Morgunblaðið - 06.12.2013, Page 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013
Ekkert mál Kuldaboli lét vita af sér í gær en Fríða Arnardóttir og Andrea Thoroddsen létu það ekki á sig fá og borðuðu núðlur á Laugaveginum. Hundurinn Jökull lá undir nafni.
Eggert
Rétt upp úr síðustu
aldamótum ríkti dapurt
ástand í skólamálum í
Reykjanesbæ. Marg-
vísleg unglingavanda-
mál voru umfjöllunar-
efni fjölmiðla og
námsárangur var mjög
dapur borinn saman við
landsmeðaltal sam-
ræmdra prófa. Árið
2001 lýsti Vilhjálmur
Ketilsson, heitinn, þáverandi skóla-
stjóri Myllubakkaskóla, hvernig skól-
ar á Suðurnesjum væru með slökustu
meðaleinkunn á landinu. Í viðtali í
Morgunblaðinu það ár lýsti hann því
hvernig skólar á Suðurlandi og Vest-
fjörðum hefðu áður verið álíka slakir,
en hefðu verið að ná að bæta með-
aleinkunn. Af einhverjum orsökum
hefðu skólar á Suðurnesjum setið eft-
ir.
Samfélag okkar hefur tekið þess-
um skilaboðum afar alvarlega. Á
rúmum áratug hefur algjör umbylt-
ing átt sér stað. Við settum verkefnið
á oddinn, inn í stjórnmálin, til for-
eldra og til alls skólasamfélagsins.
Við höfum sameiginlega mótað
stefnu, markmið og aðgerðaáætlun
sem hefur skilað ótrúlegum árangri.
Þrátt fyrir erfiða félagslega stöðu í
bænum okkar vegna áfalla sem önn-
ur sveitarfélög hafa ekki þurft að
glíma við á undan kreppu, eins og
brotthvarf allra starfa á vegum Varn-
arliðsins var, hefur tekist að brjótast
fram til mennta.
Margir gætu haldið að upplýsingar
úr Pisa-könnun frá mars 2012, kæmu
þvert á það sem ég er að lýsa. Sá hóp-
ur sem ég er helst að lýsa hér á eftir
að taka PISA, og ég efast ekki um að
með hinni nýju aðferðafræði munu
tölurnar frá honum árið 2015 sýna
mikla framför.
Kenningu kollvarpað um
áhrif félagslegrar stöðu
Það er viðtekin skoðun í fræða-
samfélaginu og studd ágætum rökum
að félagsleg staða foreldra hafi áhrif
á árangur barna í námi. Hér hefur
menntunarstaða foreldra verið frem-
ur slök, þótt undanfarin ár hafi Keil-
ir, miðstöð mennta, vísinda og
fræðslu, náð góðum árangri í að gefa
íbúum endurvakið
tækifæri til háskóla-
náms.
Það er freistandi að
segja að við höfum koll-
varpað þessari kenn-
ingu um tengsl fé-
lagslegrar stöðu
foreldra við náms-
framvindu barna. Með
góðum kennurum,
góðri samvinnu heimilis
og skóla, öflugri mark-
miðasetningu og skýrri
sýn á árangur, hefur
samfélaginu okkar tekist það sem
Vilhjálmur heitinn vonaðist eftir. Það
sem er í því sambandi enn ánægju-
legra er að Myllubakkaskóli, gamli
skólinn hans, stendur sig afburða vel
á samræmdum prófum í samanburði
við aðra grunnskóla landsins.
Staðan á samræmdum prófum er
gjörbreytt í dag og hún á sér skýran
aðdraganda.
