Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 49
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 irbúning fyrir þetta verkefni, við þurftum t.d. að læra hvernig við ættum að halda okkur á lífi ef okk- ur yrði rænt, ef við yrðum skotnir, hvernig við ættum að bjarga fé- lögum okkar ef þeir yrðu skotnir. Og við fengum þjálfun í vopnaburði því þú þurftir að geta notað þau öll ef þú kæmist einn lífs af.“ Á fyrsta tökudegi í Afganistan féll einn her- mannanna sem Ross hafði rætt við, svo kaldur veruleikinn blasti við tökuliðinu frá fyrstu stundu. „Og við þurftum að halda áfram að vinna, með félögum hans sem voru nýbún- ir að missa þarna vin. Svo við lærð- um fljótt hvenær er best að þegja og bara fylgjast með. Og sætta sig við óvissuna. Það getur verið að allt sé með kyrrum kjörum og þú ert bara að fíflast með félaga þínum þegar hann fær skyndilega kúlu eða sprengjubrot í höfuðið og er horf- inn. Svona reynsla breytir þér fyrir lífstíð.“ Síðasta ferðin til Afganistan Á endanum gerði John yfir tíu þætti um margvíslegar hliðar stríðsins í Afganistan og fór því nokkuð marg- ar ferðir þangað á þremur árum. Síðasta ferðin var í desember 2010, til að gera þáttaröð fyrir BBC um sjálfboðaliða í varaliði breska hers- ins. „Þetta átti að vera síðasta myndin mín um Afganistan og í síð- ustu vikunni fylgdum við eftir sjálf- boðaliða að nafni George,“ segir John. Þegar ákveðið var að senda um 40 hermenn til að ráðast inn í þorpið Dakhtran, einn hvíldarstaða talibana, grátbað John um að fá að fara með í leiðangurinn því hann vantaði spennandi myndefni. Vegna reynslunnar sem hann hafði gaf liðsforinginn grænt ljós og John fékk því sæti í annarri þyrlunni sem flutti liðið að þorpinu um miðja nótt. „Við áttum allt eins von á því að tal- ibanarnir tækju á móti okkur um leið og við stykkjum úr þyrlunni en allt var með kyrrum kjörum. Í dög- un mjökuðum við okkur hægt og ró- lega inn í þorpið í litlum hópum. Allt var hljótt. Talibanarnir biðu bara rólegir meðan við gengum í gildruna.“ Ellefu manna hópur sem John var í beið átekta meðan annar hópur kannaði byggingarnar fram- undan. „Við lágum í grunnum skurði og biðum óratíma. Skyndi- lega tókum við eftir því að fólkið í þorpinu var byrjað að forða sér, mjög hljóðlega, með húsdýrin með sér. Þá vissum við að talibanarnir væru að setja sig í stellingar. Svo hófst skothríðin. Og hún beindist öll að þessum litla hópi sem ég var í.“ John kveikti á myndavélinni um leið og skothríðin hófst, til að mynda George við skyldustörf. „Hann var krjúpandi fyrir framan mig og ég lét vélina bara rúlla meðan hann hlóð og skaut til skiptis, til að verja mig og hina í hópnum.“ Fimm úr hópnum særðust innan tveggja mín- útna frá því að skothríðin hófst. „Ég lá endilangur í skurðinum og fannst eins og steinvala hefði lent í fæt- inum á mér, enda voru kúlurnar að lenda í jörðinni allt í kringum okk- ur, svo ég hélt bara áfram að taka upp. En svo tók George eftir því að mér blæddi og fór að búa um sárið.“ Þegar hinir hóparnir komu loks til aðstoðar var hægt að færa hina særðu upp úr skurðinum og tveir hermenn studdu John, sem þurfti að haltra þónokkra vegalengd út úr kúlnahríðinni til að komast í aðra af tveimur Black Hawk þyrlum sem stungu sér niður á átakasvæðið til að bjarga hinum særðu. „Ég var reyrður niður á börur inni í þyrl- unni og svo sá ég allt í einu jörðina þjóta hjá. Það tók aðeins átta mín- útur að fljúga með okkur til Camp Bastion. Þar var ég svo kominn á skurðarborðið innan fimm mínútna.“ Ekki af baki dottinn Þökk sé skjótum viðbrögðum og há- þróuðum meðferðum breska hersins við skotsárum, var hægt að bjarga fætinum á John og ekki nóg með það, heldur hefur hann hlaupið tvö maraþonhlaup síðan. „Ég hóf að hlaupa til að finna hvatningu í end- urhæfingunni. Meiðslin há mér ekk- ert meðan ég gæti þess að gera ákveðnar æfingar og vera í formi. Auðvitað tók þetta á andlega, ég fékk martraðir og maður skoðar líf sitt vandlega við svona atburð. En svo heldur maður bara áfram, ég var ég mættur í vinnuna sex mán- uðum síðar.“ Svo John er ekki af baki dottinn, fróðleiksþorstinn er hvergi slokknaður. Hann segir þó heimildarmyndaformið ákveðnum takmörkunum sett. „Mig langar að sýna ákveðnar hliðar stríðsins og tjá mig um það á þann hátt að ég get ekki notað heimildarmyndir til þess lengur,“ segir John og viðurkennir að hann sé þegar byrjaður að skrifa kvikmyndahandrit, með söguþræði sem byggir á raunverulegum at- burðum í Afganistan. „Eftir allt sem ég hef upplifað er svo margt sem mig langar að segja um þetta stríð, og stríð yfirhöfuð. Ég held að það verði ekki gert nema með leikinni mynd.“ Matarhlé við tökur í Afganistan: John nýtur útsýnisins yfir Tora Bora hellasvæðið, þar sem Osama bin Laden var í felum. John Conroy er svo kappsamur og forvitinn að hann hikar ekki við að fórna dágóðum tíma af lífi sínu til að upplifa hluti sem hann getur skil- að til annarra á myndum. John er verðlaunaður heimildarmyndagerðarmaður og framleiðandi í Bretlandi, hlaut m.a. BAFTA-verðlaun fyrir þætti um glæpagengi í Suður-Afríku, Kólumbíu og Bandaríkjunum en hefur einnig gert mynd um flugslysið í Buenos Aires 1999, friðun jagú- arsins og nokkrar þáttaraðir um stríðið í Afgan- istan. Þá var mynd hans um veitingamann sem reyndi að standa uppi í hárinu á Al-Shaab- samtökunum í Mogadishu tilnefnd til One World Media-verðlaunanna í ár. Þessa dagana leggur John lokahönd á mynd um fjöldamorð á námuverkamönnum í Suður-Afríku.www.jo- hnconroy.com Handhafi BAFTA- verðlaunanna John endurnýjaði kynnin við Amazon frumbyggja þegar hann sneri aftur til að gera mynd um jagúarinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.