Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Menning É g byrjaði um tvítugt og er að verða 87 ára. Þetta er því orðinn ansi góður tími sem ég hef haft til að leika mér við ýmislegt,“ segir Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, glettnislega þegar við göngum um stóra salinn í Hafnarborg þar sem er verið að setja upp yfirlitssýningu með verk- um frá hennar langa og fjölbreyti- lega ferli. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 15, og kallar Rúna hana „Dvalið hjá djúpu vatni“. Nafnið sækir hún til fyrstu útgáfu Tímans og vatnsins eftir Stein Steinarr. „Bókmenntir hafa alltaf haft mikil áhrif á mig, ég hef verið bókafíkill frá fjögurra ára aldri. Enda var ég alin upp á miklu bókaheimili,“ segir hún. „Móðir mín var rithöfundur, Ragnheiður Jónsdóttir, pabbi þýddi og var mjög góður íslenskumaður. Allar nýjustu barna- og unglingabæk- urnar voru bornar heim og ég las og las.“ Rúna bætir við að í seinni tíð hafi hún snúið sér sífellt meira að ljóðum. „Þau eru svo tengd myndlistinni,“ segir hún. „Fágunin í ljóðinu og þetta knappa form höfða til mín, sem og heimspekin.“ Hún segir að undanfarið hafi eitt ljóða Stefáns Harðar Grímssonar veitt sér mikinn innblástur. „Það heitir því undarlega nafni „Á tím- um vorbjölludýra“. Þar segir: Njótum þess morgunglöð / að vill- ast rétta leið!“ Þetta finnst mér stórkostlegt.“ Við kunnum ekki neitt Við Rúna höfum leiðst út í tal um bókmenntir þegar erindið var að ræða um myndlist hennar. En vissulega kom hún líka að bóka- gerð, skrifaði barnabókina Rauðu fiskana og myndskreytti margar bækur til, meðal annars bækur eftir móður sína. Á sýningunni eru elstu verkin síðan um 1940 en þau nýjustu frá þessu ári. Gegnum tíð- ina hefur Rúna unnið að list- sköpun sinni með margvíslegum hætti. Má þar nefna skreytingu leirmuna, myndir málaðar á stein- og postulínsflísar og efnismikinn japanskan pappír, fyrrnefndar bókaskreytingar og auglýsinga- gerð, auk þess sem hún vann margar veggmyndir fyrir opinber- ar byggingar, gjarnan í samstarfi við Gest Þorgrímsson, eiginmann sinn, en hann lést fyrir tíu árum. Þau voru frumkvöðlar í leirlist hér og stofnuðu leirbrennsluna Laug- arnesleir árið 1947. „Þessir elstu gripir hér eru frá Laugarnesleir,“ segir hún og bend- ir á leirmuni sem Gestur renndi en hún málaði. Fyrst með abstrakt formum en síðan fóru mannverur að birtast á gripunum og er Rúna hvað þekktust fyrir þá fígúratífu nálgun. „Við kunnum ekki neitt þegar við byrjuðum í leirnum,“ segir hún og brosir. „Við höfðum ekki einu sinni komið inn á ker- amikverkstæði. En bjartsýnin var svo mikil. Gestur smíðaði sjálfur fyrsta brennsluofninn og lét smíða rennibekk eftir sinni teikningu; svo var bara baslað og unnið.“ Leirverkstæðið stofnuðu þau við komuna heim frá námi í Kaup- mannahöfn; þurftu að afla sér tekna. „Við vorum komin heim með mánaðargamalt barn og á hverju áttum við að lifa? „Búum til leir- muni,“ sagði Gestur. Við vissum ekkert út í hvað við vorum að fara, en það tókst. Maður fer ekki út í list án þess að vera bjartsýnn! Við vorum bara með Laugarnes- leir frá 1947 til 1952, þá hættum við. Þá var farið að flytja mikið af alls kyns dóti til landsins. Annars náðum við að lifa á þessu. En eftir sextán ár byrjuðum við aftur.“ – Hvers vegna? „Okkur langaði svo mikið til þess. Ég suðaði.“ Aftur hlær Rúna glaðlega. „Mig langaði alltaf til að byrja aftur og vinna þá með stein- leir. Mér þótti alltaf gaman að vinna með leirinn.