Forvarnir á undan leikskóla
Við höfum ekki beðið eftir að börn-
in fari á leikskóla eða í grunnskóla til
að huga strax að þroska þeirra. For-
eldrum eru boðin ókeypis uppeldis-
námskeið áður en að því kemur. Við
leggjum aukna áherslu á mikilvæg
Gottman-námskeiðanna, Barnið
komið heim, um að styrkja samband
beggja foreldra og við barnið. Þau
eru að takast á við stærsta hlutverk
sitt í lífinu. Foreldrum í Reykja-
nesbæ hefur í meira en áratug boðist
að fara á uppeldisnámskeiðið SOS,
fræðslu fyrir foreldra um þroska-
skeið barnsins og hversu mikilvægt
er að örva barnið jákvætt á því næma
skeiði sem fyrstu árin í lífi þess eru.
Þar höfum við átt gott samstarf við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Dagforeldrarnir sem sinna börn-
um á undan leikskólunum eru í góð-
um tengslum við okkur og hafa verið
mjög farsælir í starfi í Reykjanesbæ.
Dagforeldrar hér hafa fengið ítrek-
aðar viðurkenningar fyrir sitt góða
starf.
Leikskólar með skýra sýn
Leikskólarnir í Reykjanesbæ eru
gríðarlega mikilvægur þáttur í þess-
um árangri. Þar hafa verið byggðar
upp áherslur á lestur og málskilning
á síðasta áratug. Þetta var meðal
þess sem Eiríkur Hermannsson fyrr-
verandi fræðslustjóri lagði mikla
áherslu á. Í dag er læsi, stærðfræði-
hugtök og talnaskilningur fléttað inn
í allt starf barnanna frá tveggja ára
aldri. Það er ekki óalgengt að meiri-
hluti barna sem koma upp úr leik-
skólum okkar sé farinn að þekkja
stafina og hljóðin og mjög vel und-
irbúinn fyrir lestrarnámið,hafi góðan
málþroska, auk þess að vera und-
irbúinn fyrir talnahugtök.
Mælanlegur árangur
allt grunnskólastigið
Þegar í grunnskólann kemur tekur
við markvisst nám áfram. Þar er því
strax í öðrum bekk að koma fram
mælanlegur árangur. Þar geta nú um
73% nemenda í grunnskólum
Reykjanesbæjar lesið sér til gagns.
Þetta er orðinn sambærilegur eða
betri árangur en grunnskólarnir í
Reykjavík ná. Það er af sem áður var.
Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri hef-
ur þakkað þennan árangur gæða-
kennslu sem meðal annars felst í
markvissum vinnubrögðum kennara,
samvinnu kennara milli skóla og
skólastiga og góðri samvinnu milli
heimilis og skóla.
Virkni foreldranna hefur ekki látið
á sér standa. Foreldrastarfið í leik-
skólum og grunnskólum er til fyr-
irmyndar. Skólavogin sýnir að for-
eldrar grunnskólabarna í
Reykjanesbæ vinna nú mest heima
með börnum í heimanámi í sam-
anburði landsins og eru afar jákvæð-
ir gagnvart því starfi sem fram fer í
grunnskólunum.
Mælanlegur árangur samræmdra
prófa hefur verið að sýna stöðuga
styrkingu undanfarin ár og nú er svo
komið að börn í 4. ,7. og 10. bekk eru
öll að skila eftirtektarverðum árangri
í samanburði við skóla landsins.
Áhugi og námsgeta fara saman. Við
erum t.d. í fjórða sæti yfir landið
hvað varðar áhuga á stærðfræði. Það
er í raun ekkert skrítið. Börn hafa til-
hneigingu til að hafa áhuga á því sem
þau eru góð í. Þau eru góð í stærð-
fræði og þess vegna hafa þau áhuga á
henni.
Árvekni starfsfólks okkar í grunn-
skólum og leikskólum er að mínu
mati einstök. Þau fylgjast með
þroska sérhvers barns og við leggj-
um okkur fram um að gripið sé strax
inn í, rétt eins og um sé að ræða
bráðaþjónustu á sjúkrahúsi.
Hvað þýðir þetta fyrir
samfélag okkar?
Bættur árangur á samræmdum
prófum er vegvísir til þess að minna
brottfall verði í framhaldsskólum, því
stór hluti unglinga hættir þar námi
því hann býr ekki yfir grunnfærn-
inni.
