Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Ljósmyndasýning Daníels Þ. Magnússonar, Glossolalia, verður opnuð í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í dag, laugardag, klukkan kl. 14. Heiti sýningarinnar merkir „að tala tungum í sjálfsefjandi ástandi. Sá sem talar tungum telur sig vera að miðla orðum guðlegs tungumáls líkt og listamaður telur sig fást við rök hins listræna sannleika“. Nafnið valdi Daníel, sem kunnur er fyrir myndverk í ólíka miðla, þar á meðal lágmyndir og húsgögn, þar sem ljósmyndunum á sýningunni er ekki ætlað að vera einstök frásögn með heildarsvip held- ur er hvert verk einungis fulltrúi fyrir sjálft sig. Myndirnar eru sýnishorn og brot, þær eru sérviskulegt val og upphafið merkingarleysi þegar þeim er stillt upp saman. GLOSSOLALIA Í GERÐUBERGI DANÍEL SÝNIR Hluti einnar myndar Daníels Þ. Magnússonar á sýningunni. Hann segir þær vera sýnishorn. Þórður Hall og Kristbergur Ó. Pétursson – áhugamenn um virkjun ljóssins í listinni. Samsýning myndlistarmannanna Þórðar Hall og Kristbergs Ó. Péturssonar var opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar, í Duushúsum, í gær. Sýninguna kalla þeir Endurfundi og eru sýnd á henni ný olíumálverk. Báðir eiga listamennirnir sterkar rætur í því náttúrulega umhverfi sem þeir eru sprottnir upp úr, Þórður í reykvísku landslagi á mörkum byggðar og óbyggðar, Kristbergur í myrku og hrikalegu hraunlandslaginu í Hafn- arfirði, þar sem ljósið er lífgjafi. Báðir hafa verið virkir í heimi myndlistarinnar um lang- an tíma og eru vel þekktir málarar. Sýning- arstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. ÞÓRÐUR OG KRISTBERGUR ENDURFUNDIR Í sjöunda himni er yfir- skrift tónleika Léttsveitar Reykjavíkur í Háskólabíói í dag, laugardag, og hefjast þeir klukkan 16. Á tónleikunum verður lagavalið fyrst og fremst á léttum nótum. Mörg vin- sælustu lög sænsku hljóm- sveitarinnar ABBA verða í aðalhlutverki og munu þekktir og fjölbreytilegir Eurovisonsmellir einnnig hljóma. Einsöngvari með kórnum verður Hera Björk Þórhallsdóttir. Stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur er Gísli Magna en píanóleikari og stjórnandi hljóm- sveitar Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Hljóm- sveitina skipa auk Aðalheiðar og Tómasar R. Einarssonar, sem spilar á bassa, þeir Snæ- björn Gauti Snæbjörnsson og Garðar Eð- valdsson saxófónleikarar og Scott McLe- more sem leikur á slagverk. TÓNLEIKAR LÉTTSVEITARINNAR ABBA OG SMELLIR Hera Björk Þórhallsdóttir Erla Wigelund Kristjánsson, ekkja tónlistarmannsins KristjánsKristjánssonar, leiðtoga hins rómaða KK sextetts, hefur af-hent Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi allar útsetningar hljómsveitarinnar. Um er að ræða handrit af hundruðum laga sem meðlimir hljómsveitar Kristjáns útsettu í gegnum árin. Þá má, að sögn Bjarka Sveinbjörnssonar forstöðumanns safnsins, finna í gögn- unum útgefnar nótur, erlendar og innlendar, af öllum helstu dæg- urlögum frá þeim tíma sem hljómsveitin starfaði. Einnig eru í safn- inu ýmis bréf og samningar hljómsveitarinnar. Segir hann þetta nótna- og gagnasafn vera merka heimild um starfsemi einnar vin- sælustu dægurhljómsveitarinnar sem starfaði á landinu um miðbik síðustu aldar. Einnig fékk safnið afhenta kvikmynd með KK-sextett frá 1947 sem nýverið