Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Side 33
3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Fylltar svínalundir FYRIR 6-8 MANNS 2 kg svínalundir 150 g döðlur 1 lítið gult epli 1 lítið rautt epli 1 steinseljubúnt salt pipar hvítlaukskrydd season all smjör Skerið lundirnar í hæfilega langa bita. Oftast dugar að skera þær í tvo jafn- stóra helminga. Takið trésleif og ýtið skaftinu á henni inn í lundina langsum þannig að hún myndi holu í lundina en farið þó ekki alveg í gegn með sleifina, stoppað áður en farið er í gegn því hún rofnar auðveldlega. Gerið þetta við allar lundirnar. Skerið döðlurnar í litla bita. Flysjið eplin og kjarnhreinsið og skerið í smáa bita og blandið þeim ásamt stein- seljunum saman við döðlurnar. Takið þá eina lund og troðið maukinu ofan í gatið sem þið gerðuð með sleifinni. Gott er að ýta á eftir maukinu með sleifinni svo það fari betur inn. Fyllið lundirnar og lokið gatinu með tannstöngli. Kryddið kjötið vel með salti, pipar, hvítlauk og season all. Brúnið kjötið á pönnu þannig að það steikist á öllum hliðum. Setjið lundirnar í eldfast mót og bakið við 180 gráður í 15-20 mínútur. Gott er að taka þykkustu sneiðina og skera í hana til að athuga hvort kjötið sé tilbúið áður en það er borið fram. Gott að bera fram með salati og nota í það tómata, klettasalat, lambhagasalat, gula papriku, kíví, rauðlauk, gúrku, feta- ost og ristaðar furuhnetur. Morgunblaðið/Golli Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Bergur Þór Ingólfsson, Víðir Guðmundsson, Eva Vala Guðjónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Jóhanna Þorkelsdóttir. FYRIR FJÓRA (Uppskrift sem hópurinn ákvað að prófa af eldhussogur.is) 400 g lax 1 vel þroskað mangó 1 avókadó 3-4 límónur, safinn 1 dl sojasósa 1/4-1/2 rauður chilipipar, kjarnhreinsaður og fínt skorinn 2 msk. kóríander, fínt skorinn 2 msk. vorlaukur, fínt skorinn 2 tsk. sykur ristuð sesamfræ Ponzusósa Blandið saman límónusafanum og sojasósunni. Vorlaukur, chilipip- ar og kóríander er sett út í blönduna. Sósan geymd í ísskáp. LAXINN Lax, mangó og avókadó skorið í þunnar sneiðar og raðað fallega á disk. Sojasósunni og ristuðum sesamfræjum dreift yfir. Skreytt með nokkrum þunnum chilisneiðum og kóríanderblöðum ef vill. Sashimi með avókadó vanilluís 2 dl hnetusmjör með hnetubitum í 1 dl hlynsíróp 200 g suðusúkkulaði marssúkkulaði smá rjómasletta Bræðið hnetusmjörið, hlynsýrópið og suðusúkkulaðið saman í potti við vægan hita. Hellið svo þunnu lagi í eldfast mót eða lítið kökuform og setjið inn í frysti. Þegar það er orðið hart er það tekið út og brotið niður í litla bita sem settir eru út á ísinn. Bræðið mars- súkkulaði með smá rjóma og hellið yfir ísinn og hnetusmjörs- konfektið. Vanilluís með hnetusmjörs- súkkulaði og marssósu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.