Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 H vers vegna eru allir á Íslandi svona unglegir?“ spyr Indra Nooyi þegar hún heilsar mér í bakherbergi Þjóðleik- hússins. Ég hvái og lít aftur fyrir mig til að ganga úr skugga um að hún sé örugglega að tala við mig. Sannarlega. Ég hlæ vandræðalega enda hefur enginn slegið mér gullhamra af þessu tagi lengi. „Er það kuldinn eða loftið?“ heldur Nooyi áfram. „Ætli það sé ekki vatnið og fisk- urinn,“ segir Andri Þór Guðmundsson, for- stjóri Ölgerðarinnar, sem situr til borðs með okkur. Hann tekur af mér ómakið enda augljóst að ég er ennþá í of miklu uppnámi til að svara spurningunni. Nooyi brosir sínu breiðasta. Í ræðu sinni á hátíðarfundi Öl- gerðarinnar, í tilefni af hundrað ára afmæli fyrirtækisins, fyrr um daginn ræddi hún fjálglega um að stjórnendur fyrirtækja yrðu að hegða sér eins og þeir væru af holdi og blóði en ekki settir saman á verkstæði. Í orði sem á borði, það stafar hlýja frá þess- ari hávöxnu og brosmildu konu. Indra Nooyi er bæði stjórnarformaður og forstjóri PepsiCo, eins stærsta matvælafyr- irtækis í heimi og það sætir tíðindum að hún sé hingað komin. Ísland er agnarsmár markaður fyrir fyrirtæki sem veltir 7.800 milljörðum króna á ári og hefur um þrjú hundruð þúsund manns í vinnu. Hvers vegna ætli Nooyi hafi samþykkt að taka þátt í afmælishátíð Ölgerðarinnar? „Nú, mér var boðið,“ svarar hún hlæjandi. – En það er ekki sama hvernig það er gert? „Það er alveg rétt. Boðskortið var í raun myndband. Ákaflega vandað myndband, þar sem fyrirtækið og landið voru kynnt í máli og myndum. Þetta var ekki eins og hvert annað viðskiptaboð, það var persónulegt og bræddi í mér hjartað. Þegar samstarfsaðili PepsiCo hefur metnað og deilir sýn okkar skiptir engu máli hvort hann er stór eða smár. Þess vegna vildi ég koma. Gat satt best að segja ekki beðið eftir að koma.“ Fyrsta „ósnortna“ landið – Þú talaðir mjög fallega um Ísland í ræðu þinni á hátíðarfundinum og veist greinilega sitt af hverju um okkur. Hvaðan kemur þessi áhugi? „Eldri dóttir mín er við nám í umhverfis- vísindum og jarðfræði og hefur dvalist við bergrannsóknir bæði á Íslandi og Græn- landi. Hún hefur talað mjög fallega um þessi lönd, ekki síst hreinleika þeirra og el- ur þá von í brjósti að enginn spilli þeim. Hún notar orðið „ósnortið“ um Ísland og ég minnist þess ekki að hafa komið til slíks lands áður. Ég var ekki fyrr komin hingað en dóttir mín hringdi til að spyrja hvernig mér litist á og ég svaraði um hæl að ég fyndi strax muninn á loftinu og umhverfinu. Ég hef heldur aldrei sótt fámennari þjóð heim. Það er umtalsverður munur á Íslandi og Indlandi í því tilliti.“ – Það er önnur tenging, en í ævisögu þinni kemur fram að þú sért fædd daginn sem Halldór Laxness hlaut Nóbels- verðlaunin í bókmenntum. „Það er ótrúleg tilviljun. Ævisagan er raunar ekki skrifuð með mínu samþykki, þannig að þessi tenging er ekki frá mér komin. Ef til vill er ég Halldór Laxness endurborinn?“ segir hún hlæjandi. „Ég verð þó að viðurkenna að ég hef ekki lesið neitt eftir hann. Vonandi á ég það eftir.“ Á undan okkar samtíð – Snúum okkur þá að PepsiCo. Þú varst með mjög skýra sýn fyrir fyrirtækið þegar þú tókst við sem forstjóri og stjórnar- formaður. „Ég hafði unnið hjá fyrirtækinu í ellefu ár og þekkti það eins og lófann á mér. Hafði þess utan komið að ýmsum stórum ákvörðunum áður en ég varð forstjóri, svo sem kaupunum á Tropicana og Quaker Oats. Allt var það gert með sama markmið að leiðarljósi, að auka áhersluna á heilsu- samlegri vörur. Stefnan lá fyrir, það þurfti bara að skerpa á henni og láta heimsbyggð- ina vita. Þetta verkefni kom í minn hlut og þegar ég lít til baka sé ég að við vorum lít- ið eitt á undan okkar samtíð. Þessar áherslur eiga ennþá betur við nú en þá. Þegar ég ferðast vítt og breitt um heim- inn sé ég að samstarfsaðilar okkar eru að gera þetta líka, hver með sínu lagi. Það gleður mig. Þetta snýst ekki um það hvern- ig risafyrirtæki eins og PepsiCo eyða sínum peningum, heldur hvernig þau afla þeirra. Því ábyrgari sem starfsemin er þeim mun betra.