Morgunblaðið - 06.12.2013, Síða 34

Morgunblaðið - 06.12.2013, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní árið 1927. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund þann 30. nóvember síðastlið- inn. Móðir hennar var Kristbjörg Jó- hannesdóttir, f. 9.10. 1905, d. 21.10. 1968 og faðir Guð- mundur Sæmundsson, f. 5.6. 1899, d. 15.2. 1939. Kristbjörg giftist 10.10. 1931 Árna Krist- jánssyni, f. 7.11. 1902, d. 28.9. 1987. Bræður Sigrúnar, sam- mæðra, voru Kristján Árnason, f. 1932, d. 1991 og Eysteinn maí 1961 og Björgvin, sálfræð- ingur og kennari, f. 16.11. 1965, d. 9.2.2013. Eftirlifandi eig- inkona Björgvins er Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur, f. 3.9. 1965. Dóttir Björgvins og Vilborgar er Sigrún Ugla, f. 21.5. 2004. Eldri börn Vilborgar eru Katr- ín Vilborgardóttir Gunn- arsdóttir, f. 31.5. 1987 og Matt- hías Már Valdimarsson, f. 5.10. 1994. Sigrún útskrifaðist frá Hús- mæðraskólanum á Blönduósi árið 1949 og sem hjúkr- unarkona frá Luton Hospital í Englandi árið 1954. Hún starf- aði m.a. á Landakotsspítala og sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafn- arfirði og vann við ungbarna- eftirlit hjá Heilsugæslu Kópa- vogs um tuttugu ára skeið. Útför Sigrúnar Guðmunds- dóttur verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag, 6. nóvember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Árnason, f. 1934, d. 2002 og systir Dag- björt Árnadóttir, leiðbeinandi, f. 7.7. 1949. Samfeðra Sigrúnu voru Hjalti Guðmundsson, f. 1931, d. 2001 og Stefanía Guð- mundsdóttir, f. 1935, d. 2007. Eig- inmaður Sigrúnar var Ingimar Krist- ján Jónasson, skrifstofustjóri á Hagstofu Íslands, f. 21.2. 1925, d. 7.7. 1989. Þau áttu heimili sitt lengst af í Hrauntungu 113 í Kópavogi. Börn Sigrúnar og Ingimars eru Jónas Kristján, f. 6.3. 1959, andvana fædd dóttir í Í dag kveð ég elskulega systur mína, við höfum verið samferða gegnum lífið frá því ég fæddist. Fyrsta minning mín um hana er frá því hún var í hjúkrunarnámi á Englandi, ég fór með mömmu á pósthúsið að sækja pakka frá henni, þá 3ja ára gömul. Eitthvað misskildi ég þetta því ég neitaði að fara út fyrr en ég sæi hana. Sigrún kom heim frá námi 1954. Á kveðjustund streyma um hugann ótal minningar, Sigrún fór að vinna á Sólvangi í Hafnarfirði, þar hafði hún herbergi. Ég fékk nokkrum sinnum að gista þar þeg- ar hún átti frí. Þar var margt til gamans gert og stundum heim- sóttum við gamla fólkið sem dvaldi þar, fyrir mig var þetta mikið æv- intýri. Eins tók hún mig með að heimsækja vini sína sem bjuggu í Kjósinni þar sem hún dvaldi í bernsku, þessara ferða með henni naut ég vel enda margt hægt að gera í sveitinni. Tíminn leið og Sigrún gifti sig, skömmu síðar fæddist Jonni frændi og nokkrum árum seinna Böbbi frændi, ég passaði þá oft og áfram var mér boðið með þegar Sigrún og Ingimar ferðuðust um landið, þær ferðir voru mikil upp- lifun fyrir mig og sannkallaðar ævintýraferðir. Þegar við misstum móður okk- ar var gott að eiga eldri systur sem ég gat leitað til. Þegar ég stofnaði fjölskyldu og eignaðist börnin þá var hún boðin og búin til aðstoðar, þau hjónin óku mér á fæðingardeildina þegar frumburður minn fæddist, hún tók mig í tíma í smákökubakstri og prjónaskap, það var ómetanlegt