Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 30
É g var búinn að ganga með hugmyndina í maganum í svolítinn tíma – hvort væri í rauninni hægt að búa til súkkulaði frá grunni hérna heima. Hugmyndin virtist nefnilega ekki svo fráleit,“ segir Kjartan, sem er matreiðslumaður í grunninn. Í félagi við æskuvin sinn, Óskar Þórðarson, var smám saman gengið í að viða að sér tækjum og gera tilraunir með hin- ar ýmsu kakóbaunir sem þeir fluttu inn. Hönn- uðurinn André Úlfur Visage og bakarinn og konditormeistarinn Karl Viggó, slógust fljótlega í hópinn og allt var sett á fullt við að gera súkku- laðidrauminn að veruleika. Upprunanum leyft að skína í gegn Að sögn Kjartans og Viggós var víða leitað fanga við undirbúning framleiðslunnar. Teymið var sammála um að hvergi skyldi slegið af, hvort heldur sem um ræddi kaup á kakóbaunum, bragð, ristun eða samsetningu súkkulaðisins – að ógleymdum umbúðunum sem André hannaði. Eftir eins og hálfs árs þróunarvinnu litu fimm tegundir loks dagsins ljós á dögunum, þ.e. hvítt súkkulaði, tvær tegundir af mjólkursúkkulaði og tvær tegundir af dökku súkkulaði. Allar hafa tegundirnar sín sérkenni en leitast er við að leyfa uppruna baunanna í þeim að njóta sín. „Það er mikill bragðmunur á milli kakóbauna eftir því hvaðan úr heiminum þær koma. Við ein- beitum okkur að því að nota baunir frá Papúa Nýju-Gíneu og Madagaskar svona í fyrstu, ekki síst í dökka súkkulaðið, en í þeim finnur maður tvenns konar mjög afgerandi bragð sem gaman er að prófa,“ segir Kjartan. Bætir hann við að gaman sé að bera tegundirnar tvær saman enda ólíkar. Kenna má keim eins og t.d. reykjar- og eikarbragðs, mismunandi sýrustigs og fleira, ekki ólíkt því sem gerist í vínsmökkun að hans sögn. Spurðir að því hvað beri að hafa í huga við slíka smökkun stendur ekki á svari. „Þegar maður smakkar svona afgerandi bragðtegundir er ágætt að halda sig við heita, a.m.k. ekki kalda, drykki með. Kaldir drykkir kæla munninn, sem gerir að verkum að fitan festist frekar við góminn (sér í lagi ef hún er ekki hreint kakósmjör). Vatnsglas inn á milli til að væta kverkarnar er fínt, líka kaffi, rauðvín, bjór eða jafnvel viskí,“ segir Viggó. 70% og 70% ekki endilega það sama Margir horfa einkum á prósentutölu kakóbauna- innihaldsins (þ.e. kakósmjörs og nibba) á móti hlutfalli sykurs, við val sitt á súkkulaði. „Til dæmis er 70% súkkulaði frá einum framleiðanda og 70% súkkulaði frá öðrum langt í frá það sama. Hlutfallið á milli kakósmjörs og kakónibba er t.d. mismunandi, auk þess sem uppruni baunanna spilar einnig inn í og gefur karakter,“ segir Viggó. Víða er líka ýmsum bragðbætandi efnum, s.s. vanillu, blandað að staðaldri í súkkulaðið til bragðbætingar. Kjartan og Viggó notast hins vegar eingöngu við hrásykur. „Til dæmis í súkku- laðið með karamellukeim, ristum við hrásykurinn á pönnu, látum kólna og notum síðan til að sæta súkkulaðið. Í hvíta súkkulaðinu, þar sem eru eng- ar nibbur, fær bragðið úr fersku kakósmjörinu að njóta sín,“ segir Kjartan. Einföld en samt flókin fræði Félagarnir stíga varlega til jarðar hvað varðar heimsyfirráð OmNom. Til að byrja með er súkku- laðið selt á kaffihúsinu Reykjavík Roasters á Kárastíg og