Morgunblaðið - 06.12.2013, Page 21
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Margt bendir til þess að þau börn sem búa við
heimilisofbeldi en hafa aðgang að fullorðinni
manneskju utan heimilisins sem þau treysta
og er þeim fyrirmynd, eins og kennarar eða
ættingjar, þrói frekar með sér seiglu sem yf-
irstígur áhættuþætti sem heimilisofbeldi get-
ur kveikt. Er þetta niðurstaða ritgerðar
Lindu Bjarkar Huldarsdóttur til meistara-
prófs í menntunar- og
kennslufræðum við Há-
skóla Íslands haustið
2013. Rannsóknarspurn-
ing Lindu var: „Hvað
veldur því að sum börn
sem búa við heimilisof-
beldi hafa seiglu til að
komast í gegnum þá
reynslu sem brýtur önnur
börn niður?“
Linda byggir ritgerðina
á heimildum, skýrslum, erlendum og innlend-
um rannsóknum. „Ég skoðaði aðallega börn
sem komast þokkalega í gegnum þessa lífs-
reynslu þrátt fyrir að búa við erfiðar að-
stæður. Ég er að horfa á seiglu börnin,“ segir
Linda.
„Verndandi þættir í lífi þessara barna er
mjög sterkur þáttur sem kemur þeim í gegn-
um þessa erfiðu reynslu sem ofbeldi á heimili
er. Verndandi þættir eru þeir þættir sem
styrkja barnið og vernda það frá áhættuþátt-
um eins og t.d. heimilisofbeldi. Þessir tilteknu
þættir draga úr líkum á neikvæðri útkomu í
lífi einstaklings. Það hefur mikil áhrif á börn
að búa við slíkar aðstæður og getur haft mjög
neikvæð áhrif, skammtíma- og langtímaáhrif.
Sumir af þessum þáttum koma ekki í ljós fyrr
en á fullorðinsárum. Þessi verndandi þáttur er
lykilpersóna sem að börnin stóla svolítið á.“
Linda skoðaði fyrst og fremst börn sem
hafa orðið vitni að heimilisofbeldi, án þess að
vera fórnarlömb sjálf. En að verða vitni að
slíkum atburðum má flokka sem andlegt of-
beldi. „Að búa við heimilisofbeldi er rosalega
erfitt og sérstaklega þar sem það er oftast á
milli foreldra barnsins sem verður vitni að því.
Erfiðara er fyrir barnið að leita til foreldr-
anna í þessum aðstæðum, frekar fara þau þá
eitthvað annað og leita sér að þessari lyk-
ilpersónu, verndara, það er oft á tíðum kenn-
ari, þjálfari, systkini eða önnur skyldmenni,
aðrir en foreldrar.“
Lykilpersónurnar gera sér ekki endilega
grein fyrir heimilisástandinu þó að þær njóti
trausts barnsins. „Börnin segja ekki beint frá
heimilisaðstæðum. Þau þjást í hljóði, öskra
eftir aðstoðinni, en þora ekki að taka af skarið
og segja beint frá. Stuðningsaðilinn hefur ekki
alltaf hugmynd um aðstæðurnar heima fyrir,
hefur kannski grun um einhverja erfiðleika og
þá er mikilvægt að hann hafi skilning á að-
stæðum heima fyrir og geti brugðist rétt við.“
Því segir Linda það ofboðslega mikilvægt
að fullorðnir einstaklingar sem vinna með
börnum séu meðvitaðir um þau einkenni sem
benda til að ofbeldi eigi sér stað á heimilinu.
Upp á það vanti gjarnan.
„Það vantar oft töluvert upp á þekkingu
fólks til að geta tekið á þessu á faglegan hátt
og brugðist rétt við, þeir sem vinna með börn-
um eru ekki með sérhæfða þekkingu í þessum
málum. Það er mikilvægt að það fólk sem
starfar með börnum dags daglega fái meiri
sérhæfingu og leiti sér þekkingar um ofbeldi
gegn börnum,“ segir Linda.
Einkennin misjöfn eftir aldri
Linda segir misjafnt hver einkennin eru
eftir því á hvaða aldri barnið er þegar það býr
við heimilisofbeldi. „Leikskólabörn eru lík-
legri til að eiga við hegðunarvandamál að
stríða ef þau búa við heimilisofbeldi, einnig
gætu þau verið árásargjörn, sýnt slaka fé-
lagsfærni og sum hver bera merki um áfalla-
streituröskun og eru veik oftar en þau börn
sem búa ekki við ofbeldi.
Grunnskólabörn fara að hugleiða hvaða
áhrif ofbeldið hefur á fórnarlambið á heim-
ilinu, þau eru farin að greina ástæður fyrir því
af hverju ofbeldi á sér stað. Þau leita eftir nýj-
um fyrirmyndum út fyrir veggi heimilisins
vegna neikvæðrar myndar sem þau hafa feng-
ið af eigin fjölskyldu og þau eru farin að forð-
ast ofbeldisaðstæðurnar heima.
Unglingar sem upplifa heimilisofbeldi sýna
stundum árásargirni í samskiptum við aðra
auk þess að vera líklegri til að vera gerendur í
eineltismálum, öfugt við yngri börnin þar sem
þau eru líklegri til að verða þolendur eineltis.
Á heildina litið eru algeng viðbrögð barna við
reynslu af heimilisofbeldi að þau forðast aðra,
eru félagslega einangruð, glíma við námsörðu-
leika, pissa undir, fá martraðir, borða illa, eru
árásargjörn, skaða sig, eru þunglynd og í
sjálfsmorðshugleiðingum og hafa jafnvel gert
tilraun til sjálfsmorðs,“ útskýrir Linda.
Börnin leita sér að lykilpersónu
Ef börn sem búa við heimilisofbeldi hafa aðgang að fullorðinni manneskju utan heimilis sem þau
treysta geta þau frekar þróað með sér seiglu til að komast yfir áhættuþætti sem ofbeldið getur kveikt
Linda Björk
Huldarsdóttir
Heimilisofbeldi
» Árið 2007 var skoðuð þekking barna á
Íslandi á heimilisofbeldi, hvort þau
þekktu hugtakið heimilisofbeldi. Í ljós
kom að 70% barna og 94% unglinga
þekktu hugtakið heimilisofbeldi.
» Á Íslandi verða 2.000 til 4.000 börn
árlega annaðhvort fyrir ofbeldi á heim-
ilum eða upplifa slíkt. „Því er mikilvægt
að aðstoða börn sem eru að takast á við
erfiðleika heima fyrir. Um leið og ofbeld-
ismaðurinn lokar á eftir sér dyrum heim-
ilisins vitum við hin ekkert hvað gengur
þar á. Með áframhaldandi þekkingarleit,
rannsóknum, umræðum og forvörnum
gerum við ofbeldismanninum erfiðara
fyrir,“ segir Linda. Linda Björk Huldarsdóttir: „Ég skoðaði aðallega börn sem komast þokkalega í gegnum þessa
lífsreynslu þrátt fyrir að búa við erfiðar aðstæður. Ég er að horfa á seiglu börnin.“
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013
Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði
sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja akstursupplifun. Má þar nefna
hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er
staðalbúnaður í grunngerðinni Intense.
Outlander kostar frá
5.590.000 kr.
Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur
MITSUBISHI OUTLANDER
Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn
mitsubishi.is
Eyðsla aðeins
frá
5,5 l/100 km.
Nú á enn betra verði
frá 5.590.000kr.Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði