Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2013 „Ég er ekki í stóru hlutverki, mesta lagi tveimur þáttum,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem bregður fyrir í nýjustu stiklu af þættinum True Detective sem beðið er með mikilli eftir- væntingu. Kapalstöðin HBO frumsýnir þættina í byrjun næsta árs og fara stórleikararnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson með aðalhlutverkin. Leika rannsóknarlögreglumenn sem eru á höttunum eftir raðmorðingja. „Þetta verður rosalega flott sería. Ég hlakka mikið til að sjá þetta,“ segir íslenski stór- leikarinn sem getur ekkert gefið upp um hlutverk sitt. „Ég get ekki svarað neinum svoleiðis spurningum – því miður. Ég get sagt að það var rosalega gaman að gera þetta. Þetta var tekið upp í New Orleans og var mikið ævintýri.“ Hann segir að Matthew McConaughey sé magnaður leikari og góður maður. „Hann er æðislegur, frábær leikari.“ Dökkur og drungalegur Ólafur Darri við það að horfa inn í sál McConaugheys í nýjustu stiklu þáttanna. STÓRLEIKARINN ÓLAFUR DARRI Í bandarískum spennuþætti True Detective er beðið með mikilli eftirvæntingu. Sylvester Stallone, leikari og leik- stjóri, opnaði málverkasýningu í vikunni í Sankti Pétursborg en Stallone þykir nokkuð lunkinn með pensilinn. Sýningin heitir, Sylvester Stallone Painting From 1975 Until Today eða málverk Stallone frá 1975 til dagsins í dag. Var húsfyllir þegar Stallone opn- aði dyrnar að sýningunni og voru gestir og gangandi glimrandi ánægðir með verk stórleikarans, sem tilnefndur var á sínum tíma til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt og leikstjórn í fyrstu Rocky myndinni. Stallone þykir vera sýndur mik- ill heiður með því að fá að sýna verk sín í Rússlandi enda hafa sov- éskir óvinir oft verið í myndum hans. Nægir þar að nefna að hann hjálpaði Afgönum í Rambó II og í Rocky IV barðist hann við sovéska tröllið Ivan Drago. „Ef þessi heimsókn mín truflar einhvern verður það svo að vera,“ sagði Hollywood-leikarinn í troð- fullu galleríinu. Myndir hans standa við hlið Jean-Michel Bas- quiat og Andy Warhol. Hann bætti því við að hann myndi frekar kjósa að vinna við myndirnar sínar með pensli frekar en að leika í þeim. Sýningin verður opin til 13. janúar 2014. FURÐUR VERALDAR Listrænn Stallone Myndin The Arena gerði Stallone af ungum Rocky Balboa. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Thorne Forrester úr The Bold and the Beautiful. Artúr Prins úr Shrek. Reynir Örn Þrastarson Lottó þulur. Fáðu Vodafone Guardian Ókeypis snjallsímaforrit fyrir alla foreldra í Google Play Skólabörn þurfa vinnufrið Með Vodafone Guardian getur þú lokað snjallsíma barnsins þíns á ákveðnum tímum dagsins. Allar upplýsingar um snjallsímaforritið má finna á vodafone.is/guardian Vodafone Góð samskipti bæta lífið H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.