“ – Frammistöðuloforð PepsiCo til fjárfesta er að leggja hart að sér til að skila af sér stöðugum hagnaði á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Þið vinnið út frá hugmyndafræðinni „frammistaða með tilgang“. Er þetta lykil- atriði? „Algjörlega. Frammistaðan er upphaf og endir alls. Við erum skráð fyrirtæki og hlut- hafarnir krefjast þess að við stöndum okkur og skilum þeim arði. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert. Það að huga að umhverfinu og vera félagslega meðvitaður þarf alls ekki að koma niður á rekstrinum. Þvert á móti er það vænlegra til árangurs, sérstaklega til lengri tíma. Það er alltént mín sannfæring. Það má heldur ekki gleymast að fyrirtæki er ekki bara tæki og tól. Það er starfsfólkið sem dregur vagninn – hin eiginlega auðlind. Án frábærs starfsfólks er fyrirtæki einskis virði. Þess vegna leggjum við hjá PepsiCo svo mikið upp úr mannlega þættinum.“ Við erum engin barnfóstra – Er þetta skýringin á því að PepsiCo hefur vaxið og dafnað á sama tíma og heilsuvitund fólks hefur aukist til muna? „Það er þessum umskiptum að þakka. Í stað þess að framleiða bara munaðarvöru erum við í auknum mæli farin að framleiða heilsusamlegar vörur. Markmið PepsiCo er að framleiða munaðarvörur sem bragðast vel og líka heilsuvörur sem bragðast vel. Valið er neytandans. Vilji hann borða eða drekka heilsusamlega eigum við vöruna og vilji hann gera vel við sig eigum við líka vöruna. Það er okkar hlutverk að framleiða og kynna vöruna, síðan tekur neytandinn við. Við erum engin barnfóstra.“ – Vestur-Evrópa hefur lengi verið helsta vígi höfuðandstæðings Pepsi á gosdrykkja- markaði. Sérðu það breytast í náinni fram- tíð? „Skoðaðu bara vöruúrval okkar og berðu það svo saman við vöruúrval keppinautarins. Pepsi býður upp á fjöldann allan af drykkjartegundum og áherslan verður sífellt meiri á sykurlausa drykki um heim allan. Kaloríum hefur fækkað. Markaðurinn krefst þess. Fyrirtæki sem einblína á sykraða drykki eiga ekki mikla framtíð fyrir sér. Það blasir við. Styrkur C-drykkjarins gæti því orðið dragbítur á honum til lengri tíma litið. Við höfum á hinn bóginn lagað okkur skipulega að þörfum markaðarins og erum fyrir vikið fyrirtæki framtíðarinnar. Það get- ur verið erfitt að gera breytingar meðan vel gengur og á vissan hátt hefur það verið auðveldara fyrir okkur en helsta keppnaut- inn. Hann hefur verið stærri og þar af leið- andi þurft að heyja varnarbaráttu meðan við höfum sótt á. Þess vegna er aðlög- unarhæfni okkar meiri.“ Við erum framtíðin INDRA NOOYI, FORSTJÓRI PEPSICO, SEGIR SAMFÉLAGSLEGA ÁBYRGÐ, HEILSUSAMLEGRI VÖRUR OG SÍÐAST EN EKKI SÍST GAMLA GÓÐA HJARTAÐ BEITTASTA VOPNIÐ Í BARÁTTUNNI GEGN „HINUM COLA-DRYKKNUM“ Á HEIMSVÍSU. NOOYI VAR HEIÐURSGESTUR Á HÁTÍÐARFUNDI ÖLGERÐARINNAR Á FÖSTUDAGINN Í TILEFNI AF ALDARAFMÆLI FYRIRTÆKISINS. HÚN HEILLAST AF LANDI OG ÞJÓÐ OG VELTIR FYRIR SÉR HVORT HÚN SÉ NÓBELSSKÁLDIÐ ENDURFÆTT. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Indra Nooyi er þekkt fyrir persónulega nálgun og stíl í starfi. Á hátíðarfundinum var upplýst að hún ritaði foreldrum starfsmanna meira að segja bréf til að þakka fyrir framlag þeirra. Spurð út í þessa venju sína sagði hún að þetta hefði byrjað eftir að hún sá áhuga móður sinnar á að segja frá því hversu farsæl hún væri. Sagði hún að þegar hún væri í heimsókn hjá móður sinni væri henni alla jafna stillt upp sem einskonar gluggaskrauti fyrir hemsóknir ættingja, sem jafnan hrósuðu svo móður hennar fyrir að hafa staðið sig svona vel í uppeld- inu. Nooyi sagði að þar hefði hún áttað sig á því hversu mikilvægt það væri fyrir foreldra að fá viðurkenningu á því hvernig börnin þeirra væru að standa sig. Oftast fengju þau ekki neinar upplýsingar um árangur barnanna sinna í námi eða starfi eftir 18 ára aldurinn. Eitt lítið bréf, þar sem hlutverk og mikilvægi starfsmannanna væri til umfjöllunar, gerði því oft á tíðum mjög mikið fyrir foreldrana og það skilaði sér venjulega til starfsfólksins, enda segja flestir að foreldrar séu mestu áhrifavaldar í lífi þeirra. Svo sló hún á létta strengi: „Það besta við þessi bréf, sem foreldrarnir fjölrita gjarnan eða hengja upp á vegg, er svo auðvitað það að halli starfsmennirnir einhvern tíma orði á mig er foreldrunum að mæta.“ thorsteinn@mbl.is/orri@mbl.is Móðurinni hrósað fyrir uppeldið Viðtal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.