“ Í byrjun var Rúna undir áhrif- um af suðuramerískum leirverkum í skreytingunni. „Sjáðu,“ segir hún og bendir á skrautvasa frá fyrstu árum Laug- arnesleirs. „Hérna er skreytingin geómetrísk og stíliseruð en ég hafði tilhneigingu til að vinna fíg- úratíft. Þetta verður léttara hjá mér með árunum, þegar fígúrurn- ar koma fram. Þetta þjálfar mað- ur. Ég held að það sjáist hjá mér, og ekki síst á seinni árum, áhrif frá módernískum skúlptúr. Ég var til dæmis mjög hrifin af Jean Arp með sín organísku form.“ Listinni ekki sýnd virðing Rúna og Gestur unnu líka saman að opinberum verkum. „Það gekk mjög vel enda vorum við þraut- þjálfuð í að vinna saman. Okkar stærsta samvinnuverkerfni var myndin á íþróttaleikvanginum í Laugardal. En hún var tekin niður þegar byggingunni var breytt og ekki virðist gert ráð fyrir að hún sé sett upp aftur.“ – Hvar er það fallega verk nú? „Niðurpakkað í kassa. Það olli mér vonbrigðum. Mér þótti þetta skemmtilegt verk. Ég teiknaði og skissaði og Gestur vann það í leir. Annað verk gerðum við í Ólafs- vík, líka á íþróttahús, og það var líka tekið niður þegar gera þurfti við vegginn. En það var svo óhönduglega gert að verkið var eyðilagt. Stundum er ekki nógu mikil virðing borin fyrir listinni.“ Bara að kalla myndir fram Einn hluti sýningarinnar er helg- aður vinnu Rúnu fyrir Bing & Grøndahl-postulínsfyrirtækið, það hófst eftir að það framleiddi kunna þjóðhátíðarplatta hennar. Þá eru í sýningarkössum dæmi um afar persónulegar bókaskreytingar. „Ég myndskreytti nokkuð marg- ar bækur og þótti það skemmtileg vinna, þegar ég fékkst loks til þess. Mamma var búin að reyna mikið til að fá mig til þess en kannski hafði ég ekki trú á sjálfri mér fyrr en blessunin hún Bar- bara Árnason hvatti mig til þess, alveg óskaplega fallega.“ Mörg verkanna eru á pappír. „Síðustu árin hef ég eingöngu unnið á japanskan pappír, hann er bestur. Þetta er dýrðlegur pappír, handgerður, mismunandi grófur og gefur manni alls kyns inspíra- sjónir. Mínar nýjustu myndir eru allar gerðar á þennan pappír,“ segir Rúna og tekur upp óinn- rammaðar brúnar arkir með mjúk- um kvenmannsformum á og fugl- um. Kemur þessi myndheimur auð- veldlega til hennar? „Já, já, það þarf bara að kalla myndirnar fram, þær koma alltaf, gegnum vinnuna. Ég sest niður og byrja að teikna, þá kviknar alltaf eitthvað.“ – Gjarnan myndir af konum. „Já, eru þær ekki almerkileg- astar!“ Hún hlær. „Það er eitthvað við þessi jarðbundnu og fallegu form. Svo eru hér fuglar, náttúran. Stundum hef ég líka unnið í ab- strakt form.“ Eðlilegt er að spyrja Rúnu að lokum hvort hún sé sívinnandi. „Já, já, þegar ég er ekki að lesa. Ég geri eitthvað á hverjum degi. Ég var alin upp við að það yrði að vinna, eins og Guðmundur segir í Sjálfstæðu fólki: Ég verð að fara að gera eitthvað … Ég er alin upp við það, nema lestur var aldrei talin til iðjuleysis. Lestur var líka vinna, sem betur fer.“ „Ég geri eitthvað á hverjum degi. Ég var alin upp við að það yrði að vinna,“ segir Rúna. Hér er hún við verk sem hún vann í samvinnu við Bing & Grøndahl. Morgunblaðið/Einar Falur YFIRLITSSÝNING Á VERKUM RÚNU OPNUÐ Í HAFNARBORG „Bjartsýnin var svo mikil“ „MAÐUR FER EKKI ÚT Í LIST ÁN ÞESS AÐ VERA BJARTSÝNN,“ SEGIR RÚNA, SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, ÞEGAR HÚN RIFJAR UPP FYRSTU SKREF ÞEIRRA GESTS ÞORGRÍMSSONAR Í LISTINNI SEINT Á FIMMTA ÁRATUGNUM. „ÉG SEST NIÐUR OG BYRJA AÐ TEIKNA, ÞÁ KVIKNAR ALLTAF EITTHVAÐ,“ SEGIR HÚN. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Rúna málar á vasa sem Gestur renndi í Laugarnesleir, árið 1947. Í sýningarkössum gefur meðal annars að líta bókaskreytingar Rúnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.