hjá Kjötkompaníinu í Hafnarfirði. Hefur súkkulaðinu verið vel tekið hjá þessum að- ilum og fleiri sýnt því áhuga. Þá opnar verslun á vefnum fyrir jól. „Við ætluðum alltaf að vanda okkur við þetta og liggur ekkert á. Aðalmálið er að halda gæðunum og vanda til verka,“ segir Kjartan. „Það er líka hugsunin hjá okkur, að búa til súkkulaði eins og við myndum vilja – þar sem er hægt að njóta allra þess- ara bragða,“ segir Viggó að endingu. FRÁ KAKÓBAUN Í PLÖTU Súkkulaði- draumur að veruleika ÞAÐ ER HÆGT AÐ HUGSA SÉR MARGT VERRA EN AÐ HRÆRAST Í HEIMI HÁGÆÐASÚKKULAÐIS. ÞETTA VITA KJARTAN GÍSLASON OG KARL VIGGÓ VIGFÚSSON MÆTA VEL. ÞEIR ERU HLUTI HÓPSINS AÐ BAKI NÝJA, ÍSLENSKA, SÚKKULAÐINU OMNOM. EF FRÁ ER TALIN RÆKTUN KAKÓBAUNARINNAR, ER SÚKKULAÐIÐ AÐ ÖLLU LEYTI UNNIÐ OG FRAMLEITT HÉR Á LANDI – HIÐ FYRSTA SINNAR TEGUNDAR. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Eva Björk 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Matur og drykkir SÚKKULAÐIRIF MEÐ SÚKKULAÐI-BBQ-SÓSU 1½ kg svínarif Þurrkryddsblanda: 30 g púðursykur 10 g chiliduft 15 g gott kakóduft 15 g salt 4 g hvítlauksduft 4 g laukduft 3 g kanill 3 g svartur pipar, nýmalaður Omnom-súkkulaði- BBQ Sósa: 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 1 rauður chili, fínt saxaður og fræin fjarlægð 2 dl vatn 1 dl tómatsósa 2 msk púðursykur 60 g 70% Papua New Guinea frá Omnom, saxað safi úr tveimur lime ½ tsk salt 4 msk kakónibbur 5 msk ristaðar möndlur, saxaðar Aðferð: Nuddið þurrkryddsblöndunni á rifin og setjið í kæli í 2-3 klst. Hitið pönnu við miðlungshita og bætið olíunni út á, svitið lauk og chili þar til laukurinn verður glær. Bætið þá við vatni, tóm- atsósu og púðursykri og látið sjóða þar til fer að þykkna (á við tómatsósu). Setjið í matvinnsluvél og maukið fínt, bætið við súkkulaðinu og bragðbætið með limesafa og salti. Dustið af og setjið í ofnskúffu og inn í ofn við 150° í u.þ.b. 2½ klst eða þar til kjötið er farið að losna af beinunum. Setjið rifin á grillið og penslið með Omnom-súkkulaði-BBQ- sósu. Blandið saman kakónibbum og möndlum og veltið rifj- unum upp úr því. Berið fram. OMNOM-SÚKKULAÐI- SMÁKÖKUR 310 g ósaltað smjör 240 g moscavadosykur eða púðursykur 120 g sykur 280 g hveiti 180 g saxað 70% Papua New Guinea Omnom-súkkulaði 60 g kakóduft 1 tsk lyftiduft 1 tsk sjávarsalt 1 vanillustöng Aðferð: Smjör (við stofuhita) og sykur hrært saman. Kornum úr vanillu- stöng er næst bætt við og hrært smávegis. Hveiti, kakó og lyftiduft er sigtað og bætt við smjörblönd- una og hrært aðeins áfram. Súkkulaði og salti bætt við og öllu blandað saman. Rúllið deiginu næst í pylsur og látið standa í kæli í þrjá tíma. Skerið síðan í 1 cm sneiðar og setjið á bökunarplötur. Bakið á 150-170°C í 7-11 mín. ÞEYTT 36% DIRTY BLONDE- SÚKKULAÐIKREM 500 g rjómi 160 g Dirty Blonde 36% frá Omnom 4 g matarlím Aðferð: Leggið matarlím í kalt vatn, hitið rjóma að suðu. Setjið síðan mat- arlímið út í rjómann og hellið yfir súkkulaðið. Blandið vel saman með töfrasprota. Kælið síðan vel (í fimm tíma). Þeytið síðan og sprautið á smá- kökurnar. Kjartan Gíslason og Karl Viggó Vigfússon hrærast í heimi súkkulaðis.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.