Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013
Á
r drekans – dagbók utanríkisráðherra á um-
brotatímum er ný bók eftir Össur Skarphéð-
insson. Össur lýsir pólitískum atburðum ársins
2012 eins og þeir blöstu við honum en hann var
þar í hringiðunni sem utanríkisráðherra. Hann
skrifar meðal annars um átök í Samfylkingunni, samskipti við
Jóhönnu Sigurðardóttur og forseta Íslands, landsdómsmálið,
átök út af makríl, Evrópusambandið og fleira.
Össur er fyrst spurður hvort hann haldi einhverju leyndu í
bókinni af tillitssemi við aðra. „Ég hef ekki eftir meiðandi um-
mæli sem ég kann að hafa skrifað eða aðrir sagt mér,“ segir
Össur. „Ég nýti dagbókarformið til að skýra samtímann. Mér
finnst mikilvægt að halda trúnað við veruleikann eins og ég
skráði hann þegar ég var í miðju atburðanna. Ég er að skoða
heiminn með mínum augum og geri mér fulla grein fyrir því að
aðrir myndu hugsanlega lýsa sömu atburðum með öðrum
hætti.“
Uppstyttur og átök
Ýmislegt í þessari bók hefur vakið athygli, ekki síst lýsingar á
forseta Íslands og ríkisráðsfundum þar sem þú segir hann hafa
flengt ríkisstjórnina. Frægt er þegar þú neitaðir að fara með
honum til Indlands og kvaðst hann hafa nóg af öðrum tösku-
berum. Þótt stundum hafi hvesst milli ykkar Ólafs Ragnars er
ljóst af lestri bókarinnar að það er sterk taug á milli ykkar.
Hefur Ólafur Ragnar haft samband við þig eftir að bókin kom
út?
„Á þessum 30 árum sem við höfum þekkst hafa orðið upp-
styttur og átök. Taugin millum okkar hefur stundum tognað í
mjóan streng en líklega aldrei slitnað. Ég hef undrast hversu
margir sem hafa lesið bókina segjast sjá þar nýjar hliðar á
honum. Það er til dæmis eins og viðhöfn embættisins byrgi
mönnum sýn á að hann hefur bráðskæðan breskan húmor og
er hláturmildur. Það er töluvert hlegið á okkar fundum. Það
eru hins vegar forréttindi forsetans að skilgreina hverjir njóta
vináttu hans. Jú, við höfum spjallað eftir að bókin kom út.“
Finnst þér sem fyrrverandi utanríkisráðherra að núverandi
forseti reki sjálfstæða utanríkisstefnu?
„Í dag þarf hann þess ekki því utanríkisstefnan er eins og
skrifuð í stofunni á Bessastöðum. Á minni tíð fannst mér hann
oft dansa á ystu mörkum. En stjórnarskráin veitir honum mjög
mikið rými, og það er ekki hægt að segja að hann hafi beinlínis
farið yfir yfir þá línu sem hún dregur. Í frægu viðtali í útvarps-
þættinum Á Sprengisandi kastaði hann pólitískum klasa-
sprengjum í allar áttir og tók þannig til orða um utanrík-
isstefnu forsetadæmisins að mér fannst taka í hnjúkana. Hann
var vitaskuld allt annarrar skoðunar þegar við fórum rækilega
yfir það saman í heimsókn í Tékklandi og rökum hans er lýst í
bókinni. Varðandi ESB kvaðst hann alltaf hafa fylgt því sem
ríkisstjórnin væri sammála um – en bætti við að utanríkis-
ráðherra vissi best allra manna að það væri ekki sammæli með
Samfylkingunni og VG um ýmsa þætti ESB-málsins. Í kjölfar
samtalsins á fundi með tékkneska forsætisráðherranum þar
sem við ræddum makríldeiluna fast tók hann öllum að óvörum
undir sig stökk og kvað ekki koma til mála að ESB beitti
makríldeilunni til að hefta umsókn okkar um aðild að samband-
inu. Svo hallaði hann sér fram og horfði í augu mín fullsposkur
fyrir minn smekk. Ég skildi samstundis að hann var að segja
að það væri bull og vitleysa að hann styddi ekki sinn utanrík-
isráðherra. Þetta var mjög óvænt en þannig er Ólafur Ragnar.
Fáir sjá hann fyrir.“
Pólitísk skákblinda
Í þessari bók hikar þú ekki við að segja frá hörðum átökum
ykkar Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefðu getað leitt til falls
ríkisstjórnarinnar. Þetta er allt önnur mynd en blasti við út í
frá þar sem þið sýndust vera límið sem héldi Samfylkingunni
saman.
„Ég bakkaði Jóhönnu alltaf upp í þingflokknum en hún hætti
að ráðgast við mig í sama mæli og áður þegar leið á 2012. Það
varð mjög djúpur ágreiningur í þingflokknum út af landsdóms-
málinu. Ég studdi að ákæran gegn Geir H. Haarde yrði dregin
til baka. Landsdómur hafði kastað burt þyngstu ákæruliðunum
og saksóknarinn sjálfur ónýtti rök þeirra sem báru því við að
afturköllun væri íhlutun af hálfu Alþingis í dómsmál. Jóhanna
tók aðra afstöðu. Þetta mál var rekið af slíkum eindæmum og
offorsi að stórskaðaði flokkinn bæði út á við og inn á við. Svona
máli er ekki hægt að sópa undir teppi í sögunni. Hún leiðir að
lokum allt í ljós og gegnumlýsir bæði atburðarás og aðila máls.
