Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Menning F yrir nokkrum árum fékk ég það verkefni að skrifa niður íslensk rímnalög og þau kveiktu í mér. Ég sá að þar væri mögulega komin einhver rót sem ég gæti unnið út frá,“ segir Þórður Magnússon tón- skáld. Hann bætir við að rímnalögin hafi vídd og dýpt að sækja í. Þórður hefur sent frá sér geisladisk með kammertónlist eft- ir sig og kallar hann La Poesie. Á honum eru fjögur verk, „Kvartett fyrir klarinett, fiðlu, selló og píanó“; „Það mótlæti þankinn ber“, sem er umritun fyrir tvö píanó á verki sem hann samdi fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands; „Rapsódía fyrir kontrabassa og píanó“; og „Saxófónkvartett“. Tónskáldið segir þráðinn milli þessara verka vera rímnalögin. „Elsta verkið á diskinum er orðið sex ára gamalt og var það fyrsta sem ég nota íslensk rímnakvæði í. Inn á milli hef ég samið önnur verk sem tengjast þeim ekki neitt en þau eru ekki á diskinum.“ Hvað hefur fengið Þórð til að leita aftur og aftur í þennan arf? „Ætli ég sé ekki að vinna gegn einhverskonar alþjóðavæð- ingu í sjálfum mér,“ segir hann og brosir. „Þessi mikla al- þjóðavæðing, sem er farin að setja mark sitt á nútímann, fær fólk víða til að skoða rætur sínar og leita uppi hvað má gera á þeim grunni. Ef það er ekki gert verður heimurinn sífellt eins- leitari og það er ekki eftirsóknarvert.“ Þórður segist aðeins líta á rímnalögin sem byggingarefni. Hann sé ekki að gera þeim neitt sérstaklega hátt undir höfði, heldur noti þau „eins og hverja aðra legókubba. Þessi lög eru þarna og bíða eftir að vera notuð – og þau eru kannski líka einhverstaðar inní okkur, partur af okkar þjóðarvitund, þótt við gerum okkur ekki endilega grein fyrir því. Annars held ég að tónlistin hljómi ekki eitthvað sér-íslensk fyrir vikið. Yfirbragð hennar er, þrátt fyrir íslensku lag- stúfana, frekar alþjóðlegt og meira í ætt við okkar sameig- inlegu evrópsku hefð.“ „Tradisjónalisti“ Þórður er fertugur og hefur, auk þess að vekja athygli fyrir ferskar og þróttmiklar tónsmíðar, getið sér orð sem slyngur útsetjari. Hann lauk prófi í tónsmíðum og tónfræði við Tónlist- arskólann í Reykjavík árið 1996 og hlaut í kjölfarið styrk til að nema við Konservatoríið í París. Hann hefur sótt námskeið og fyrirlesara hjá virtum kennurum og fræðimönnum í sínu fagi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga, tilnefninga og styrkja; hann var til dæmis árið 2004 tilnefndur til tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir kantötuna „Ó, Jesú eðla blómi“. Getur hann lýst því hverskonar tónskáld hann er? „Ég held ég geti sagt að tónsmíðastíllinn minn hafi þróast smátt og smátt, ég settist aldrei niður og ákvað hvernig tón- skáld ég vildi verða. En ef ég ætti að lýsa verkum mínum í dag myndi ég kalla mig „tradisjónalista“, að því leyti að ég geri ekki miklar tilraunir í notkun á hljóðfærum. Þess í stað hef ég mjög gaman af að raða saman tónhæðum og vinna með hljómrænt efni; frekari vinna með hljóðheim hljóðfæranna myndi vinna gegn því,“ segir hann og bætir við að tónverkin sín séu einskonar leikur að tónhæðum og hryn. Engin rafhljóðfæri „Ég trúi því að þessi nálgun mín takmarki mig ekki, ég hef nægilega vídd til að tjá mig, þótt ég fari ekkert út í að víkka hljóðheima hljóðfæranna neitt frekar.