Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaÞað er góð regla að reyna að spara ekki minna en tíu prósent af útborguðum launum Í nógu er að snúast hjá Hjördísi Ástráðs- dóttur, kynningarfulltrúa Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Þessa dagana fer vinnutíminn einkum í að undirbúa Jólatónleika Litla tón- sprotans, sem hún segir vera eina hátíðleg- ustu tónleika sveitarinnar. Hún reynir að spara í heimilishaldinu með góðu skipulagi. Hvað eruð þið mörg í heimili? Heimilið er oft og tíðum þriggja kynslóða ættarsetur þar sem synirnir tveir, Gils og Jóel, njóta þess að alast upp með báðum foreldrum og ömmu. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum Ísskápurinn hýsir alltaf mjólk, egg, ost og abt-mjólk. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Það er lifandi stærð sem er æ fyrirferð- armeiri í hverjum mánuði. Hvar kaupirðu helst inn? Stórinnkaupin eru gerð í Bónus í Garðabæ en það sem á vantar fæst í Fjarðarkaupum. Einnig er gott að geta stólað á Hagkaup 24 tíma á sólarhring ef eitthvað gleymist. Hvað freistar helst í matvöru- búðinni? Dökkt súkkulaði freistar mest en þó er allt sem er ferskt og fallegt á litinn alltaf girni- legt. Mjög erfitt er að standast freisting- arnar í Frækorninu, heilsuhorni Fjarð- arkaupa. Hvernig sparar þú í heimilis- haldinu? Á hefðbundinn hátt, með góðu skipulagi og vitneskju um hvað er til í ís- og frystiskápn- um ásamt heimaræktun á grænmeti. Hvað vantar helst á heimilið? Það vantar nú sitthvað og hugurinn girnist ýmislegt en helst langar mig í heildarsafn Jónasar Hallgrímssonar í viðhafnarbúningi. Eyðir þú í sparnað? Já … eða nei, stundum en alltaf og reglulega fyrir synina. Skothelt sparnaðarráð? Kaupa bláa strætókortið, hagkvæmt og þægilegt. Ég tek strætó eins oft og ég get og kem mér þannig undan darraðardansinum í umferðinni og streituvaldandi akreinatjútti ökumanna á álagstímum. Eins ráðlegg ég að fjárfesta í menningu í áskrift, til dæmis regn- bogakorti Sinfóníunnar sem hægt er að kaupa allt árið. HJÖRDÍS ÁSTRÁÐSDÓTTIR KYNNINGARFULLTRÚI Ræktar eigið grænmeti Hjördís segir bláa strætókortið góða sparnað- arleið og þægilegt að sleppa við darraðardans- inn sem fylgir því að aka sjálfur í umferðinni. Morgunblaðið/Rósa Braga Aurapúkinn telur sig vera heppinn að eiga þess kost að vinna heima. Þegar Púkinn fékk fyrst að prufa að vinna heiman frá sér uppgötvaði hann að þannig má spara bæði mik- inn tíma og peninga. Ef meðalferðalagið til vinnu á höfuðborgarsvæðinu kallar á 20 mínútna akstur aðra leið þá má, með því að vinna heima tvo daga í viku, spara hátt í sex klukkustundir af ferðatíma yfir mánuðinn og allt að 200 km af akstri. Margt gagnlegt má gera við þennan viðbótartíma og bens- ínsparnaðurinn ætti að vera í kring- um 10-25 lítrar á mánuði eftir stærð og gerð bílsins. Aurapúkinn veit að það að vinna heima hentar ekki öllum. Sum störf bjóða ekki upp á fjarvinnu og mörgum þykir heimaumhverfið truflandi. Þeir sem telja sig ráða við freistingarnar og truflanirnar heima ættu þó endilega að prufa og sjá hvað sparast. púkinn Aura- Fjarvinnan borgar sig H vað er of og hvað er van þegar fjár- mál heimilisins eru annars vegar? Hversu mikið þarf að spara, hvað má heimilið kosta og hvað ætti að kaupa háa líftryggingu? Bandaríski heimilisbókhaldsvefurinn Mint.com hefur tekið saman nokkrar gagnlegar þum- alputtareglur sem svara þessum spurningum og fleirum. Eru þar á ferð góð ráð sem geta varðað leiðina að fjárhagslegri heilsu. 10% beint í sparnað Fyrst ber að nefna mikilvægi þess að spara reglulega. Góð viðmiðunarupphæð er 10% af út- borguðum launum. Að temja sér að spara er fjarskagóður siður enda hjálpar sparnaðurinn til við að standa straum af óvæntum útgjöldum og stórinnkaupum sem annars myndi þurfa að taka lán fyrir. Það er gott að eiga varasjóð en enn betra að geta komist hjá lántöku þegar t.d. skreppa á til útlanda eða kaupa nýtt sjónvarp í stofuna. Einnig er rétt að stefna að því að eiga neyð- arsjóð sem jafngildir útborguðum launum þriggja til sex mánaða. Reikna má með áföllum einhvern tíma á lífsleiðinni, s.s. dýrri viðgerð á bílnum, atvinnumissi eða löngum veikindum. Neyðarsjóðurinn er öryggispúði sem mildar höggið. Rausnarleg líftrygging Mint.com mælir með því að fólk líftryggi sig fyr- ir sem nemur sexföldum árlegum tekjum heim- ilisins. Slíkar tryggingar ættu ekki að vera óhóf- lega dýrar ef tryggingataki er ungur, en geta skipt öllu fyrir það hvernig fjölskyldumeðlimum reiðir af ef önnur fyrirvinnan fellur frá. Fasteignakaup eru einhver stærsta og hættu- legasta fjárfesting sem fólk ræðst í á lífsleiðinni. Góð þumalputtaregla er að taka ekki meira en 80% lán fyrir eigninni og fá ekki meira að láni en sem nemur tvöföldum árstekjum heimilisins. Ef þessar reglur eru brotnar er töluverð hætta á að fasteignalánin geti orðið óviðráðanleg ef trufl- un verður á tekjustreyminu eða sveiflur verða í fasteignaverði. Hvaða lán eru dýrust? Góð regla er síðan að fara vandlega yfir skuldir heimilisins og byrja á að borga fyrst niður þær skuldir sem bera hæstu vextina, og greiða skuld- irnar niður eins hratt og kostur er. Það liggur t.d. meira á að borga niður yfirdráttinn og greiðslukortadreifinguna sem algengt er að beri 12-16% vexti en að greiða upp námslánin hjá LÍN sem bera allt að 3% vexti. Með réttu yfirsýnina getur jafnvel komið í ljós að það skiptir meira máli að hreinsa upp skuld- irnar en að leggja fyrir og fjárfesta. Ávöxtunin sem vænta má af fjárfestingum er oftast mun minni en vextirnir sem greiða þarf af skuld- unum. EINFALDAR VIÐMIÐUNARREGLUR FYRIR FJÁRHAGINN Ertu með þumalputta- reglurnar í lagi? Gott er að stefna að því að eiga neyðarsjóð sem nemur þriggja til sex mánaða tekjum til að dempa höggið af fjárhagslegum áföllum, s.s. atvinnuleysi. Mynd úr safni tekin hjá Vinnumálastofnun. Morgunblaðið/Árni Sæberg HVAÐ ÆTTI FASTEIGN AÐ KOSTA SEM HLUTFALL AF TEKJUM HEIMILISINS? HVERSU STÓR ÆTTI VARASJÓÐURINN AÐ VERA? Á AÐ GERA FYRST UPP VIÐ GREIÐSLUKORTAFYRIRTÆKIN EÐA LÁNASJÓÐINN? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.