Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 16
*Haustið er með eindæmum fallegt í Toronto í Kanada þar sem hitastig fer nú lækkandi »18Ferðalög og flakk Á dögunum lögðum við skötuhjúin leið okkar í fyrsta sinn í sænsku sveitasæl- una að hausti og maður varð ekki svikinn; haustlitirnir lita umhverfið sérlega fallegum litum hér á Skáni. Dýralífið er í blóma; bambar, froskar, fiskar, fasanar og hérar, að ógleymdum öllum fuglunum, sem skoppa um á hlaðinu. Eplatréð í garðinum svignar undan fullþroska aldinum á „prime time“ og er ekki annað í boði en að laga sér eplaköku úr þessari „heimaræktun“. Svo er skemmtilegt sveitaandrúmsloftið sem er ríkjandi; eggin sækir maður til bónd- ans í nágrenninu og á þessum árstíma, þegar hrekkjavakan liggur í loftinu, er auðvelt að ná sér í heimaræktuð grasker hjá graskersbóndanum í næsta þorpi. Er skemmtilegt að skera út andlitin í þau og láta lýsa upp næturrökkrið. Stjörnubjartur himinn á hverju kvöldi fullkomnar síðan alveg dvölina. Him- neskt afslappelsi – hingað er gott að koma og njóta út í eitt! Haustkveðjur, Aldís Guðmundsdóttir Sænska sveitasælan í Österlen á Skáni skartar sínu fegursta í haustlitunum. Glæný uppskera, beint af trénu. Haust í sænskri sveit Bjarni og Aldís með „útilampann“. PÓSTKORT F RÁ ÖSTERLE N B uguð af sorg réðst hin vellauðuga Sarah Winchester, ekkja samnefnds rifflaframleiðanda, í endurbætur á bóndabæ í San Jose árið 1884. Fyrir lá í upphafi að framkvæmdirnar áttu engan enda að taka. Miðill hafði upplýst ekkjuna um að andar framliðinna, sem látist höfðu af völdum skota úr rifflum fjölskyldufyr- irtækisins, hefðu verið að verki þegar bæði eiginmaður hennar og einkabarn létust með nokkurra ára millibili. Fylgdu þau skilaboð að þeir myndu leyfa ekkjunni sjálfri að lifa svo lengi sem hún hefðist strax handa við byggingarframkvæmdir og héldi viðstöðulaust áfram allt til dauðadags. Fylgdi hún þessum boðum í einu og öllu. Tilgangslausir stigar, hurðir og gluggar Næstu áratugi voru á annan tug smiða í fullri vinnu við að breyta stöðugt húsi ekkjunnar, aldrei þó eftir teikningum arkitekta. Hús- freyjan gaf sjálf fyrirmæli um allar breytingar – að eigin sögn eftir að hafa „ráðfært“ sig við andana að næturlagi. Þegar Sarah lést árið 1922 höfðu framkvæmdirnar staðið stöðugt yf- ir 38 ára tímabil. Aðeins var gert örstutt hlé í kringum jarðskjálftann sem skók Kaliforníu árið 1906 og eftirskjálfta. Þegar hún lést voru herbergi hússins orðin 160 talsins, í ótal viðbyggingum, með fjölda stiga upp í loft, hurðum sem ekkert leiddu og gluggum sem birta náði aldrei til. Húsið var fljótlega opnað sem safn fyrir almenning og hefur notið mikilla vinsælda sem slíkt síðan, ekki síst í kringum hrekkjavökuna. Er það ekki síst fyrir óhefðbundinn arkitektúrinn auk ýmissa fágætra muna húsfreyjunnar sem þar gefur að líta. Elínborg Baldursdóttir, skrifstofustjóri á Þjóðminjasafninu, bjó um margra ára skeið í Kali- forníu og heimsótti Winchester Mystery House oft. „Það er ekki bara að húsið sé mjög óvenjulegt heldur er þar líka margt að sjá. Sarah átti t.d. marga fallega muni sem eru þar til sýnis svo sem mikið safn óhemju verðmætra Tiffany-glermuna, sem gaman er að skoða. Þá eru húsið og saga þess stórmerkileg út af fyrir sig,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Enn í dag er Winchester-húsið í Heimsmetabók Guinness fyrir þær heimilisumbætur sem tekið hafa lengstan tíma í veröldinni. Viðurkennt „draugahús“ og talan 13 Sumir halda því fram í dag að enn megi kenna reimleika í húsi ekkj- unnar. Er það m.a. annað tveggja viðurkenndra „draugahúsa“ í Kali- forníu (hitt er í San Diego). Smærri atriði frá forlagatrú Söru Winchester eru heldur ekki til þess fallin að draga úr leyndardómum húss hennar. Talan „13“ er sem dæmi áberandi þar en ekkjan lagði mikið upp úr henni. Sem dæmi eru baðherbergin 13 talsins, 13 armar á ljósakrónum, 13 göt í niðurföllum, 13 rúður í glugga 13. baðherbergisins o.s.frv. Í þessu ljósi er vinsældir Winchester-hússins á hrekkjavökunni síst að undra. Þar verður merkja um forlagatrú og yfirskilvitleg fyrirbæri, í bland við gleði og sorgir mannskepnunnar, áþreifanlega vart.Hús Söru Winchester heitinnar. Birt með leyfi Winchester Mystery House, LLC. DULARFULLT DRAUGAHÚS RIFFLAEKKJU Í KALIFORNÍU Ekkjan í hlekkjum andanna WINCHESTER MISTERY HOUSE Í TÖLVUMEKKUNNI SILICON VALLEY ER VINSÆLL ÁNINGARSTAÐUR FERÐAMANNA, EKKI SÍST Á ÞESSUM TÍMA ÁRS. AFAR ÓVENJULEGUR BYGGINGARSTÍLL EINKENNIR HÚSIÐ EN EINNA LÍKAST ER ÞVÍ SEM ÞAÐ HAFI VERIÐ BYGGT FYRIR DRAUGA – SEM ÞAÐ REYNDAR VAR Í VISSUM SKILNINGI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.