“ Á Þórður sér eftirlætis hljóðfæri að semja fyrir? „Eiginlega sem ég tónlistina alfarið á píanó. Þar af leiðandi er það líklega mitt uppáhalds hljóðfæri. En vissulega hafa öll hljóðfæri sinn sjarma. Hinsvegar takmarkast minn hljóm- heimur, sem tónskálds, eiginlega við þessi klassísku hljóðfæri Vesturlanda frá 18. og 19. öld. Ég nota ekki rafhljóðfæri, þótt það sé í boði. Það myndi bara taka frá þessum hljóðheimi sem ég hef kosið að vinna út frá. Eitt verkið á diskinum er saxó- fónkvartett og saxófónninn er líklega síðasta innleggið í þenn- an hljóðfæraheim, áður en hann staðnaði. Og á vissan hátt eru hljóðfærin sem ég vinn með stöðnuð – eða hægt hefur á þróun þeirra – en það þarf ekki að vera slæmt. Þetta er hefð sem ennþá er unnið með á skapandi hátt. Þannig er flutningur á sinfóníum eftir Beethoven allt öðruvísi í dag en hann var fyrir hundrað árum. Því er alltaf þróun, þótt ekki sé verið að bæta nýjum hljóðfærum við…“ Konsert fyrir Víking Heiðar Hvernig er að vera tónskáld á Íslandi í dag? Getur Þórður helgað sig tónsmíðum? „Það er mismunandi frá einum tíma til annars. Ég hef verið svo heppinn að fá nokkrum sinnum listamannalaun og það hef- ur hjálpað heilmikið, því á meðan get ég minnkað við mig í annarri vinnu og búið mér til tíma til að einbeita mér að tón- smíðunum. Annars hef ég aðallega unnið við kennslu í tónlist. Kenni hljómfræði, tónheyrn, tónfræði, tónlistarsögu… Þegar ég hef verið á listamannalaunum hef ég getað dregið úr kennslunni og átt nokkrar klukkustundir á dag til að sitja við og semja, sem er nauðsynlegt. Maður þarf að vera í rútínu til að ná árangri við að semja. Þegar kennslan er orðin of mik- il þá er lítill tími og orka afgangs.“ Nýja diskinn vann Þórður að mestu leyti sjálfur og segir það mikla breytingu að fyrir nokkrum árum hefði þurft rándýr tæki til að hljóðrita og aðstöðu til að hljóðblanda. Stafræna byltingin hefur svolítið breytt því. En hvaða verkefni er hann með í pípunum? „Ég var að ljúka við að klippa saman konsertino sem ég skrifaði fyrir kontrabassa, strengjasveit og hörpu en við hljóð- rituðum hann í sumar. Ég fékk á sínum tíma tvær pantanir í röð á sólóverki fyrir bassa, sem er óvenjulegt. Hitt er á disk- inum. Síðan er ég kominn vel áleiðis við að semja píanókonsert fyrir Víking Heiðar. Ég þurfti að setja hann til hliðar um tíma en nú sest ég við og lýk honum.“ Þórður segist hafa „gaman af að raða saman tónhæðum og vinna með hljómrænt efni“. Hér er hann á vinnustofunni; verkin semur hann flest á flygilinn. Morgunblaðið/Einar Falur ÞÓRÐUR MAGNÚSSON TÓNSKÁLD HEFUR SENT FRÁ SÉR DISK MEÐ NÝRRI KAMMERTÓNLIST Rímnalögin eins og legókubbar „ÞESSI LÖG ERU ÞARNA OG BÍÐA EFTIR AÐ VERÐA NOTUÐ,“ SEGIR TÓNSKÁLDIÐ ÞÓRÐUR MAGNÚSSON UM RÓTINA SEM HANN VINNUR ÚT FRÁ Í TÓNVERKUNUM SEM HLJÓMA Á NÝJUM DISKI HANS. ÞÓRÐUR HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR FERSKAR OG ÞRÓTTMIKLAR TÓNSMÍÐAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.