Mín bók er hráefni í það. “
Vinstristjórninni tókst ekki að koma ýmsum af helstu bar-
áttumálum sínum í höfn, þar á meðal var stjórnarskrármálið
sem tók samt svo ótrúlega mikið af tíma ríkisstjórnarinnar. Af
hverju tókst ríkisstjórninni ekki að ljúka við mál sem hún lagði
þó allan sinn tíma og kraft í?
„Það breytir engu um að ríkisstjórnin náði aðaltilgangi sín-
um, sem var að koma Íslandi á kjöl. Það var okkar stærsta af-
rek. Við náðum mjög mörgum öðrum baráttumálum fram, hæst
skagar í mínum huga veiðigjaldsmálið – og sú staðreynd að
okkur tókst að skapa skjól fyrir þá allra verst settu. Það var
fyrst og fremst rangt stöðumat sem leiddi til þess að stjórnina
tók að reka þegar leið fram á 2012, og sló alveg fyrir vind í
desember 2012. Þá komst ríkisstjórnin hvorki lönd né strönd,
einfaldlega af því hún hafði ekki meirihluta. Það var örlaga-
mánuðurinn í lífi ríkisstjórnarinnar. Frameftir því ári hékk
meirihlutinn á bláþræði eins manns, sem hét Jón Bjarnason, og
missti svo formlegan meirihluta um haustið. Það var samt hald-
ið áfram að setja opinber markmið sem óvinnandi vegur var að
ná fram nema með samningum og málamiðlun við stjórnarand-
stöðuna. Það gilti bæði um fiskveiðistjórnunina en ekki síst um
stjórnarskrármálið. Það var eldsmatur í mikil vonbrigði hjá
þeim sem menn sköpuðu væntingar hjá, og átti meðal annars
sinn þátt í að ný framboð, eins og Lýðræðisvaktin, komu fram.
Þetta má kannski kalla pólitíska skákblindu. Þessir þræðir vefa
sig fram í Ári drekans.“
Hvað verður um Samfylkinguna?
„Hún kom vissulega í henglum, og niðurbrotin af ýmsum
sökum, út úr kosningunum, og það hefði mátt ætla að hún
myndi halda áfram að leka niður. En hún er þvert á móti að
sækja í sig veðrið. Ég veit af minni eigin pólitísku sögu að það
er enginn jafnskæður og boxari sem hefur verið sleginn í gólfið
en stendur upp og berst áfram. Sjálfur predika ég það að í
þessari stöðu verður flokkurinn ekki bara að sýna auðmýkt
heldur að hverfa aftur til frumróta sinna, sem er hin klassíska
jafnaðarstefna sem byggist á velferð einstaklingsins og sterku
atvinnulífi. Á síðasta kjörtímabili færðist Samfylkingin svo
langt til vinstri að hún var nánast runnin saman við Stein-
grímsvænginn í VG. Hún tapaði skilningi á því að hin stoðin
undir klassískri jafnaðarstefnu er frjósamt atvinnulíf þar sem
verðmætin spretta sem þarf til að halda uppi velferðarkerfinu.“
Ber nýr formaður, Árni Páll Árnason, ábyrgð á afhroði
flokksins í síðustu kosningum?
„Það er of einföld skýring. Frækornum afhroðsins var sáð
átján mánuðina á undan undir annarri forystu og ríkisstjórn
þar sem ráðherrar flokksins, meðal annars ég, bera hver sína
ábyrgð. Öfugt við það sem flestir spáðu eftir kosningarnar hef-
ur flokkurinn sýnt innri styrk með því að gefa Árna Páli vinnu-
frið, enginn frýr honum dugnaðar og hann er alla vega með
flokkinn á réttri leið. Meira bið ég að minnsta kosti ekki um í
bili.“
Eins og virðulegur boli
Heldurðu að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
sitji út kjörtímabilið?
„Ég hélt það, en er ekki lengur viss. Framsókn er lent í
gríðarlegum vanda vegna loforðanna um þrjú hundruð millj-
arða skuldaleiðréttinguna sem menn skildu svo að ætti að
koma strax. Sigmundur Davíð hefur ekki minnkað hann með
því að lofa ítrekað í haust að senn komi það sem hann kallar
sjálfur róttækustu skuldaleiðréttingu mannkynssögunnar. Þetta
hefur birst í meira fylgistapi en ég man eftir hjá nokkrum
stjórnarflokki á svo stuttum tíma. Ég les Sjálfstæðisflokkinn
þannig að hann sé mjög með böggum hildar yfir þeim leiðum
sem forsætisráðherra vill fara. Ráðherrann á samt engan kost
annan en stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg og leggja
sjálfan sig og stjórnina undir, ef í það fer. Ella breytist pólitísk
stjarna hans í halastjörnu sem kann að brenna upp á hinum
pólitíska himni. Ég tel samt líklegra að ríkisstjórnin muni
Ég er bara
kotroskinn
alþýðupungur
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, FYRRVERANDI
UTANRÍKISRÁÐHERRA, HEFUR SENT FRÁ SÉR BÓK.
Í OPINSKÁU VIÐTALI RÆÐIR HANN UM BÓKINA OG EINNIG UM
UPPSTYTTUR OG ÁTÖK Í SAMSKIPTUM VIÐ FORSETA ÍSLANDS,
HATRÖMM INNANFLOKKSÁTÖK Í SAMFYLKINGUNNI
OG STÖÐU RÍKISSTJÓRNARINNAR.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* Á síðasta kjörtímabili færðistSamfylkingin svo langt tilvinstri að hún var nánast runnin
saman við Steingrímsvænginn í VG
Svipmynd