Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Qupperneq 38
villtasta tískutímabil síðustu aldar. Elska þetta. Þá voru það þröngir kjólar, fjaðrir, pallíettur kögur, perlur og hattar og allir slepptu fram af sér beislinu, fullt af höttum og greinlega gaman að vera til. Millisítt hár. Krullujárn mikið notuð og lokkar niður á enni og í hliðum. Herratískan þarna var líka æð- isleg, rosalega flott, en kventískan var meira áberandi. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst ótrúlega gaman að sjá fjölbreytileika tískunnar og hvað ungt fólk á Íslandi er með flott- an stíl og þorir að vera öðruvísi. Ég get ekki nefnt eina manneskju en auðvitað er það Coco Chanel sem er mér efst í huga því hún var orginal og fór ótroðnar slóðir. Henni að þakka að við konur byrj- uðum að ganga um í buxum og hún t.d. hannaði fyrsta sundbolinn. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já, ég lendi oft í tískuslysum og sumum viljandi. Hentist út í ísbúð eitt laugardagskvöldið rétt fyrir lokun og græðgin var svo mikil að ná fyrir lokun að ég fattaði þegar ég var mætt í ísbúðina að ég var í síðum náttkjól, með maska í andlitinu, blautt hár í hnút og í hælaskóm og pels. Dóttir mín spurði mig: mamma, ertu ekki að skrifa tískubók? Bíddu bara úti í bíl. Ég held að verstu tískuslysin séu þó þegar maður lendir í því að mála sig of mikið – ég fæ hroll þegar ég skoða 20 ára gamlar myndir af mér. Tala nú ekki um að spreyja of miklu og vondu ilmvanti. Ég hef pottþétt lent í því þegar t.d. Calvin Klein kom með Eternity og Es- cape og alla þessa gömlu góðu ilmi, ég bókstaflega ofnotaði þá … kannski gerðu það bara allir á þess- um tíma, a.m.k. sagði aldrei neinn neitt við mig. En allt annað fyrirgefst. Hvaða vetrartrend ætlar þú að tileinka þér? Kjóla, leður, prjón, flauel, skemmilegar yfirhafn- ir, húfur og hatta og að sjálfsögðu hnéhá stígvél. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Úff, ég á föt mjög lengi því ég kaupi mér yf- irleitt klassískar flíkur sem ég blanda svo með nýjustu trendunum. Ef ég hitti á gott gallabux- nasnið og lit sem ég fíla þá eru það alltaf bestu kaupin sem og flottir skór. Í seinni tíð elska ég flottar yfirhafnir og hef keypt mér nokkrar sem ég nota ár eftir ár. En þau verstu? Ég held klárlega að verstu kaupin mín hafi verið vesti sem ég keypti á verslunarfylliríi í Am- eríku fyrir nokkrum ár- um en þá missti ég mig í Mall of America og keypti mér grænt loð- vesti í Urban Outfitt- ers. Minnti pínu á ógreiddan Kermit frosk í þessu vesti. Hvaðan sækir þú innblástur? Það er ótal margt sem veitir mér innblástur. Það má segja að ég sæki innblástur í alla fallega hluti, hönnun og arkitektúr. Nú svo veita börnin mín, vinir mínir og fjölskylda mér mikinn innblástur sem og skemmtileg verkefni. Mér finnst nefnilega svo mik- ilvægt að hafa gaman af lífinu því þá kemur inn- blásturinn til manns á svo ótal vegu. Jákvæðni núm- er eitt tvö og þrjú, takk. Hverju er mest af í fataskápnum? Í dag eru það kjólar en ég elska að nota kjóla bæði fínt og hversdags. Ég á kjóla sem ég get notað fínt og síðan klætt þá niður. Ég elska flíkur sem ég get notað við öll tækifæri. Ég tek reglulega til í fataskápnum mínum (ókei, nú veit ég að fjölskylda mín fær hláturskast) en ég að vísu tek föt frá sem ég nota ekki hverju sinni og reyni að sortera t.d. tvisvar á ári út sumarfötin þeg- ar haustar og svo vetrarfötin að vori. Í dag er að vísu mikið svart í skápnum mínum en þó virðist vera sem gull og glamúr sé að vakna til lífsins, enda þessi árstími núna sem maður virkilega má vera ýktur í öllum pallíettunum og skrautinu. Elska þennan árs- tíma. Ég á alltaf ákveðnar grunnflíkur sem ég nota mik- ið og ætli ég eigi ekki mest af svörtum hlýrabolum og gallabuxum en ég klæði bæði gallabuxur upp og niður og svo nota ég hlýraboli mikið innanundir því mér finnst alltaf flott að vera í lagskiptum fatnaði. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Innst inni er ég í raun klassísk í fatastíl mínum en að sjálfsögðu er tískudívan aldrei langt undan. Þetta er svona pínu eins og að vera blanda eða kokteill. Stundum er ég prúð meyja og stundum pínu villt ljón. Ég er frekar mínimalísk og vil hafa einn flottan hlut en er minna í jólatrés- stemningunni þó svo að ég muni að sjálfsögðu taka fram skrautið í desember og skreyta mig frá toppi til táar. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Pottþétt bannárin, „roaring twenties“, – villt glæpamennska, villt tíska, leynibúllur þar sem mafíósar og skvísur skemmtu sér. Charleston var dansinn. Þetta er pottþétt ÍSLENDINGAR ERU MEÐ FLOTTAN STÍL OG ÞORA AÐ VERA ÖÐRUVÍSI Tískudívan er aldrei langt undan EVA DÖGG, EIGANDI VEFSÍÐUNNAR TÍSKA.IS, HEFUR STARFAÐ Í TÍSKUBRANSANUM Í UM 20 ÁR. NÝVERIÐ KOM ÚT TÍSKUBÓKIN Í RITSTJÓRN EVU DAGGAR ÞAR SEM HÚN HJÁLPAR LESENDUM AÐ FINNA SINN EIGIN STÍL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Coco Chanel Góðar gallabuxur eru nauðsynlegar í fataskápinn. Eitt af vetrartrend- unum er hnéhá stígvél. Eva Dögg kaupir yfirleitt klassískar flíkur sem hún blandar svo með nýjustu trendunum. Morgunblaðið/Ómar *Föt og fylgihlutir Á veturna er vissara að vera vel skóuð og gróf ökklastígvél geta komið sér vel í slabbinu »40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.