Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Side 47
„Ég er frjálslyndur og trúi á frelsið – vil að maðurinn fái að gera það sem hann vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Frjálshyggja er hins vegar orðið einhvers konar níð- heiti, notað yfir það sem olli kreppunni. Hins vegar var það einmitt svo að á þeim árum var engin frjálshyggja í gangi heldur var til staðar ofvaxið ríkisbákn með ríkisábyrgð og það kalla ég ekki frjálshyggju. Einhvern tímann var orðið „pilsfaldakapítalismi“ notað yf- ir þetta, þegar ábyrgðin var á ríkinu og fólkinu en frelsið hjá markaðsaðilunum. Bankarnir spiluðu djarft því þeir vissu að ríkið stæði að baki þeim. Það voru þessi ríkisaf- skipti sem brengluðu markaðinn – og menn komust upp með að spila á kostnað annarra.“ Af hverju átt þú betur heima í listinni en á svona átaka- vettvangi sem þú hefur svo miklar skoðanir á? Félagar þín- ir hafa jú margir hverjir farið þangað? „Já, sumir. Ég nærist svo á skapandi umhverfi og að ein- hverju leyti líður mér alltaf illa í umhverfi þar sem fólk tal- ar ekki frjálslega. Ég verð að vera einhvers staðar þar sem hægt er að gera mistök því mistök eru nauðsynleg – annars lærirðu ekkert. En í pólitík máttu ekki gera mistök. Þess vegna segja stjórnmálamenn gjarnan: „Ég vil ekkert segja um það á þessari stundu.“ Tilhugsunin að sitja á fundi og vita að maðurinn sem talar gegn þinni hugmynd gerir það bara vegna þess að hann er í öðrum flokki er algerlega óþolandi. Ég held ég sé of viðkvæmur til að þola það. Fólk þarf að vera einlægt og heiðarlegt. Ég sá von í Jóni Gnarr en skil vel að hann hafi gefist upp á verkefninu og ég skil Gísla Martein líka vel að hafa yfirgefið vettvanginn, að sinni að minnsta kosti. Það er eitthvað rotið við kerfið okkar, það virðist vera svo að þeir sem koma ungir, ferskir og fullir af hugsjónum þarna inn flækist um í kerfinu og reki sig á þá veggi að aðferðirnar sem þarf að nota til að koma einhverju í verk eru ekki í anda hugsjónanna heldur gjarnan leið- indasamningar á bak við tjöldin.“ Hélt alltaf að lífið væri að fara að byrja Eftir nám í Leiklistarskóla Íslands átti Rúnar Freyr ekki í vanda með að landa samningum og burðarhlutverkum. Hann fékk strax fastan samning við Þjóðleikhúsið og nokkr- um árum síðar við Borgarleikhúsið. Hann hefur þá starfað með Vesturporti, leikstýrt sjálfur stykkjum og margt fleira til. Það er svolítið skrýtið að renna augum yfir náms- og starfsferil Rúnars Freys og hugsa til þess að hann hafi háð þessa baráttu við Bakkus meðan hann sinnti stórum verk- efnum. Hver er upplifun Rúnars Freys af þeim árum áður en hann náði bata? „Hjá mér var það þannig að áfengi átti alltaf að koma inn í hlutina. Þau voru nokkur árin þannig að ef ég var glaður, var búinn að frumsýna eða hafði staðið mig vel – þá * „Ég er Guðrúnu Jónuótrúlega þakklátur. Þaðhlýtur að hafa reynt talsvert á hana þegar ég var að hefja minn bata og gerir kannski enn. Hún hefur reynst mér ótrúlega vel og sýnt mér fá- dæma góðmennsku og hlýju. Börnin hafa líka veitt mér mikinn styrk, þau eru ynd- isleg og nærvera þeirra hefur svo sannarlega hvatt mig áfram til góðra verka.“ 17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.