kom í leitirnar og hefur nú verið hljóðsett. Bjarki segir safnið eiga með þessari gjöf talsvert af gögnum um dægurtónlist hér á landi um miðja síðustu öld. Fyrir var til að mynda í safninu nótnasafn Magnúsar Ingimarssonar. Þá hafi mikið verið gert í því að taka upp á myndbönd viðtöl við ýmsa tónlistar- menn, klassíska jafnt sem dægurtónlistarmenn, um starfsferil þeirra. „Svo er ég að ferðast um landið og tek upp á myndbönd viðtöl við fólk um menninguna í þeirra heimabyggð. Til að mynda ræddi ég við Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal og elsti viðmælandinn var 107 ára gömul kona. Hún fór með kvæði í áttatíu erindum fyr- ir mig,“ segir Bjarki. „Við söfnum öllu um íslenska tónmenningu. Við eigum til dæmis heilmikið nótnasafn með útgefnum íslenskum dægurlögum. Vita- skuld þarf að sinna þessu vel – hér er allt undir, og þessi viðbót úr fórum K.K. gefur okkur tengingu inn í starfsemi fyrstu stóru ís- lensku dægurhljómsveitarinnar.“ efi@mbl.is ÚTSETNINGAR KK-SEXTETTS Á SAFN Merk heimild um hljómsveit Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, og Erla Wigelund Kristjánsson, ekkja Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarstjóra. EKKJA KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR AFHENTI TÓNLIST- ARSAFNI ÍSLANDS ÚTSETNINGAR KK-SEXTETTSINS. Menning Þ etta er alíslensk latínmúsík, spiluð af Íslendingum,“ segir Tómas R. Einarsson bassaleikari um splunkunýjan disk sinn, Bassa- nótt. Á umslaginu gefur að líta teikningu af krókódíl sem plokkar glað- hlakkalegur bassa undir stjörnubjörtum himni. Með Tómasi leika á diskinum þeir Ey- þór Gunnarsson á píanó, Matthías M.D. Hem- stock á trommur og slagverk, Ómar Guð- jónsson á gítar, Samúel Jón Samúelsson á slagverk og básúnu og Sigtryggur Baldursson á kóngatrommur. Átta lög eru á diskinum og fagnar Tómas útgáfu hans, ásamt þessum sömu reyndu meðleikurum og tveimur sér- stökum gestum, Örnu Margréti Jónsdóttur söngkonu og Kára Hólmari Ragnarssyni bás- únuleikara, á tónleikum í Iðnó á miðvikudags- kvöldið kemur. Tómas hefur áður sent frá sér rómaða diska þar sem hann vinnur með hrynjandi sunnan úr Karíbahafi, og hefur hljóðritað þá þar að hluta. „Þessi nýja tónlist mín er sprottin af því að síðustu ár hef ég verið að skoða fyrirbæri sem kallast á spænsku „montuno“, ryþma- mynstur sem leikin eru á píanó og gítar í lat- íntónlist; tveggja takta mynstur sem eru sí- endurtekin og læsa sig saman við slagverkið og bassann,“ segir hann og bætir við að hann hafi dáðst að þessum mynstrum síðan hann byrjaði að hlusta á þessa músík. Hún sé afar dillandi og „montúnóinn“ glæði hana miklum danstakti. „Ég hef verið að æfa þetta á bassann og það hjálpaði mér að skilja tónlistina betur en áður. Á þessari vegferð spratt músíkin á disk- inum. Þótt það kunni að virðast þjóðmenningarleg svik að norrænn maður sé að leggjast í þessi bít, þá get ég bara ekki hamið mig þegar þau eru annars vegar,“ segir hann brosandi. Tómas segir lögin, sem blaðamanni þykja bæði taktföst og hrífandi, hafa orðið til á löngum tíma. „Þótt segja mætti að ég sé virkari en margur við lagasmíðar, þá sprettur þetta sjaldnast alskapað út úr höfðinu. Eins og fíll- inn geng ég lengi með. Ég krota mikið í, svo ég tali eins og rithöfundur, þannig að þetta er varla þekkjanlegt miðað við það sem fyrst varð til, þegar þetta er endanlega komið niður á blað. Gagnrýnandinn Tómas rakkar oft nið- ur lagahöfundinn Tómas.