Morgunblaðið - 06.12.2013, Page 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013
Hamraborg 9 | Sími 564 1451 | www.modurast.is
Opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga
Mæður með stíl
Glæsilegar skiptitöskur
Margir litir
og gerðir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ekki óttast krefjandi verkefni, lista-
gyðjan blæs þeim sem þarfnast uppörv-
unar og hvatningar anda í brjóst. Margir
ganga í gegnum breytingaskeið þessa dag-
ana.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert í þensluham sem gæti bitnað
á skuldastöðunni og mittismálinu. Leystu
úr þínum málum sjálf/ur og gakktu svo
ánægð/ur á fund annarra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þú átt í útistöðum við einhvern
skaltu hafa hugfast að þú ert maður að
meiri ef þú leggur niður vopnin. Góð sam-
skipti eru ómetanleg.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Eitt og annað hefur verið látið reka
á reiðanum en nú verður ekki undan því
vikist að koma skikki á öll mál. Láttu engan
binda þig nauðuga/n í hlekki vanans.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Góðar líkur eru á að þú hljótir vinning
í dag. Góð orka er í kringum þig og já-
kvæðrar niðurstöðu er að vænta.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér verður stundum hugsað til
hjarta sem þú kramdir fyrir margt löngu.
Leitaðu að tækifæri til að hjálpa öðrum.
Framferði segir allt um hugarástandið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Viðkvæmt vandamál getur vaxið þér
yfir höfuð ef þú leitar ekki strax ráða hjá
nánum vini. Efldu trúarlíf þitt og leitaðu
svara við spurningum þínum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Frumleg nálgun þín í vinnu
eykur fágun þess sem hún skilur eftir sig.
Fáðu vinina í lið með þér. Ekki vera of blá-
eygð/ur í ástamálunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú gætir freistast til þess að
gefa félaga þínum of mikla peninga eða
stærri hlut í einhverju en gott þykir. Af
þessum sökum skaltu forðast rifrildi sem
mest þú mátt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert jákvæð/ur og bjartsýn/n
í dag. Leggðu þig fram við að vera sam-
stiga þeim sem eru í kringum þig, það
verður mikils metið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver náinn þér finnst hann
þurfa að keppa við þig. Kúrðu með ástvini
þínum og njóttu þess að vera í fríi, þú átt
það alveg skilið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þegar gera þarf áætlanir fram í tím-
ann er nauðsynlegt að huga að þörfum
heildarinnar. Ef þú tekur að þér verkefni og
ert útkeyrð/ur verður þér ekkert úr verki.
Í gær birtust hér í Vísnahornistökur fyrrverandi þingmanna,
sem gengið höfðu milli þeirra eins
og SMS-skilaboð og var þó nokk-
urra vant vegna plássleysis. Jón
Kristjánsson orti:
Eins og Blöndal birtist nú
býsna djúpt er sokkinn
efasemdir, ónóg trú
ætli hann kjósi flokkinn?
Sem ég svaraði:
Á þingi alltaf þannig gekk
það sem betur fer,
að ekki traust á Framsókn fékk
né Framsókn traust á mér
Hjálmar Jónsson orti:
Íhaldshjartað enn í mér
andstætt kratatetri;
Framsókn var og Framsókn er
flestum öðrum betri.
Og Jón Kristjánsson:
Pósturinn oss færir fregn
sem finnst mér gott að heyra
presturinn er grænn í gegn
get ég beðið um meira?
Tveir af fyrrverandi þing-
mönnum og ráðherrum Fram-
sóknarflokksins senda frá sér
bækur nú um jólin. Ingvar Gísla-
son yrkir:
Gott er að lynda Guðna við,
gull í hjópi manna
Villa á Brekku veitir lið
að vekja gleði sanna.
Bók Vilhjálms, „Allt upp á borð-
ið“ ber svipmót hans, ljúf og
skemmtileg. Hann segir frá skíða-
námskeiði sem haldið var uppi í
Mýrarbotni. „Skíðaríma“ er eins-
konar sjálfslýsing:
Fyrstur skrönglast skíðin á
skörungurinn Villi H.
