Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Page 26
Húsbóndinn hannaði og smíðaði „arininn“, en hann felur allar græjur og myndlykla.
S
tíll heimilisins einkennist af antík í bland við nýtt. Flestir munir hússins eiga sér
sögu og hafa húsgögnin gengið í fjölskyldunni, ættlið fyrir ættlið. Hjónin telja mik-
ilvægt að halda í gamla muni til að gæta að persónulegum heimilisstíl og þau leggja
jafnframt áherslu á sögu húsgagnanna. Að mati húsráðenda skiptir mestu máli að
heimilið sé hlýlegt og þar sé nóg pláss fyrir alla fjölskylduna. Eitt af áhugamálum húsráð-
enda er að vera í góðum félagsskap. Borðstofan, sem er nokkurs konar „griðastaður fjöl-
skyldunnar“, var hönnuð með það í huga að öll fjölskyldan gæti komið saman, borðað og
talað hátt og mikið. Allt að tuttugu manns geta því með góðu móti setið saman við borðið.
Mikilvæg saga
Í FALLEGU HÚSI Á AKRANESI HAFA HJÓN Á BESTA ALDRI BÚIÐ SÉR
HLÝLEGT HEIMILI ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á PERSÓNULEGAN STÍL.
MAGNÚS H. ÓLAFSSON ER ARKITEKT HÚSSINS SEM ER BJART OG RÚM-
GOTT EN VALEY BENEDIKTSDÓTTIR HANNAÐI INNRÉTTINGAR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Stofan er einstaklega björt með stórum gluggum.
SKIPTIR MESTU MÁLI AÐ HEIMILIÐ SÉ HLÝLEGT
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013
Heimili og hönnun
„Kannski þarf að fórna
einhverju þegar fólk
er að fara út í sína
stærstu fjárfestingu.“
Skúli G. Ingvarsson
fjármálaráðgjafi
„Þegar þú kaupir
íbúð er gott að
velta fyrir sér:
Hvað vil ég fá út úr
kaupunum?“
Marta Sólveig Björnsdóttir
fjármálaráðgjafi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
3
-1
0
1
9