fyrir mig að hafa hana, hún var mér bæði systir og staðgengill mömmu, hún reyndist börnum mínum sem besta amma, þau köll- uðu hana Frænku með stóru F-i og þeirra börn hændust öll að henni, hún mundi hvenær öll mín barnabörn áttu afmæli og gladdi þau alltaf á afmælisdaginn. Það var Sigrúnu mikil gleði þegar ömmustelpan hennar, hún Sigrún Ugla, dóttir Björgvins og Vilborgar, konu hans, fæddist, að auki varð hún sjálfkrafa amma þeirra Katrínar og Matthíasar sem eru börn Vilborgar, hún taldi það mikið lán að eignast 3 ömmu- börn nánast á einu bretti. Árið sem er að líða var Sigrúnu erfitt hún dvaldist nánast allt þetta ár á sjúkrahúsi en var svo lánsöm að fá hvíldarinnlögn á Hjúkrunar- heimilinu Grund og varanlega vist síðustu vikurnar, þar leið henni vel og var þakklát fyrir þá góðu umönnun sem hún fékk þar. Það var henni mikið áfall þegar Björgvin yngri sonur hennar lést af völdum krabbameins í febrúar sl. Öllu þessu tók hún af miklu æðruleysi. Ég kveð elskulega systur mína með söknuði og ylja mér við góðar minningar, það var mér mikil gleði að geta létt henni lífið síðustu misseri, við áttum yndislegar stundir í litla herberginu á Grund. Takk fyrir allt, þín systir Dagbjört Þá er hún búin að kveðja ver- öldina, elskuleg tengdamamma mín, Sigrún Guðmundsdóttir, 86 ára að aldri. Hún var skýr í hugs- un og anda allt þar til rétt fyrir andlátið. „Mikið má maður nú þakka fyrir að hafa kollinn í lagi,“ sagði hún oft við mig, sérstaklega eftir að hún fékk inni á Grund í sumar þar sem mörg höfðu betri líkamlega heilsu en hún en voru hrjáð af heilabilun. Ég hef sjaldan kynnst jafn jákvæðri og æðru- lausri manneskju. Þrátt fyrir vax- andi heilsuleysi síðustu ára og aðr- ar raunir sem lífið lagði á hana tókst henni ávallt að vera þakklát fyrir að fá að vakna að morgni. Þegar við Björgvin sonur henn- ar rugluðum saman reytum okkar fyrir áratug tók hún mér af mikill hlýju og var himinlifandi af gleði þegar okkur fæddist vorið 2004 dóttir sem fékk hennar nafn. Sig- rún var þá tæpra 77 ára og búin að bíða lengi eftir ömmuhlutverkinu. Þá reyndist hún ekki síður eldri börnum mínum tveimur blíð og góð amma og sagði að henni þætti það bæta upp fyrir sig hvað þetta gekk seint að fá þau tvö í tilbót. Þegar sú litla stálpaðist fékk hún stundum að gista hjá ömmu og Jonna frænda í Hamraborginni og þá voru nöfnurnar kátar og ekkert til sparað í aðbúnaði og dekri, eins og vera ber. Örlæti Sigrúnar við okkur fjölskylduna var viðbrugð- ið; aldrei dugði annað en það vand- aðasta og besta fyrir hennar fólk. Hún var sagnakona og ófáar sögurnar sem ég fékk að heyra í eldhúskróknum af uppvexti henn- ar sjálfrar og sonanna tveggja. Henni kom ekki til hugar að vor- kenna sér það þótt hún hefði þurft sem ungbarn getið utan hjóna- bands að fara í fóstur til ættingja í sveit þar til hún var fjögurra ára og móðirin gat tekið hana til sín eftir að hún giftist. Miklu heldur leit hún á það sem sitt lán að hafa átt athvarf hjá fólkinu í Sogni í Kjós þar sem hún dvaldi síðan sumarlangt fram að fjórtán ára aldri. Þá sagði hún líka skemmti- lega frá lífinu í Þingholtunum þar sem hún óx úr grasi, þegar bærinn var að breytast í borg og þó mátti enn renna sér á sleða niður Bar- ónsstíginn, yfir Laugaveg og nið- ur