Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 53
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Á sunnudag kl. 14 verður
sýnd í Listasafni Íslands ný
heimildarmynd um Kristínu
Gunnlaugsdóttur mynd-
listarkonu. Að sýningu lokinni, kl.
14.45, mun Kristín fjallar um sköp-
unarverkið við gesti.
2
Benedikt Hjartarson, lektor
í almennri bókmenntafræði,
fjallar á sunnudag kl. 15 um
ljósmyndaverk rússneska
meistarans Alexanders Rodchen-
kos á sýningunni á verkum hans á
Kjarvalsstöðum. Mun Benedikt fjalla
um verk hans í samhengi listar og
framúrstefnu á 20. öld.
4
Arnar Jónsson flytur í ann-
að sinn á sunnudagskvöld hið
áhugaverða leikverk Þorvald-
ar Þorsteinssonar í Þjóðleik-
húsinu. Arnar heldur nú upp á 40 ára
leikafmæli og er höfundarins jafn-
framt minnst með sýningunni.
5
Rokkunnendur ættu að
flykkjast í Smárabíó á laug-
ardagskvöld klukkan 22. Þá
verður endursýnd, vegna
fjölda áskorana, rómuð þrívíddar-
kvikmynd leikstjórans Nimród Antal
um hljómsveitina Metallica. Hún var
sýnd á dögunum í Háskólabíói og
seldust miðarnir upp á skömmum
tíma. Nú gefst annað tækifæri …
3
Áhugaverðri sýningu á vegg-
spjöldum eftir Sigga Egg-
ertsson hönnuð lýkur á laug-
ardag í hönnunarversluninni
Sparki að Klapparstíg 33. Innsetningin
byggist á átta veggspjöldum sem hægt
er að raða saman á ótal vegu.
MÆLT MEÐ
1
Tónlist tungumálsins“ er yfirskrift ann-arra tónleika vetrarins í tónleikaröð-inni Hljóðön í Hafnarborg, sem haldn-
ir verða á sunnudag klukkan 20. Á
tónleikunum koma fram söngkonan Marie
Guilleray og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleik-
ari og hyggjast þær leiða hlustendur inn í
tónlistina sem býr innan í og að baki tungu-
málinu. Á efnisskránni eru verk sem eiga
það sameiginlegt að nýta tungumálið sem
tónlistarlegan efnivið, en meðal höfunda eru
Peter Ablinger, Georges Aperghis, Cathy
Berberian, Luciano Berio, söngkonan sjálf
og Atli Ingólfsson.
„Ég leik fjögur einleiksverk sem hvert
byggist á rödd frægs einstaklings, sem heyr-
ist í bakgrunninum,“ segir Tinna. „Tón-
skáldið, Peter Ablinger, hefur tekið frægar
ræður, greint röddina með „spectral“ tækni
og útfært hana fyrir píanó, þannig að píanóið
túlkar tal. Þetta er skemmtileg hugmynd.“
Það er þá reynt á þanþol hljóðfærisins?
„Heldur betur,“ segir hún. „Ég verð að
fylgja röddinni nákvæmlega og nota til þess
taktmæli, ekkert má út af bregða.
Ablinger kallar þetta „Sönglagaflokk“ og
verkin eru orðin um 80 talsins. Hann byrjaði
á þessu árið 1998. Ég flyt til dæmis raddir
Billie Holiday og móður Theresu.“
Tinna segir að Marie Guillera syngi sóló-
verk, þær verði staðsettar hvor á sinni „eyj-
unni“ í sal Hafnarborgar og mætist í raun
aðeins í stuttu verki Atla Ingólfssonar.
„En það er spennandi að takast á við
svona verk, þetta er ólíkt öllu öðru sem ég
hef prófað. Maður öðlast nýja skynjun á tal-
máli, sem breytist hér í laglínur og ryþma í
píanóröddinni. Og hver rödd hefur svo sann-
arlega sinn karakter.“
Tónleikaröðin Hljóðön er tileinkuð tónlist
frá þessari öld og síðustu, þar sem hug-
myndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða
áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Nafn
tónleikaraðarinnar skírskotar til smæstu
merkingargreinandi hljóðeininga tungumála,
grunneininga sem púsla má ólíkt saman svo
úr verði tilraun til merkingar.
Marie Guilleray er búsett hér á landi en
starfar sem söngkona, tónskáld og hljóð-
listakona víða um Evrópu. Hún flytur tónlist
úr ólíkum áttum, svo sem frjálsan spuna, til-
raunatónlist, samtímatónlist og raftónlist, og
þróar óhefðbundna söngtækni og rafhljóð til
að víkka og kanna hliðar raddarinnar.
Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari býr að
víðtækri reynslu á sviði nýrrar tónlistar.
Hún er menntuð sem klassískur píanóleikari
en segir 21. öldina vera sína ástríðu þegar
kemur að tónverkum. Hún vinnur náið með
mörgum íslenskum tónskáldum.
MARIE GUILLERAY OG TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR KOMA FRAM Á TÓNLEIKUM Í HAFNARBORG
Tal frægs fólks leikið á píanó
HUGMYNDAAUÐGI TÓNSKÁLDA
ER Í FYRIRRÚMI Á TÓNLEIKUM
Í HAFNARBORG Á SUNNUDAG.
Tinna og Marie mætast aðeins í stuttu verki
Atla Ingólfssonar á tónleikunum.
Morgunblaðið/Rósa Braga
„Það hefði verið afar erfitt, ef ekki ógerlegt
að koma þessu verkefni á svið ef það hefði
ekki fengið góðan stuðning,“ segir hann.
„Þetta er ekki þess háttar söluvara sem hent-
ar fyrir YouTube eða annan þriggja mínútna
skammt. Ég hef áhyggjur af því að tölvurnar
og þessi rafræna miðlun kalli á einnota upp-
lifun þar sem fólk hlustar einu sinni og hendir
svo, fer ekki dýpra. Þá kemst fólk heldur ekki
dýpra í sálarlífið og það er takmarkað hvað
maður lærir eða upplifir.
Nú er talsvert rætt um að skera niður
stuðning við menninguna. Það er í raun ekki
boðlegt hvað skammtímaminni stjórnmála-
manna er slæmt, og langtímaminni sumra
virðist enn verra. Það er eins og gleymist
stöðugt að menningin skilar aftur út í sam-
félagið beinhörðum peningum, það hefur allt
saman verið reiknað út. Síðan er hitt sem
menningin skilar og ekki er hægt að reikna í
fjármunum, það sem þroskar fólk og styður
okkur sem tilinningaverur.“
Sverrir rifjar upp að fyrir nokkrum árum
var hann beðinn um að leiða hóp fimmtán ís-
lenskra listamanna til Japan, þar sem þau
komu fram í fimmtán borgum og sýndu í troð-
fullum sölum. „Þegar ég vildi forvitnast um
það hvernig hafi staðið á því að okkur hafi
verið boðið í þennan ótrúlega leiðangur, þá
var svarið: Menningin er hafið sem þjóðfélagið
siglir á. Það ættu allar þjóðir að taka sér til
fyrirmyndar. Lífið er fátæklegt þar sem
menningin fær ekki að blómstra.“
„Verkið verður bara flutt í þessi tvö skipti, þetta verður ekki endurtekið,“ segir Sverrir Guðjónsson. Hér eru fjórir fimmtu hlutar hópsins. Hugi Guð-
mundsson tónskáld, Sverrir, myndlistarmaðurinn Joshue Ott og Hilmar Jensson gítarleikari. Matthías Hemstock ásláttarleikari er sá fimmti.
Morgunblaðið/Ómar