Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 16
Það er skrítið en skemmtilegt að koma hingað um miðjan vetur sem er samt töluvert skárri en íslenska sumarið sem var. Nú er vorið komið, skólar að klárast og við aðlöguð hitanum. Landsmenn taka daginn snemma til að iðka daglegu hreyfinguna í morgun- svalanum. Niðri á strönd koma margir saman, hvort sem er til að hlaupa, lyfta, synda eða stunda brimreiðar. Þegar líða tekur á daginn fækkar í útiverunni eftir því sem hitinn hækkar. Þegar kvölda tekur er svo ekkert betra en að smella nokkrum rækjum á grillið og snæða kvöldmatinn úti á veröndinni undir tunglskininu. Námsmenn munu svo nýta sumarið til frekari landkönnunar í Ástralíunni. Ferðast með ströndinni suður, svo vestur til Adelaide og fjalllendið til baka. Þá norður til Byron Bay til að upplifa regnskógaum- hverfið og sjálfbæru samfélögin þar, áður en alvaran hefst á ný með næstu skólaönn. G’day, Svanur Daníelsson, Elín and the Bubs Feðgar spjalla við „heimamann“ á svæðinu. Strendur Ástralíu eru geysifagrar. Sumarið endalausa Keppst um öldurnar á brimbrettum. PÓSTKORT F RÁ WOLLON GONG D aníel Óli Óðinsson, framkvæmdastjóri Járnsmiðju Óðins, og kona hans, Harpa Hafberg, lögðu leið sína til borgarinnar við sundið á dögunum en þangað fóru þau m.a. í námserindum vegna starfa Daníels. Parið ber borginni afar vel sög- una enda margt þar að sjá og gera. Istanbúl er eina borgin sem tengir saman tvær heimsálfur, þ.e. Evrópu og Asíu, og ætti enginn að verða svikinn af því að sækja hana heim. „Við dvöldumst í gamla bænum Evrópumegin, innan við gamla borgarmúrinn. Þar er öll helstu kennileiti að finna og hvert nálægt öðru. Borgin í heild er hins vegar ógnarstór, með tæplega 18 milljónir íbúa og því með þeim fjölmennustu sem fyrirfinnast,“ segir Daníel. Milljónir ferðamanna sækja Istanbúl heim ár hvert og ferðamannaiðnaðurinn eftir því. „Maður upplifði sig samt ekki óöruggan enda örygg- isgæsla mikil og vopnaðir verðir mjög víða,“ segir Daníel. Bætir hann við að Tyrkir séu mjög vinsamlegir og vilji allt fyrir mann gera. „Það er einna helst að áreiti vilji vera helst til of mikið þegar komið er á markaði eða í veit- ingahúsagötur á kvöldin, þar sem allir vilja fá mann til sín,“ segir Harpa. Vestræn en kennir þó ýmissa áhrifa Istanbúl hefur tilheyrt mismunandi heimsveldum í gegnum tíðina enda Bosporussund mikilvæg siglingaleið. Upphaf borgarinnar má rekja allt aftur til ársins 600 f. Krist, en síðar átti hún eftir að lúta yfirráðum m.a. Rómverja, Býsantín- manna og loks Ottómana, sem innleiddu ísl- amskan sið í stað rétttrúnaðarkirkjunnar áður. Frá 1922 hefur lýðræði verið við lýði, í stað stjórnar soldána áður. Þrátt fyrir að liggja á mörkum tveggja álfa segja Daníel og Harpa Istanbúl vera afar vest- ræna að mörgu leyti. Mikið er af góðum veit- ingastöðum, þar sem ljúffengur matur er fram- reiddur. Vilji fólk versla er fjöldann allan af verslunarmiðstöðvum að þarna að finna, margar hverjar afar glæsilegar, með allar helstu al- þjóðlegu verslunarkeðjurnar. Þau mæla þó ekki síður með að markaðir borgarinnar séu skoð- aðir. Þess ber þó að geta að yfirvöld taka afar hart á því ef reynt er að flytja fornmuni úr landi, líkt og Íslendingar þekkja vel dæmi um. Sagan í aðalhlutverki Spurð að því hvað hafi staðið upp úr nefna Daníel og Harpa bæði söguslóðir borgarinnar, enda af nægu að taka. Af áhugaverðum stöðum má m.a. nefna eftirfarandi: Hagia Sofia – Einnig þekkt sem Ægisif á ís- lensku. Stórfengleg moska (safn í dag), áður rétttrúnaðarkirkja, byggð árið 532 e. Krist. Sultan Ahmed-moskan – Einnig þekkt sem Bláa moskan. Stendur gegnt Ægisif og er líka einstakt listaverk. Topkapi-höllin – Fyrrum híbýli soldána Ottóm- ana, skammt frá stóru moskunum tveimur. Safn í dag, þar sem hægt er að sjá hvernig þeir bjuggu. Hippodrome – Torg í dag en fyrrum keppn- isleikvangur á tímum Rómverja og Býsantína. Þarna öttu m.a. skylmingaþrælar kappi og keppt var í burtreiðum. Engar byggingar eru þarna í dag en sjá má fornar súlur og aðrar minjar. Grand Bazar – Risamarkaður með um 4.400 sölubása, alla undir þaki. Oft nefndur „fyrsta „verslunarmiðstöðin“ enda fjörgamall. Eitt er víst að af nægu er að taka í Istanbúl, ekki síst ef menn eru fyrir söguslóðir og menn- ingu, mat, arkitektúr og fleira. „Umferðin er reyndar kapítuli út af fyrir sig,“ segir Harpa en bætir við að alltaf hafi hún þó gengið að lokum og fólk því náð á áfangastað. Á MÖRKUM TVEGGJA HEIMSÁLFA Ægifagra Istanbúl ISTANBÚL VIÐ BOSPORUSSUND ER TILVALIN TIL HEIMSÓKNA Á ÞESSUM TÍMA ÁRS ÞEGAR HITASTIGIÐ ER SKAPLEGRA EN Á ÖÐRUM TÍMUM. SAGAN LIGGUR ÞAR VIÐ HVERT FÓTMÁL, ENDA BORGIN SUÐUPOTTUR MENNINGAR, BEGGJA VEGNA SUNDS- INS, Í GEGNUM ALDIRNAR OG HÖFUÐVÍGI STÓRVELDA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Hagia Sofia, eða Ægisif á íslensku. Harpa og Daníel við Bláu moskuna. Við einn bænaturnanna við Ægisif. Horft yfir til Asíu. Skipaumferð um Bosporussund er ávallt mikil enda mikilvæg siglingaleið. Á árinu opnuðu einnig fyrstu jarðgöngin undir sundið, fyrir lestar. *Ferðalög og flakkÁ Indlandi eru í raun margar þjóðir og stéttaskiptingin æpir á ferðalanga sem fara um landið »18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.