á fjörukamb. Eina æskuminningu átti tengdamamma sérlega fallega úr Sogni. Þá var þar í sveit einnig dóttir Karls O. Runólfssonar, á sama reki og hún, og hann kom oft þangað í heimsókn. Tónskáldið gekk þá iðulega með þeim telpun- um upp í hlíðina fyrir ofan bæinn og hafði með sér trompetið sitt. Settist alltaf á sama steininn, sagði hún, og lék á trompetið það undurfagra lag „Í fjarlægð“ sem hann samdi eftir konu sína látna. Hún rifjaði síðast upp fyrir mig þessa minningu fyrir fáum vikum þegar við vissum að kveðjustundin hennar nálgaðist og hún bað þá um að lagið yrði leikið við útför sína. Ég veit að hún brosir til okk- ar í guðsríkinu þegar tónar tromp- etsins óma um Fossvogskirkju í dag, umvafin kærleika og þakk- læti okkar sem eftir lifa en líka ástvinanna sem fóru á undan henni; dótturinnar sem fæddist andvana vorið 1961, eiginmanns- ins sem hún missti fyrir nær ald- arfjórðungi og sonarins sem lést fyrir tíu mánuðum. Með virðingu og þökk í hjarta kveð ég þessa hlýju og elskuríku konu. Meira: mbl.is/minningar Vilborg Davíðsdóttir Í dag fylgi ég móðursystur minni síðustu sporin. Þrátt fyrir að hún hafi kvatt södd lífdaga verða sporin ekki auðveld, hún hefur verið til staðar fyrir mig síð- an áður en ég tók mín fyrstu skref. Við systkinin höfum aldrei notast við Sigrúnarnafnið, frá fyrstu tíð var hún Frænka, frænka með stóru effi. Frænka var stóra systir mömmu. Móðir þeirra var látin þegar ég fæddist og það eru engar ýkjur að segja að Frænka hafi gengið okkur systkinunum í ömmu stað. Hún var vel gift, Ingi- mar Jónasson var jafn sæll með hana og hún var með hann. Falleg hjón. Meðan ég var barn var heim- ili þeirra í Hrauntungu í Kópavogi og þangað var gott að koma þó húsráðendur ættu stundum fullt í fangi með uppátækjasaman gest á heimili reglufestunnar. Þau voru bæði miklir húmorist- ar og kunnu vel þá list að skemmta sér og öðrum þegar sá gállinn var á þeim. Synir þeirra tveir fengu gott veganesti. Frænka varð ekkja rétt ríflega sextug, það var allri fjölskyldunni áfall að missa Ingimar um það leyti sem hann ætlaði að setjast í helgan stein. Frænka tók því af æðruleysi. Frænka var góður sögumaður sem var skemmtilegt að heim- sækja og hún nálgaðist unga sem aldna á jafnréttisgrundvelli. Hún var röggsöm, góðviljuð og gat ver- ið þrjósk. Mér er það minnisstætt þegar ég, fyrir mörgum árum, var nýskilinn, fátækur háskólanemi og var að fara að flytja á stúdenta- garða HÍ. Hún hafði áhyggjur af því að ég ætti lítið af húsbúnaði og þegar ég gerði lítið úr því spurði hún mig hvar ég geymdi bækurn- ar mínar. Ég varð viðurkenna að þær væru geymdar í pappaköss- um. „Þú verður að eiga almenni- lega bókahillu,“ segir hún þá. Ég reyndi að gera mikið úr kerfinu á bakvið pappakassaröðun mína, en það var engu tauti við komandi. Hún dreif mig með sér í hús- gagnaverslun og áður en ég vissi af var ég orðinn bókahillueigandi. Hún bað mig svo að vera ekkert að hafa orð á þessu við aðra. Þetta væri bara okkar á milli. Týpísk Frænka. Hún var mikil barnagæla og þegar ég eignaðist sjálfur börn kom það enn frekar í ljós. Hún vildi allt fyrir þau gera og var mjög dugleg að fylgjast með þeim allt fram á síðasta dag. Þau minn- ast hennar með mikilli hlýju. Sjálf varð hún ekki amma fyrr en hún var komin hátt á áttræðisaldur, eignaðist þá litla nöfnu sem var án efa hennar stærsti gleðigjafi síð- ustu árin. Frænka var hraust að upplagi, en nokkuð var af henni dregið undir það síðasta. Ekki síst eftir að hún þurfti að fylgja yngri syni sínum gegnum erfið veikindi sem drógu hann til dauða snemma á þessu ári. Hún tók því einnig af æðruleysi. Í síðustu heimsóknum mínum til Frænku fann ég vel að hún var orðin lúin og gerði sér grein fyrir að ekki væri langt eftir. Hún var tilbúin að kveðja, hugsun hennar enn leiftrandi skýr en lík- aminn orðinn slitinn. Það verður tómlegt án hennar en góðar minn- ingar um konu sem kenndi mér meira um lífið en flestir hafa gert munu fylla hjarta mitt til síðasta dags. Elsku Jonni, mamma, Villa og Sigrún Ugla, ykkar missir er mestur, en ég veit að minning góðrar konu mun einnig fylgja ykkur alla tíð. Hafþór Ragnarsson Vertu mér góður allt til enda, því óðum dagurinn líður. Enginn veit hvenær örlagastundin eftir manninum bíður. (Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir) Þetta erindi er úr ljóðabókinni Það snertir mig eftir Sigurlaugu Ólöfu Guðmundsdóttur, vinkonu Sigrúnar sem hér er kvödd. Þó svo að veikindi hafi herjað á hana síð- ustu árin þá fór hún snögglega. Örlagastundin var komin og dag- arnir allir liðnir sem við áttum með henni frá unglingsárum okk- ar. Hún var okkur hjartahlý og góð allt til enda. Sigrún giftist frænda okkar, Ingimar Jónassyni, og frá þeirri stundu varð hún ein af okkar fjöl- skyldu. Hún var einstök eigin- kona, móðir, tengdamóðir, amma, systir, vinur og ekki síst hann- yrðakona. Eftir hana liggur mikið magn af fallegum munum sem hún vann seinni árin í Gjábakka. Það var árlegur viðburður hjá okkur að koma á vorsýninguna og sjá öll fallegu verkin sem hún og félagar hennar höfðu unnið yfir veturinn. Þar kynntist Sigrún frá- bæru fólki sem hún mat mikils og listrænir hæfileikar hennar blómstruðu í góðum félagsskap. Sigrún var menntaður hjúkrun- arfræðingur frá Englandi. Hún færði með sér nýja strauma inn í fjölskylduna í matargerð og heim- ilishaldi. Þær eru ófáar veislurnar sem við nutum á fallegu heimili þeirra hjóna. Það var alltaf hægt að eiga hana að ef á þurfti að halda og fyrir það er þakkað í dag. Síðustu árin hélt Sigrún heimili með Jónasi, syni sínum, og studdu þau hvort annað í blíðu og stríðu. Í febrúar sl. missti hún Björg- vin son sinn í blóma lífsins. Að sjá á eftir honum frá eiginkonu, dótt- ur og stjúpbörnum varð Sigrúnu þungbær raun. Hún bar harm sinn í hljóði en við fundum að áfall- ið var mikið. Barnabarnið Sigrún Ugla var ljósið hennar seinni árin og fyrir hana vildi hún allt gera. Við frænkurnar þökkum Sig- rúnu tryggðina sem hún sýndi okkur alla tíð og vottum ástvinum öllum dýpstu samúð. Jóhanna Sigríður, Nanna Kolbrún, Sigrún Laufey og Guðrún Erla. Sigrún, kær vinkona mín í rúm- lega 30, ár hefur kvatt, södd líf- daga. Við kynntumst á Heilsugæslu- stöð Kópavogs þar sem við unnum við ungbarnaeftirlitið. Hún var þar fyrir þegar ég byrjaði og við hittumst nær daglega í vinnunni um árabil en svo síðar einnig utan vinnu. Það bar aldrei skugga á það samband, hún var þarna alltaf til staðar, traust og áreiðanleg . Það má með sanni segja að hún var frábær í samstarfi, vakandi og samviskusöm með afbrigðum. Minni hennar var svo einstakt og við samstarfsfólkið virkilega nut- um þess að geta leitað til hennar í hinum ýmsu tilvikum. Það báru allir virðingu fyrir henni, hún var hrein og bein í öllum samskiptum. Hún var fróð um menn og málefni og gædd skopskyni sem hún fylgdi eftir með skemmtilegri glettni, kankvíslegum glampa í augum og brosi en skellihló ekki. Við Sigrún áttum saman ógleymanlega daga þegar hún heimsótti okkur til Genfar. Þar naut hún sín innan um blómin í birtunni með mikilfenglega Alpana í baksýn Sigrún var frábær húsmóðir og hlúði fallega að ástvinum sínum. Heimili hennar var smekklegt og hlýlegt, prýtt fallegum hannyrð- um, en Sigrún var mikill listamað- ur í höndunum. Hún hafði mikið yndi af hvers kyns föndri og út- saumi, sem frá hennar hendi var vandaður og fagur. Eiginmaður Sigrúnar, Ingimar, féll snögglega frá langt um aldur fram og var það mikið áfall fyrir hana, þeirra hjónaband hafði verið gott og kærleiksríkt og söknuðurinn mikill eftir hann, „Minn“ eins og hún kallaði hann alltaf . En lífið hélt áfram og hún hlúði vel að drengj- unum sínum tveimur sem voru hennar líf og yndi. Og þeir gerðu ávallt allt það sem í þeirra valdi stóð til að styðja hana og hjálpa. Mikil var gleði Sigrúnar þegar yngri sonurinn, Björgvin, giftist Vilborgu, þeirri mætu konu, og hamingjan mikil þegar Sigrún litla kom í heiminn. Mikill og óbærileg- ur harmur var að henni kveðinn þegar hún missti Björgvin, þann góða dreng, í byrjun þessa árs. Þá var hennar heilsa orðin léleg og þrek hennar lamað. Síðastliðið ár hefur verið henni erfitt, bæði hefur hún þurft að berjast við lamandi sorgina og við þær aðstæður að þurfa að hrekjast á milli stofnana þar til loks að hún fékk nú öruggt skjól á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar naut hún alúðar og umhyggju starfsfólksins og ekki síst andlegr- ar aðhlynningar prestsins, séra Auðar Ingu Einarsdóttur, sem hún var afar þakklát fyrir. Lítil Sigrún þarf nú að horfa eft- ir ömmu sinni svo skömmu eftir andlát föður síns. Sigrún litla var stolt og gleði ömmu sinnar. Guð styrki hana og alla ástvini Sigrúnar og blessi minningu góðrar konu. Rannveig Sigurbjörnsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir ✝ Kristinn Sig-fússon fæddist að Morastöðum í Kjós 10. september 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 25 nóv- ember 2013. For- eldrar hans voru Sigfús Jónsson, bóndi í Norðurkoti, f. 1. apríl 1891, d. 11. febrúar 1951, og Júlíana Einarsdóttir, vinnu- kona að Morastöðum, f. 24. júlí 1903, d. 13. desember 1982. Systkini Kristins voru Guð- mundur, f. 12. janúar 1944, Lilja, f. 7. janúar 1946, d. 9. apríl 1989 og samfeðra Ólafur, f. 29. sept- ember 1923, d. 18. apríl 1991. Kristinn ólst upp að Morastöðum og gekk í farskóla í Kjósinni. Þegar hann var 10 ára fluttist hann með móður sinni að Gufu- nesi og var þar í tvö ár. Á þeim tíma var hann í heimavistarskóla í Mosfellssveit. Árið 1941 flutti börn. Sigfús, f. 1954. Maki, Hild- ur Friðþjófsdóttir, þau eiga 4 börn og 5 barnabörn. Mjög kær vinkona hans síðustu 30 árin var Helga Magndís Haraldsdóttir, f. 6. nóvember 1941. Hennar börn og fósturbörn Kristins eru Edda, f. 1959. Maki, Högni Gunn- arsson, þau eiga 5 börn og 4 barnabörn. Björk, f. 1960. Hún á 4 börn og 5 barnabörn. Grétar, f. 1972. Maki, Harpa Þorgeirs- dóttir. Þau eiga samtals 6 börn. Kristín, f. 1975. Hún á 1 barn. Bragi, f. 1977. Maki, Lorea Palle. Þau eiga 2 börn. Kristinn var með blandaðan búskap í Norðurkoti lengst af, en seinni árin með fjárbúskap og eggjaframleiðslu.