Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 9
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar Lengd 235cm Tunga 168 cm Verð: Ct.10 leður 690.000,- Breski siglingamaðurinn TimBarker hefur siglt um heims-ins höf á skútu sinni Mina 2. Hann er einn af fáum sem hafa siglt einkaskútu bæði norðan heimskauts- baugs og við suðurheimskautið. Þá hefur hann siglt um Miðjarðarhaf, þvert yfir Atlantshafið og meðfram ströndum Suður-Ameríku. „Ég fór að fara í lengri siglingar árið 2004 og fyrsta siglingin var um norðurheimskautið. Síðan þá hef ég verið að sigla um allan heim,“ segir Barker sem hefur séð margt og lent í ýmsu á ævintýraferðum sínum um heiminn. „Dýralífið á þessum slóðum er ótrúlegt og hugsa ég að suð- urheimskautið eigi þar vinninginn. Mjög fáar skútur í einkaeign sigla þar eða aðeins um 6 bátar á ári hverju svo það var mjög krefjandi.“ Veðurfar hjá honum hefur verið eins mismun- andi og ferðir hans en kátur í bragði segir hann að það sé eitthvað sem all- ir Íslendingar ættu að kannast við. Barker nefnir til að mynda ógurlegan storm sem skall á eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar hann sigldi frá Buenos Aires í Argentínu yfir til Falklandseyja sem tilheyra Bret- landi. „Stormurinn skall á og varði í 36 klukkustundir. Ég veit ekki hversu sterkur vindurinn var því vindmælir minn toppaði sig í botn. Þetta var alveg hreint svakalegt,“ segir Barker. Hann hefur þó ekki orðið hræddur um líf sitt en viður- kennir að sér hafi oft ekki staðið á sama þegar slíkt fárviðri hefur skollið á. Hann fer þó ekki einn síns liðs að sigla heldur fylgja honum yfirleitt 4-5 aðrir og þá eru oftast einhverjir fjöl- skyldumeðlimir með í för. Í janúar stefnir hann á að sigla með konu sinni í Karabískahafinu og eiga þar notalegar og hlýjar stundir. „Það verður ekki eins krefjandi ferð, enda má búast við ljúfu veðri allan tímann“. Barker er á landinu og heldur fyrir- lestur um siglingar sínar mánudaginn 4. nóvember í sal Tannlæknafélagsins í Síðumúla 35 þar sem boðið verður upp á kaffi og hefst fundurinn kl. 20. Hann mun segja frá hættulegum kynnum sínum af siglingum í ís við bæði heimskautin og mörgu fleiru. Öllum er frjálst að mæta og er að- gangseyrir krónur 1.500 en 1.000 fyr- ir félagsmenn. gunnthorunn@mbl.is ÍSJÖKULKALDUR Það er svo sannarlega fallegt á heimskautslóðum til að stöðva skútuna og skoða umhverfið betur. * „Ég veit ekkihversu sterkurvindurinn var því vindmælir minn toppaði sig í botn.“ Siglir um heimsins höf á einkaskútu Tim Barker er svellkaldur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.