Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 39
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 B aggalútsmenn halda því fram að einstæðar mæður geri ekkert annað en að kæla kampavín í drasl, spyrða sig í sparigallann, sparsla fésið og draga öskupöddufulla drullusokka með sér heim. Það getur vel verið að þetta viðgangist í einhverjum kreðsum en þetta á ógurlega lítið við í mið- bænum þar sem ég bý. Þessar einstæðu mæður sem ég þekki eru svo uppteknar við það að sigra heiminn að þær myndu aldrei eyða dýrmætum tíma sínum í einhverja ógæfumenn … Ég veit ekki hvort það er bara nóvember eða hvort ég er hrein- lega að verða miðaldra því sjaldan hef ég verið uppteknari af því að „kjarna mig“. Mér til mikillar skelfingar áttaði ég mig á því að ég væri kannski að ganga fulllangt með þessa „kjörnun mína“ þeg- ar ég rakst á heilgalla úr flísi í matvöruverslun. Fyrrnefndur flísgalli fékk mig til að gleyma því sem ég ætlaði raunverulega að kaupa enda stoppaði ég, skoðaði gallann vandlega og strauk honum. Svo hugsaði ég með mér að þetta væri nú akkúrat eitthvað sem ég yrði að fá fyrirfram í skóinn. Þegar ég væri búin að veltast um í engiferbaði og nudda skrokkinn upp úr Arnicu- olíu gæti ég farið beint í flís- heilgallann sem myndi svo sann- arlega sjá til þess að ég gæti „kjarnað mig“ inn að beini. Þið verðið að átta ykkur á því að einhleypar konur þurfa að vinna með aðeins annan staðalbúnað en giftar konur. Það væri til dæmis mjög gott að eiga slíkan heil- galla þegar einhleypa konan sofnar yfir sjónvarpinu. Eig- inmenn bera eiginkonur sínar inn í rúm ef þær sofna fyrir framan sjónvarpið, á meðan einhleypar konur vakna upp með andfælum einar og yf- irgefnar í sjónvarps- sófanum. Heilgalli úr flísi myndi sjá til þess að einhleypa konan vaknaði mjúk- lega. Þar að auki væri líkamshitinn ekki við frostmark og einhleypa konan þyrfti þar af leiðandi ekki að hringja sig inn veika daginn eft- ir. Flísgallinn sem ég hnaut um var með hettu sem gæti kom- ið sér vel fyrir ein- hleypar konur sem þurfa stundum að skjótast út í sjoppu að kvöldlagi. Þá gætu þær sett hett- una á sig og þannig dulbúið sig á núll einni. Einstæðar mæður gera þó fleira en að kjarna sig því þær eru lunknar við að halda hjólum at- vinnulífsins gangandi. Ég er alveg handviss um að Lásaopnanir ehf. væru farnar í þrot ef ég væri ekki einhleyp. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að hringja í þetta ágæta fyrirtæki til að biðja þá um að hleypa mér inn á mitt eigið heimili. Um síðustu helgi gafst ég upp, þegar ég áttaði mig á því að ég væri lyklalaus, og ákvað að klifra inn til mín (ég bý ekki í kjall- ara). Ég sparkaði af mér lakkskónum, lyfti kjólnum upp og hófst handa við að klifra upp og að endingu toga mig bókstaflega inn um gluggann … eins og 36 ára tveggja barna mæður gera … martamaria@mbl.is Þessi fæst í Hagkaupum og kostar 5.990 kr. Líf einstæðra mæðra Þessi Arnicu-olía frá Weleda er dásamleg. Þessi er með hundamunstri og passar fyrir þær sem langar í gæludýr. Náttgalli úr flísi fæst í Hag- kaupum. Hann kostar 5.990 kr. Heimsþekktar gæðavörur sem allir þekkja Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðju búðirnar, BYKO búðirnar, ELKO búðirnar, Hagkaups búðirnar, Byggt og Búið, Kaupfélag Skagfirðinga, Geisli, Skipavík, Aha.is, Heimkaup.is. 60 ára reynsla á Íslandi Útsölustaðir: Apótek og Heilsuverslanir um allt land. Háralitir fyrir konur sem velja náttúrulegan háralit og hárið glansar af heilbrigði • Inniheldur ekki Paraben, algengasta innihaldsefni sem veldur ofnæmisáhrifum í háralitun • Hylur grá hár 100% • 24 náttúrulegir háralitir • Hárlýsingarlitur (strípuefni) plasthetta og hárpinni innifalin • Náttúrulegar jurtir sem gefa hárinu gljáa og mýkt • Varanlegur háralitir sem helst fallegur í 3 mánuði • Ofnæmisprófaður • Íslenskar leiðbeiningar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.