Þá stundaði hann netaveiði, aðallega hrogn- kelsaveiði en þegar hann minnk- aði við sig fór hann að vinna við smíðar. Eftir að allur búskapur var aflagður í Norðurkoti bjó Kristinn þar áfram sem eftirlits- maður fyrir Steypustöðina sem hafði þá keypt jörðina. Árið 2009 flutti hann á Hrafnistu í Hafn- arfirði.Útför Kristins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 6. desember, kl. 13. Júlíana í Norðurkot með son sinn og tók við búsforráðum þar. Hún giftist Sig- fúsi 28 september 1950. Kristinn tók við búinu í Norð- urkoti 22 ára gam- all, þegar faðir hans féll frá. Kristinn var um tíma á vertíð í Vestmannaeyjum en bjó annars óslitið í Norðurkoti í 68 ár. Kona Krist- ins var Greta Jónasdóttir frá Vestmannaeyjum, f. 19. sept- ember 1933. Þau skildu. For- eldrar hennar voru Jónas Bjarnason, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 21. júní 1899, d. 24. mars 1978 og Valgerður Björnsdóttir frá Færeyjum, f. 1. janúar 1915, d. 12. ágúst 1978. Börn Kristins og Gretu eru: Gerður, f. 1950, hún á 3 börn og 5 barnabörn. Hrönn, f. 1952, maki, Magnús Sigríðarson, þau eiga samtals 4 börn og 7 barna- Elsku Kiddi afi. Við systkinin vorum svo óend- anlega heppin að fá að kynnast þér og munum sakna þín mikið. En við eigum svo margar fallegar og skemmtilegar minningar frá tímanum okkar saman sem munu lifa með okkur. Minningar um skemmtilegar heimsóknir til þín í Norðurkot og margt fleira. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar við vorum að róla í garðinum hjá ömmu í Borg- arnesi og þú varst að bralla eitt- hvað með okkur, þá spurði Þrúða systir hvort við mættum ekki kalla þig afa. Þér þótti það nú bara skemmtilegt og eftir þetta varstu kallaður Kiddi afi og verð- ur alltaf í okkar huga. Það var líka svo gaman að koma heim úr skólanum og sjá bílinn þinn sem við kölluðum Grænu þrumuna, fyrir utan heima því það þýddi að maður fékk einhverjar skemmtilegar sögur og það besta var að maður fékk alltaf stórt og gott afaknús. Þú varst einstakur maður, hlý- legur og góður. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig sem afa. Megi Guð geyma þig, Þín. Helga, Þrúða, Ína, Olga og Yngvi. Elsku Kiddi okkar Efst í huga okkar systkina á kveðjustund er þakklæti fyrir að vera til staðar fyrir móður okkar og okkur, alltaf traustur, góður og yndislegur. Vinátta þín hefur verið ómetanleg í gegnum árin og sérstaklega komu gæði þín og umhyggja í ljós þegar móðir okk- ar stóð ein uppi, ekkja með okkur fimm. Margar minningar eigum við fjölskyldan sem tengjast þér og allar eru þær góðar. Samvera um jól, páska, berjaferðir og fleira og fleira. Einnig reyndist þú börnunum okkar vel og þau kölluðu þig alltaf Kidda afa. Þín verður sárt saknað. Hafðu hjartans þökk fyrir allt, elsku vinurinn okkar. Guð geymi þig, kær kveðja. Edda Rún, Björk, Kristín, Grétar og Bragi Helgubörn og fjölskyldur okkar Kristinn Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.