Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 37
Vinsæll til kennslu Leikurinn er mjög einfaldur í uppbyggingu, og hægt er að fá margvíslegar viðbætur við leikinn sem breyta þeim möguleikum sem í boði eru. Þá er einfalt að setja upp vefþjóna sem gera mörgum leikmönnum kleift að spila í sama leikheimi. Þetta hefur meðal annars gert leikinn að vinsælu tóli við byrjendakennslu á tölvur og í forritun. Sem dæmi má nefna að leikurinn hefur verið einn af undirstöðuþáttum í námskeiðum hjá tölvuskólanum Skema, þar sem börnum eru kennd fyrstu skrefin í forritun. Þá hefur leikurinn einnig gefist vel í að beisla sköpunargleði barna í kennslustofunni. Kennarar hafa einnig notað hann til að kenna börnum stærðfræði, ekki síst rúmfræði. Skóli í Kaliforníu notaði leikinn við vetrarlangt verkefni þar sem nemendur í 7. bekk sköpuðu sér heilt samfélag saman og komu sér saman um hvaða reglur ættu að gilda þar, mótuðu menningu, og að lokum hagkerfi. Árangurinn af notkun Minecraft í skólastofunni hefur verið slíkur að á síðasta ári tilkynntu Sam- einuðu þjóðirnar að útbúin hefði verið sérútgáfa leiksins sem notuð yrði til að gefa börnum tæki- færi til að hafa áhrif á borgarskipulag í tengslum við Habitat-verkefni Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun borga. Börn fá að nota þessa út- gáfu leiksins til þess að sýna hönnuðum og skipulagsyfirvöldum hvernig þau sjá fyrir sér að borgin ætti að vera. Samkvæmt fréttatilkynningu stendur til að nota útgáfuna í tengslum við skipulag rúmlega 300 svæða í borgum víðsvegar um heiminn fram til ársins 2016, en fyrsta verk- efnið er þegar farið af stað í Nairobi í Kenía. Í Svíþjóð hefur Miðstöð hönnunar og arkitekt- úrs sett upp sérstakan vefþjón þar sem allar landfræðilegar upplýsingar Stokkhólmsborgar hafa verið færðar inn í sýndarheim í Minecraft sem nefnist Blockholm. Þar geta íbúar (og aðrir) not- að leikinn til þess að breyta ásýnd borgarinnar eða endurskapa eftir eigin höfði. Að sögn Mats Karlssons verkefnastjóra er þetta fjölmennasta tilraun í byggðarskipulagi sem fram hefur farið, en alls eru 100.000 byggingarsvæði skilgreind í Blockholm. Þessi hugmynd hefur svo verið yf- irfærð á fleiri borgir í Svíþjóð þar sem ungu fólki gefst kostur á að hafa áhrif á borg- arskipulag í gegnum verkefni sem kallast Hverfið mitt. Sköpun Westeros Besta dæmið um þá gríðarlegu sköpunargleði sem brýst út hjá leikmönnum Minecraft er þó líklega sköpun Westeros, sem er sögusvið hinna vinsælu bóka og sjónvarpsþátta, Game of Thrones. Það er erfitt að lýsa því sem þar hefur átt sér stað með orðum. Nokkrir aðdáendur bókanna tóku sig sam- an og byrjuðu að byggja kastala samkvæmt lýs- ingum úr bókunum á netþjóni sem þeir nefndu Westercraft. Smám saman fjölgaði þátttakendum og verkefnið fór að vinda upp á sig. Nú hefur verið skapað módel af stórum hluta sögusvæðisins sem hlutfallslega jafngildir landsvæði sem myndi nema um 1.300 ferkílómetrum í raunveruleikanum. Nákvæmnin í sköpuninni er með ólíkindum, og nákvæmar leiðbeiningar liggja fyrir þátttakendum um hvernig standa skuli að gerð nýrra bygginga, eins konar byggingarreglugerðir fyrir leikmenn. Þar er til dæmis kveðið á um að ef byggt er eldstæði innandyra verði að finnast reykháfur ut- an á byggingunni til að tryggja viðunandi loft- ræstingu. Slík endursköpun sögusviðs frægra bóka er ekki með öllu óþekkt, því áður höfðu aðdáendur Harry Potter byggt nákvæma eftirlík- ingu á Hogwarts-galdraskólanum. Nú má spyrja sig hvenær við fáum land- fræðiupplýsingar Reykjavíkurborgar inn á Minec- raft-netþjón svo almenningur geti prufað sig áfram með að byggja upp borgina, með eða án flugvallar og/eða byggðar í Viðey. 17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Proximity Project er frábær síma- leikur þar sem spilarinn klæðist vængbúningi eins og fallhlífar- stökkvarar gera svo gjarnan þessa dagana og hendir sér niður snar- brattar fjallshlíðar. Fær stig eftir því hversu nálægt spilarinn þorir að vera og hvað hann fer marga hringi á leiðinni. Gríðarlega hraður og skemmtilegur leikur sem fær hárin til að rísa. Góð grafík og hann klárast ekkert svo auðveldlega þrátt fyrir mikla spilun. PROXIMITY PROJECT Adrenalín niður fjall Tæknin lætur engan leik vera. Nú er gamla góða sjóorrustan komin í snjallsímann þar sem markmiðið er það sama og í gamla pappírs- leiknum. Skipunum er stillt upp og síðan á mótherjinn að reyna að finna skipin og sprengja þau í loft upp. Hægt er að spila við tölvuna og í tveggja manna leik. Þá er einnig hægt að spila í gegnum Bluetooth- tæknina við aðra spilara sem hafa náð í leikinn á símann eða spjald- tölvuna. BATTLESHIP 2 Gamla góða sjóorrustan Nóg hefur verið rætt og ritað um íslenska smáforritið QuizUp en eftir að Sunnudagsblað Morgun- blaðsins prófaði það er ekki annað hægt en að mæla með því. Forritið er einfalt í notkun þar sem tengst er í gegnum Fésbókina eða Twitter- aðganginn og síðan er spilað algjör- lega eftir höfði spilarans. Flokkarnir eru fjölmargir þar sem hægt er að keppa á milli, hvort sem það eru vinir þínir eða bláókunnir menn eða konur út um allan heim. Hugarleikfimi við aðra QUIZUP Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 iPadmini Verðfrá:54.990.- iPhone Verðfrá:114.990.- Jólagjöfin fæsthjáokkur NýttVISA tímabil er hafið í verslun okkar í Smáralind
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.