Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Síða 64
SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Fáðu Vodafone Guardian Ókeypis snjallsímaforrit fyrir alla foreldra í Google Play Vodafone Guardian Fáðu einfalt og ókeypis snjallsímaforrit sem hjálpar foreldrum að tryggja að börn noti snjallsíma á skynsamlegan hátt. Fæst fyrir Android síma á Google Play. Vodafone Góð samskipti bæta lífið Samsung Galaxy Young 19.990 kr. 1.890 kr. á mánuði Greiðsludreifing í 12 mánuði Samsung Galaxy Fame 24.990 kr. 2.790 kr. á mánuði Greiðsludreifing í 12 mánuði Samsung Galaxy Ace 2 34.990 kr. 3.290 kr. á mánuði Greiðsludreifing í 12 mánuði „Töskurnar mínar urðu eftir í London í tengiflugi til Frakklands og ég þurfti að spila fyrsta gigg túrsins, í frekar flottum tónleikasal, í náttbuxum og app- elsínugulum strigaskóm. Mér fannst það eiginlega bara smá töff,“ segir tón- listarmaðurinn Ólafur Arnalds um ófarir sínar á tónleikaferðalagi um Evr- ópu eftir klúður með farangur hjá flugfélagi. Breska blaðið The Guardian skrifaði einmitt eitt sinn um Ólaf að hann væri tónlistarmaður sem tæki klassísku tónlistina úr axlafylltu jakkafötunum og fínpússuðu skónum og setti hana í strigaskó. „Svo þetta var kannski bara við- eigandi,“ segir hann. Ólafur er þessa stundina að leggja af stað í síðasta legg tónleikaferðalags- ins For Now I am Winter en hann kemur heim í desember og hefur þá spilað á 100 tónleikum víðsvegar um heiminn. Síðan verður haldið aftur af stað í apríl. Þegar Ólafur uppgvötvaði að farangurinn hefði ekki skilað sér var ekki um annað að ræða en að spila í strigaskóm og náttbuxum. L’Épicerie Moderne salurinn þykir flottur tónleikasalur þar sem fólk mætir uppstrílað. Morgunblaðið/Styrmir Kári TÓNLISTARMAÐURINN ÓLAFUR ARNALDS Ólafur var vel til hafður á Airwaves hátíðinni á dögunum þar sem hann lék með Sinfó í Hörpu. Spilaði í náttbuxum og strigaskóm Yves Rossi ferðast öðruvísi en við hin. Þessi 54 ára gamli Svisslend- ingur smíðaði sér vængi og setti á þá þotuhreyfla sem hann getur svo stýrt með handaflinu. Rossi henti sér út úr þyrlu við Fuji-fjallið í Jap- an í vikunni og ræsti búnaðinn. Flaug þrisvar í kringum fjallið áður en hann lenti heill á húfi. Rossy er flugmaður hjá Swiss International Airlines en hann hefur verið að þróa vængina sína síðan 2008. „Það er gríðarlegur munur að vera að fljúga svona eða innilokaður í flugstjórn- arklefa. Það er varla hægt að líkja þessu tvennu saman,“ sagði flug- stjórinn kampakátur eftir flugið. Hann fékk leyfi hjá Hualapai- ættbálknum til að fljúga hjá fjallinu en ættbálkurinn þurfti einnig að samþykkja lendingarstað fyrir Rossy. Það tók hinsvegar næstum þrjá mánuði að fá leyfi til lending- arinnar, en ættbálkurinn var sáttur við flugið en átti erfiðara með að samþykkja að leyfa Rossy að lenda á þessu helga landi. „Ég er mjög heppinn að hafa fengið að gera þetta og ég vona að afrek mín hvetji næstu kynslóð til að fljúga á þennan hátt. Vonandi geta þetta allir eftir nokkur ár.“ FURÐUR VERALDAR Flaug í kringum Fuji-fjall Yves Rossy á fullri ferð hjá Fuji-fjallinu. Búnaðurinn sem hann festi á bakið vegur 60 kíló en alls fór Rossy þrjár ferðir í kringum fjallið. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Jennifer Connelly leikkona Rakel Garðarsdóttir verkefnastýra Vesturports

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.