Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Qupperneq 9
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar Lengd 235cm Tunga 168 cm Verð: Ct.10 leður 690.000,- Breski siglingamaðurinn TimBarker hefur siglt um heims-ins höf á skútu sinni Mina 2. Hann er einn af fáum sem hafa siglt einkaskútu bæði norðan heimskauts- baugs og við suðurheimskautið. Þá hefur hann siglt um Miðjarðarhaf, þvert yfir Atlantshafið og meðfram ströndum Suður-Ameríku. „Ég fór að fara í lengri siglingar árið 2004 og fyrsta siglingin var um norðurheimskautið. Síðan þá hef ég verið að sigla um allan heim,“ segir Barker sem hefur séð margt og lent í ýmsu á ævintýraferðum sínum um heiminn. „Dýralífið á þessum slóðum er ótrúlegt og hugsa ég að suð- urheimskautið eigi þar vinninginn. Mjög fáar skútur í einkaeign sigla þar eða aðeins um 6 bátar á ári hverju svo það var mjög krefjandi.“ Veðurfar hjá honum hefur verið eins mismun- andi og ferðir hans en kátur í bragði segir hann að það sé eitthvað sem all- ir Íslendingar ættu að kannast við. Barker nefnir til að mynda ógurlegan storm sem skall á eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar hann sigldi frá Buenos Aires í Argentínu yfir til Falklandseyja sem tilheyra Bret- landi. „Stormurinn skall á og varði í 36 klukkustundir. Ég veit ekki hversu sterkur vindurinn var því vindmælir minn toppaði sig í botn. Þetta var alveg hreint svakalegt,“ segir Barker. Hann hefur þó ekki orðið hræddur um líf sitt en viður- kennir að sér hafi oft ekki staðið á sama þegar slíkt fárviðri hefur skollið á. Hann fer þó ekki einn síns liðs að sigla heldur fylgja honum yfirleitt 4-5 aðrir og þá eru oftast einhverjir fjöl- skyldumeðlimir með í för. Í janúar stefnir hann á að sigla með konu sinni í Karabískahafinu og eiga þar notalegar og hlýjar stundir. „Það verður ekki eins krefjandi ferð, enda má búast við ljúfu veðri allan tímann“. Barker er á landinu og heldur fyrir- lestur um siglingar sínar mánudaginn 4. nóvember í sal Tannlæknafélagsins í Síðumúla 35 þar sem boðið verður upp á kaffi og hefst fundurinn kl. 20. Hann mun segja frá hættulegum kynnum sínum af siglingum í ís við bæði heimskautin og mörgu fleiru. Öllum er frjálst að mæta og er að- gangseyrir krónur 1.500 en 1.000 fyr- ir félagsmenn. gunnthorunn@mbl.is ÍSJÖKULKALDUR Það er svo sannarlega fallegt á heimskautslóðum til að stöðva skútuna og skoða umhverfið betur. * „Ég veit ekkihversu sterkurvindurinn var því vindmælir minn toppaði sig í botn.“ Siglir um heimsins höf á einkaskútu Tim Barker er svellkaldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.