Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Page 15
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. skrönglast gegnum skaflinn sem er framundan, en hún kann að laskast. Haldi Framsókn svo áfram að tapa ef skuldaúrlausnin uppfyllir ekki væntingarnar sem forsætisráðherrann hefur skapað er líklegt að fari af stað tvö vel þekkt og gagnvirk lögmál. Sjálfstæð- isflokknum mun þykja niðurlægjandi að vera undir forystu smá- flokks á fallanda fæti og þar munu vaxa raddir um að hann sé bet- ur fallinn til að fara með forsætisráðuneytið, sem var hrifsað frá honum þrátt fyrir að flokkurinn væri með mesta fylgið í kosning- unum. Sagan sýnir líka að þá fer af stað annað lögmál hjá litla stjórnarflokknum sem er að tapa, hann kennir samstarfsflokknum sem sleppur við óþægindin um ófarir sínar, og verður áreitinn, kröfuharður og taugaveiklaður í samstarfinu. Þetta getur mjög aukið miðflóttaaflið í ríkisstjórninni, og ekki hægt að slá því föstu að hún sitji út kjörtímabilið.“ Stóran hluta af þingferli þínum hefur þú verið ráðherra og setið í fjórum ríkisstjórnum. Hefur ekki verið erfitt fyrir þig að vera ekki lengur ráðherra heldur óbreyttur þingmaður í stjórnarand- stöðu? „Öðrum þræði er þetta eins og að verða frjáls á nýjan leik. Ég smell átakalaust inn í það að vera einn af glímumönnum stjórn- arandstöðunnar. Ég hef stundum undrast hvað mér hefur fundist gaman á þinginu í haust. Það er heldur ekki eins og þetta sé í fyrsta sinn sem ég skoppa út úr stjórnarráðinu. Þegar sjálfstæð- ismenn hentu Alþýðuflokknum út 1995 var skrifað í blöð að ég væri eins og kálfur að vori. Nú er ég frekar eins og virðulegur boli sem kemst í nýjan haga. Það kemur líka vel fram í Ári drekans að ég sá stjórnarskiptin snemma fyrir. Það voru ein af mistökum okk- ar að taka ekki Framsókn inn í minnihlutastjórnina og tryggja þannig áframhaldandi félagshyggjustjórn. Fyrir því var aldrei hljómgrunnur á mínu pólitíska heimili.“ Ertu þá ekki að hætta í pólitík? „Mér finnst ekki líklegt að mínir pólitísku fætur kólni eins fljótt og sumir hugsanlega vilja.“ Þú hefur verið formaður í stjórnmálaflokki og farsæll utanrík- isráðherra. Er ekki afar eðlilegt að þú ljúkir þínum ferli sem sendiherra? „Örugglega, ef menn miða við söguna. En ég var ekki sniðinn fyrir sendiherraföt. Þótt ég hafi verið pólitískur heimsborgari fyrir Ísland í fimm ár og borið skjöld þess og sverð í fjölmörgum lönd- um er ég inni í mér bara kotroskinn íslenskur alþýðupungur – sem er hneigður til skrifta.“Morgunblaðið/RAX „Mér finnst ekki líklegt að mínir pólitísku fætur kólni eins fljótt og sumir hugsanlega vilja,“ segir Össur Skarphéðinsson. 17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.