór heldur á Emily Rún og Þórdís Elva er með son sinn Hafliða Frey í fanginu. MATARBOÐ OG BÖRNIN MEÐ Svínalundir á mánudegi * „Ég mæli meðþví að fólkhafi börnin með þegar það hittist til að snæða sam- an, það er ekkert mál ef það er ekki byrjað of seint.“ Á MÁNUDAGSKVÖLDI HITTUST NOKKRIR LEIKARAR MEÐ FJÖLSKYLDUR SÍNAR, ELDUÐU SVÍNALUNDIR, SASHIMI OG GUÐDÓMLEGAN EFTIRRÉTT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Eftirrétturinn undirbúinn. Blanda af hnetusmjöri, hlynsírópi og suðusúkkulaði hefur hér verið fryst í litlu kökuformi og er skorið í bita. Systkinin Birnir Dalli og Kolbrún Jóhanna eru börn Sveins og Jóhönnu en á móti þeim situr Emily Rún dóttir Sólveigar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.