Góð einkunn á samræmdum próf-
um hefur sýnt samhengi við gott
gengi í framhaldsnámi og há-
skólanámi. Til dæmis er ekki ólíklegt
að börn sem hafa óvenju mikinn
áhuga á raungreinum sæki sér
menntun þar sem stærðfræðin er
mikilvæg. Bætt námsleg staða aflar
aukinnar menntunar sem skilar sér í
nýjum og betur launuðum störfum.
Samræmd próf alls ekki allt
Við höfum vissulega í huga að nið-
urstaða samræmdra prófa er alls
ekki allt, þótt lestur og stærðfræði
séu afar dýrmæt undirstaða. Skóli er
samfélag þar sem börnin læra góða
siði, góð samskipti, gera sig færari á
grunnsviðum sem eiginleikar þeirra
bjóða. Við höfum verið góð á ýmsum
sviðum. Við settum markið á að verða
einnig góð á samræmdum prófum.
Skólahreysti er vinsæl lands-
keppni þar sem unglingarnir okkar í
efstu bekkjum grunnskóla raða sér í
forystusæti. Það er hreint ótrúlegt að
af okkar 6 grunnskólum skuli þrír til
fjórir vera orðnir fremstir eða í
fremstu röð. Mælingar í Skólavog-
inni sýna líka að óvíða er meiri áhugi
á hreyfingu en hér.
Þá erum við stolt af því að tónlist-
arskólinn okkar er einn stærsti ein-
staki tónlistarskóli landsins með tæp-
lega 800 nemendur. Þar fá öll börnin í
grunnskólunum okkar gjaldfrjálsa
menntun fyrstu tvö ár grunnskóla.
Samstillt samfélag
Ég tek undir með fræðslustjóra
sem segir að skynsamlegasta leið
okkar út úr kreppunni sé að mennta
samfélagið. Hann hefur leitt umbæt-
urnar með okkur allan þennan tíma,
því áður en hann tók við sem fræðslu-
stjóri mátti sjá margar greinar eftir
hann þar sem hann hvatti foreldra og
skólasamfélagið til dáða. Samhent
átak foreldrasamfélagsins, dagfor-
eldra, leik- og grunnskóla og starfs-
fólks fræðsluskrifstofu er að skila
þessum ánægjulega árangri. Draum-
urinn um betri skóla er orðinn að
veruleika. Samstillt samfélag með
skilvirka stefnu skilar árangri.
En líkt og í forvörnum megum við
aldrei gefa eftir. Við þurfum stöðugt
að vera að leita leiða til að hlusta á
nýjar rannsóknir, nýjar leiðir til að
bæta okkur, verða góð á Pisa-
prófum, eins og öðrum prófum. Við
þurfum að vinna með þeim börnum
sem standa höllum fæti.
Þannig munum við ná að end-
urnýja okkur og skila samfélagi á
Reykjanesi til betri tíma.
Eftir Árna
Sigfússon » Sá hópur, sem ég
er helst að lýsa, á
eftir að taka PISA.
Árni Sigfússon
Höfundur er bæjarstjóri
í Reykjanesbæ.
Við erum að mennta okkur út úr kreppunni
Um leið og námsárangur hefur stóraukist í Reykjanesbæ,
hefur vímuefnaneysla unglinga snarminnkað
RNB árangur 2007-2013
10. bekkir komnir yfir landsmeðaltal
í ensku og stærðfræði
Íslenska Stærðfræði
Enska Landsmeðaltal
2007 2009 2011 2013
31
30
29
28
27
26
RNB forvarnir 10. bekkur
Veruleg minnkun ölvunardrykkju
umfram hraða lækkunar landsmeðaltals
Myndin sýnir % ölvaðra 1x í viku eða oftar,
síðsutu 30 daga
55
45
35
25
15
5
1998 2013
RNB
Landsmeðaltal