Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2013 Margra grasa kennir að vonum í afmælisblöðum Morgunblaðs- ins gegnum tíðina. Árið 1973 herma nokkrir Eyjapeyjar af ferðum sínum um Evrópu en megintilgangur þeirra var að klífa Mont Blanc. „Í Nice í Frakklandi lentu Halldór Ingi og Bjarni [föður- nafna ekki getið] á rússnesk- þýzkri magadansmey. Hún átti íbúð og dýrindis demant á cas- ino. Hún var að fara í bað á ströndinni, þegar hún datt um strákana og bauð þeim hús- næði. Takk Scheving. Þeir gistu í þrjá sólarhringa, en hún dansaði. Þetta var almenni- legasta kona.“ Í afmælisblaðinu 1933 ritar Valtýr Stefánsson ritstjóri „nokkur orð um blaða- mennsku“. Segir þar meðal annars af unglingspilti sem ráðinn var fréttaritari við dag- blað í smáborg einni á Eng- landi. „Hann átti að annast inn- anbæjarfréttir,“ skrifar Valtýr. „Fáum dögum seinna brann stórhýsi í bænum. Honum láð- ist að geta þess í blaðinu. Hann var rekinn samdægurs. En áð- ur en hann komst út úr dyr- unum, hafði hann borið fram þá afsökun sína, að um húsbrun- ann hefði honum ekki dottið í hug að skrifa, því um hann hefði hvert mannsbarn í bænum vitað.“ Nennti að mæta 1993 er fjallað um gott gengi Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sópr- ansöngkonu í hlutverki Gildu í Rígólettó í Stora Teatern í Gautaborg. Samstarfsfólkið heillaði Diddú þó ekki upp úr skónum. „Þegar samstarfs- fólkið sá að ég gat sungið, þá slaknaði á spennunni, sem gestir hljóta að finna fyrir. Annars fannst mér svolítill leti- bragur á starfsfólkinu. Það er auðvitað allt fastráðið og mér fannst það fremur áhyggju- laust um vinnuna. Það var hissa á mér hvað ég nennti að mæta á æfingar sem ég var ekki með í.“ Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Morgunblaðið/Þorkell Almenni- legasta kona Á níræðisafmæli Morgun- blaðsins fyrir tíu árum hafði forsíða blaðsins tekið nokkr- um breytingum. Innlendum og erlendum fréttum var blandað saman. „Fleiri setuliðsmenn falla í Írak,“ var fyrirsögn aðal- fréttarinnar en fyrir neðan mynd af bandarískum her- manni gráum fyrir járnum var frétt þess efnis að allir 23 nemendurnir úr 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Siglu- fjarðar, sem tóku þátt í undan- keppni fatahönnunarkeppni grunnskólanna, hefðu komist í úrslit í keppn- inni. Alls kom- ust 68 í loka- keppnina af öllu landinu. „Siglfirðingar munu því eiga þriðja hvern keppanda í úr- slitunum,“ stóð í fréttinni. Morgunblaðið var aðeinsfjórblöðungur á tíu áraafmælinu 1923. Forsíðan var í heild sinni lögð undir auglýs- ingar og satt best að segja fátt fréttnæmt í blaðinu. Þó kom fram að eigendur Lambastaða hefðu á bæjarstjórnarfundi farið fram á það að Reykjavíkurbær tæki þátt í að kosta merkjaskurð milli jarðanna Eiðis og Lambastaða. Í framhalds- sögunni, Á ferð með björg- unarsystrum, hermdi af gamalli skinhoraðri konu sem lá undir gam- alli, grárri ábreiðu. Á baksíðu voru fleiri auglýsingar, þar á meðal frá Herluf Clausen sem bjó að prýði- legu símanúmeri, 39. Jónasarliðið og sósíalistar 1933 voru auglýsingar ennþá alls- ráðandi á forsíðu Morgunblaðsins. Þingmönnum var þar ráðlagt að drekka eftirmiðdagskaffið í Odd- fellowhúsinu og miðasala auglýst á Haust-dansleik KR. Ekki fylgdi sögunni á hvaða tíma sólarhringsins hún átti að fara fram! Aðalfrétt dagsins var um samninga Jónasar- liðs Framsóknarflokksins og sósíal- ista um stjórnarmyndun. Blaðið tal- ar um leynilega fundi og „nokkuð síðan að hjer í blaðinu var ljóstrað upp þessu leynimakki, en Alþýðu- blaðið brást þá illa við og þverneit- aði“. Morgunblaðið var aftur á póli- tískum nótum á þrítugsafmælinu 1943. „Forsætisráðherra, dr. juris Björn Þórðarson lýsti yfir því á Al- þingi í gær, að ríkisstjórnin væri fylgjandi stofnun lýðveldis á Íslandi hvenær sem væri,“ sagði í frétt á forsíðu. Þarna voru erlendar fréttir farnar að hasla sér völl á forsíðu blaðsins og í einkaskeyti frá Reuter til Morgunblaðsins er hermt af Moskvuráðstefnunni, þar sem boðuð var samvinna aðila eftir stríð. Ætla Sovétmenn að nota Íslendinga? Fertugsafmæli Morgunblaðsins, 1953, bar upp á mánudag en þá kom blaðið alla jafna ekki út. Af þessu hátíðlega tilefni kom þó út blaðauki sem helgaður var afmæl- inu. Þar var fátt annarra frétta. Sama var uppi á ten- ingnum á fimmtugs- afmælinu, 1963. „Ætla Sovétmenn að nota Íslendinga sem millilið í til- raunum sínum til að ná yfirráðum yfir nátt- úruauðlindum ýmissa Afríkuríkja?“ spurði Morgunblaðið í aðal- frétt á baksíðu 2. nóv- ember 1973. Heimildin var eitt virtasta blað Bretlands um efna- hagsmál. „Er fylgirit þetta eingöngu sent áskrifendum, og samkvæmt reglum blaðsins má ekki vitna til þess eða prenta upp úr því. Þess vegna getur Morgun- blaðið ekki birt nafn heimildar sinnar.“ Innlendar fréttir komust ekki á forsíðu Morgunblaðsins á þessum árum nema þær sættu þeim mun meiri tíðindum. Á sjötugsafmæli blaðsins, 1983, gerðist það en greint var frá því með fimmdálka fyrir- sögn að sex mönnum hefði verið bjargað en sjö farist er þýska leigu- skipið Kampen frá Hamborg sökk um 22 sjómílur austsuðaustur af Dyrhólaey kvöldið áður. Öll áhöfn skipsins, sem var þýsk, náðist um borð í nærstödd fiskiskip með að- stoð björgunarsveita Varnarliðsins, sem sendi tvær þyrlur og eina Hercules-vél á slysstaðinn að beiðni Slysavarnafélags Íslands. Mismunandi vaxtakjör Á áttræðisafmæli blaðsins 1993 fjallaði aðalfréttin á baksíðu um mikil viðskipti á verðbréfamarkaði deginum áður í kjölfar tilkynningar stjórnvalda um aðgerðir í vaxta- málum og vextir lækkuðu. „For- maður Félags fasteignasala segir viðbúið að verðleggja þurfi fast- eignir á staðgreiðsluverði út frá áhvílandi lánum vegna þeirra mörgu og mismunandi vaxtakjara sem væru á fasteignalánum.“ SETULIÐ OG SIGLFIRÐINGAR Frá merkjaskurði að verðbréfaviðskiptum MORGUNBLAÐIÐ FAGNAR ALDARAFMÆLI SÍNU UM HELGINA. AF ÞVÍ TILEFNI ER VIÐ HÆFI AÐ RIFJA Í STUTTU MÁLI UPP HVAÐ VAR HELST Í FRÉTTUM Á FYRRI STÓRAFMÆLUM, FRÁ TÍU ÁRA AFMÆLINU 1923 TIL NÍRÆÐISAFMÆLISINS 2003. * Árshraði verðbólgunnar miðað við verðbreytingar ífebrúar-maí á þessu ári var 132%.Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 2. nóvember 1983. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.