Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 39
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Gullhálsmen 14K, Zircon 22.000,- Gullhálsmen 14K, 5 punkta demantur 47.000,- Hálsmen 14K hvítagull, 8 punkta demantur 55.000,- Hálsmen 5 punkta demantur 57.000,- Eyrnalokkar 10 punkta demantur 48.000,- Gullhringur 14K, Rubin 98.000,- Gullhringur 14K, 5 punkta demantur 47.000,- Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit • Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu • Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí - sulforaphane ... náttúrulega yngri ! Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu túrmeric og selenium Fást í heilsubúðum og apótekum brokkoli.is Tvær á d ag! Verndaðu frumurnar þínar ! Jóhanna Sigurðardóttir setti svip sinn á stjórnmálalíf landsins alla sína tíð en ekki hafði ég hugmynd um, fyrr en ég las bókina Við Jó- hanna eftir Jónínu Leósdóttur, hvað einkalíf fyrrverandi forsætis- ráðherrans hafði verið storma- samt. Í nýútkominni bók skrifar Jónína Leósdóttir, eiginkona Jó- hönnu, um ástarsamband þeirra á áhrifaríkan og áhugaverðan hátt. Hvernig tvær giftar mæður urðu skotnar hvor í annarri, skildu við eiginmenn sína og lifðu „leynilífi“ til þess að kynhneigð þeirra myndi ekki koma niður á stjórnmálaferli Jóhönnu. Í bókinni er hægt að fá fína inn- sýn í liðinn tíma, sérstaklega í fatn- aði. Áður en ég las bókina hafði ég ekki velt fatastíl Jóhönnu Sigurð- ardóttur neitt sérstaklega fyrir mér en í bókinni lýsir Jónína á sjarmerandi hátt hvernig sú fyrr- nefnda klæddi sig gjarnan. Hún lýsir drögtunum hennar og hvern- ig hún klæddi sig af öryggi. Hafði Jóhanna svo mikil áhrif á Jónínu að áður en hún vissi af var hún sjálf komin með alvöru skjalatösku úr leðri sem þótti heldur betur stöðu- tákn fyrir kvenfrelsi í kringum 1985. Þegar ég fór að grúska í mynda- safni Morgunblaðsins áttaði ég mig á því að Jóhanna hafði alger- lega tollað í tískunni. Hárið var alltaf blásið og gleraugun á sínum stað en þau fylgdu algerlega ráð- andi tískustraumum hverju sinni. Stundum var hún með risastór gleraugu og stundum voru þau minni. Árið 1983 voru konurnar á al- þingi myndaðar í garði alþing- ishússins og má sjá glögglega hvað þótti það alsmartasta á þeim tíma. Þar voru Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Ragn- hildur Helgadóttir, Jóhanna Sig- urðardóttir og Salóme Þorkels- Jakkar Jóhönnu eru eins og klæð- skerasniðnir inn í hausttískuna 2013. Konur á þingi. Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín Kvaran, Kolbrún Jónsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Salóme Þorkelsdóttir. Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson. „Minn tími mun koma“ Jóhanna Sigurðardóttir í „retro-glam“ teinóttri dragt ásamt Jóni Sigurðssyni. dóttir allar í pilsum með A-sniði sem náðu niður fyrir hné, nema Margrét Frímanns – hún var í síð- buxum. Í myndasafninu sást Jóhanna gjarnan í köflóttum eða röndóttum jökkum og oftar en ekki var hún í hvítri skyrtu innan undir - svo ekki sé minnst á allar perlufestarnar. Hún átti myndarlegt dragtasafn og ýmist með buxum eða pilsum. Það merkilega við jakkana hennar Jó- hönnu er að þeir eru eins og klæðskerasniðnir inn í hausttísk- una 2013. Í dag myndi ég kalla þennan fatastíl „retro-glam“ og eins og nafnið gefur til kynna má vel vinna með hann. Sannleikurinn er sá að við kom- umst fæstar langt nema okkur liggi raunverulega eitthvað á hjarta og séum tilbúnar að leggja „allt“ á okkur til að komast þangað sem við ætlum okkur. Sem minnir mig á svölustu setningu fyrr og síðar sem rann upp úr Jóhönnu þegar hún tapaði fyrir Jóni Baldvini Hanni- balssyni í formannskjöri á flokks- þingi Alþýðuflokksins í júní 1994. Næst þegar allt fer í „fokk“ hjá þér skaltu bara hugsa til Jóhönnu – „Minn tími mun koma.“ Jóhanna 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.