“ Eiturgrænt bassadýr Sigtryggur hefur ekki leikið áður á plötu hjá Tómasi, þótt þeir hafi mæst í hljóðversverk- efnum annarra, en „hinir eru allir menn sem ég hef hitt áður!“ segir Tómas þegar haft er á orðið að meðleikararnir blómstri í þessum ópusum hans. „Ég er á einhverjum jaðri milli latíntónlistar og latíndjass á þessum diski, sennilega nær latíndjassinum, altént í þeim skilningi að þar fá menn að sprikla á hljóð- færin. Ég fæ með mér menn sem ég treysti og dáist að, og vil að þeir blómstri og gefi af sér. Þeim mun betur sem menn ná að rífa úr sér hjartað, þeim mun ánægðari er ég með plötur. Og það gera félagar mínir svikalaust á þessum diski.“ Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Tómas R. er þá ekki eins og krókódíllinn með bass- ann á myndinni, og glefsar í menn sem und- irgangast ekki aga? „Nei nei, ég er enginn krókódíll, enda er þetta ekki vanalegur krókódíll heldur eit- urgrænt bassadýr sem lýtur ekki lögmálum krókódíla.“ Tómas hefur um árabil komið víða við í ís- lensku tónlistarlífi, og ekki bara í djassinum þar sem hann er einn okkar helstu tónskálda og hljóðfæraleikara. „Það gildir um nær alla sem eru í tónlist hér að þótt þeir hafi það að meginhugsjón að spila sína tónlist, hljóðrita hana og gefa út, þá dugir stærð samfélagsins ekki til þess að þeir geti gert það eingöngu. Menn grípa því í eitt og annað, eins og þarf. Mér er ekki vandara um en kúbanska bassasnillingnum Cachao, sem lifði á því þegar hann bjó áratugum sam- an á Flórída, kúbanskur útlagi, að leika í brúðkaupum og fermingaveislum. Sem betur fer náði hann góðu frægðarskeiði á níræð- isaldrinum. Þetta lögmál gildir um flest okkar á klak- anum og allt í lagi með það – svo fremi að maður geti haft hitt sem viðmið í lífinu. Mað- ur kynnist fleira fólki fyrir vikið.“ Haugur af ungum djassleikurum Tómas segir ekki hafi verið hlaupið að því að ná hljómsveitinni saman fyrir útgáfu- tónleikana; þetta hafi nánast verið eina dag- setningin til áramóta sem kom til greina. Því verði ekkert tónleikaferðalag á þessu ári. „Nú seinna í nóvember förum við Ómar og Matt- hías og leikum á djasshátíð í París og í fram- haldinu víðar í Frakklandi. Á sama tíma verð- ur Sigtryggur í Japan og Eyþór á nokkurra vikna tónleikaferðalagi með Mezzoforte. Við förum því sem tríó til Frakklands en leikum sem kvartett því þar spilar með okkur ís- lenskur píanóleikari, Kristján Martinsson, sem er þar í framhaldsnámi. Hann er einn af þessum ljóngáfuðu músíköntum sem hafa ver- ið að koma fram.“ Eigum við marga góða unga djassista? „Það er haugur af góðum ungum djassleik- urum.“ Er samkeppnin við bassadýrið að aukast? Tómas brosir. Segir síðan: „Ég er flink- astur af öllum í að spila mína músík! Þeir eru ekki farnir að þrengja að mér þar. En ég segi eins og menn í business: Ég fagna allri sam- keppni.“ AFBRIGÐI AF LATÍNDJASSI HLJÓMAR Á NÝJUM DISKI TÓMASAR R. EINARSSONAR „Er flinkastur af öllum í að spila mína músík“ „ÞÓTT ÞAÐ KUNNI AÐ VIRÐAST ÞJÓÐMENNINGARLEG SVIK AÐ NORRÆNN MAÐUR SÉ AÐ LEGGJAST Í ÞESSI BÍT, ÞÁ GET ÉG BARA EKKI HAMIÐ MIG ÞEGAR ÞAU ERU ANNARS VEGAR,“ SEGIR TÓMAS R. EINARSSON. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.