Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 50
„Við vorum að leita að manni sem gæti leikið þennan karakter sem er alveg ofboðslega stór, nánast ómennskur og er kallaður The Mount- ain.“ Framleiðendurnir voru með nokkra leikara í huga en enginn gat tekið þetta að sér. Nú voru góð ráð dýr og framleiðendur þáttanna fóru til síns heima og ætluðu að leggja höfuðið í bleyti. Skyndilega leitaði hugur Newman til Íslands og hann stökk í símann og hringdi í Daða Svein- bjarnarson, stjúpson sinn. Spyr hvort hann viti ekki um einhvern stóran og stæðilegan mann sem geti jafnvel haldið á fimm feta stóru sverði. Daða datt Hafþór strax í hug og sendi Newman mynd sem hann sýndi svo hinum framleiðendunum sem tóku vel í hugmynd Daða og Newman. „Í rauninni var þetta skemmtilegt slys. Mig vantaði mann, ákvað að hringja til Íslands og talaði við Daða sem sendi mér mynd. Eftir nokkrar tilraunir að reyna að finna Hafþór höfðum við uppi á honum í gegnum Facebook og þá var hann staddur í Pek- ing. Þá hugsaði ég að þetta væri aldrei að fara að gerast. En það voru allir í kringum þáttaröðina svo jákvæðir í garð Hafþórs þannig að þegar við vorum á Íslandi að taka upp síðustu seríu þá hittum við hann og settum í áheyrnarprufu. Þó hann þurfi ekki að hafa neinn bakgrunn í leiklist þá þarf hann að Þ að gleður mig mikið þegar Íslendingar koma við sögu í mínum verkum,“ segir Chris Newman, framleiðandi Game of Thrones, þar sem hann stendur í eftirtökum á Game of Thrones í Belfast. Hann tekur sér hlé frá störfum en hann segist alltaf vera glaður að tala við ís- lenska fjölmiðla. Newman þessi er ein helsta ástæða þess að Hollywood og aðrir fóru að horfa á Ísland sem kvikmyndastað. Þegar hann kom hingað til lands 1987 til að vinna að þáttunum um Nonna og Manna féll hann ekki aðeins fyrir landinu og landslaginu heldur bankaði ástin að dyrum í miðjum tökum. Nonni og Manni eru enn vinsælir þættir enda var vel vandað til verka. Newman fór reynslunni ríkari frá landinu og með Önnu Ásgeirsdóttur upp á arminn en hún er eiginkona hans í dag og búa þau í London og hafa gert síðan 1987. Í dag vinnur Newman bara að þáttunum Game of Thrones en hann fær frí frá því að tökum lýkur í nóv- ember og þangað til nýtt handrit að næstu þáttaröð er tilbúið í byrjun febrúar. Eins og aðdáendur þáttanna vita sem og flestir Íslendingar tóku Newman og félagar upp hér á landi og leikur Ísland veigamikið hlutverk sem landsvæðið handan veggsins. Í næstu þáttaröð leikur kraftajötunninn Hafþór Júlíus Björnsson stórt hlutverk sem The Mountain og er hlutverkið eitt það stærsta sem Íslendingur hefur fengið í erlendri sjónvarpsþáttaröð. Game of Thrones eru gríðarlega vinsælir þættir en síðustu tvær seríur hafa verið tekn- ar hér á landi að hluta, báðar að vetrarlagi en í næstu seríu verður Ísland í sumarskrúða. CHRISTOPHER NEWMAN ER NAFN SEM EKKI MARGIR KANNAST VIÐ EN HANN ER AFKASTAMIKIL KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI Í HOLLYWOOD OG STARFAR NÚ VIÐ FRAMLEIÐSLU Á ÞÁTTARÖÐINNI GAME OF THRONES. HANN STAKK UPP Á ÍSLANDI SEM TÖKUSTAÐ FYRIR ÞÆTTINA OG EINNIG HAFÞÓRI JÚLÍUSI Í HLUTVERK THE MOUNTAIN SEM ER EITT STÆRSTA HLUTVERK SEM ÍSLENDINGUR HEFUR LEIKIÐ Í SJÓNVARPI. ÍSLANDSTENGING NEWMANS HÓFST VIÐ GERÐ NONNA OG MANNA ÁRIÐ 1987 EN Á TÖKUSTAÐ KYNNTIST HANN ÍSLENSKRI EIGINKONU SINNI. HANN VILL GJARNAN KOMA MEÐ FLEIRI VERKEFNI TIL ÍSLANDS. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Chris Newman og Anna Ásgeirsdóttir á góðri stundu í Kaliforníu. Anna vann við búninga í Nonna og Manna- þáttunum þar sem Chris var einn af aðalframleiðendunum. AFP 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Kom með Hollywood til Íslands

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.