– Blöskrar honum brattinn þá
byrjar rennsli inn á ská.
Ætlar svo að æfðra sið
upp á brún að snúa við.
Hokið skelfur hraustmennið,
hendist flatur út á hlið.
Rennur þarna strax af stað,
starir fólkið dauðskelkað.
„Skyldi hann hafa hálsbrotnað?“
hvísla menn og óttast það.
Ofan lengi rann og rann,
rispa fönn með klónum vann.
„Ég er að deyja,“ hugsar hann
og heitir nú á skaparann.
Og sem bratti brekkunnar
byrjar minnka, harla snar
bröltir karl á bífurnar,
brunar, sveiflar hér og þar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn af vísum þingmanna
Í klípu
„VIÐ ÞURFUM AÐ KAFA ENN DÝPRA, ÉG
HELD AÐ ÞÚ SÉRT EKKI AÐ TAKAST Á VIÐ
HIÐ RAUNVERULEGA VANDAMÁL.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HÁ! FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM, ÞÚ FERÐAST
UM ARISÓNA? ÞÚ TÝNA LITLUM STRÁK?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... hvernig þú sérð hann.
JÓN VERÐUR EKKI
ÁNÆGÐUR.
VÚHÚ!
HAHAHAHA!
MÝSNAR ERU AÐ LEIKA
SÉR Í FRÍMERKJA-
SAFNINU HANS.
ÉG ER
BÓLIVÍA!
HRÓLFUR, MÁ BJÓÐA
ÞÉR AÐ MÆLA FYRIR
SKÁL, ÁÐUR EN VIÐ
BORÐUM?
VITASKULD,
ELSKAN ...
SKÁL FYRIR
GESTUM OKKAR ...
... MEGI ÞEIR BJÓÐA OKKUR
EITTHVAÐ BETRA AÐ BORÐA ÞEGAR
ÞEIR BJÓÐA OKKUR Í MAT!
Víkverji hefur lesið margar góðarnýjar bækur að undanförnu, þar
á meðal nokkrar skemmtisögur.
Skagfirskar skemmtisögur í sam-
antekt Björns Jóhanns Björnssonar,
blaðamanns á Morgunblaðinu, gleðja
sem fyrr en þriðja bindið er nýkomið
út.
x x x
Nokkrar sögur eru af Dúdda áSkörðugili í bókinni: „Á einu kór-
ferðalagi Heimismanna var stoppað í
Staðarskála. Jón Baldvin Hannibals-
son var þar inni og Dúddi tók hann
tali. Þegar Jón var farinn undruðust
kórfélagar þetta samtal og spurðu
Dúdda hvort hann þekkti eitthvað
Jón Baldvin. „Nei, en hann þekkti
mig.““
x x x
Álftagerðisbræðurnir Sigfús, Pét-ur, Gísli og Óskar Péturssynir
eru gleðigjafar og eðlilega eru nokkr-
ar sögur af þeim í Skagfirskum
skemmtisögum: „Þeir bræður eru
spaugarar miklir og í kynningu fyrir
tónleika á Menningarnótt, í troðfullu
Ráðhúsi Reykjavíkur, sagði Pétur:
„Gaman að sjá hvað margir eru
komnir, úr ekki stærra plássi!““
x x x
Mörgum tilsvörum Bjarna Har-aldssonar, kaupmanns á Krókn-
um, hefur sem betur fer verið haldið
til haga: „Kona kom til Bjarna til að
kaupa stígvél. Skoðaði hún annað
stígvélið en fannst verðið of hátt. „Þú
færð hitt líka,“ sagði Bjarni og
brosti!“
x x x
Minnt er á að Þorkell Halldórsson,Ýtu-Keli, sé eftirminnilegur
mörgum Skagfirðingum. „Keli trúði á
álfa og það kom berlega í ljós þegar
lagður var vegur um bergið í Trölla-
skarði í Hegranesi, gegn vilja álfa og
huldufólks. Ýtan hans Kela var alltaf
að bila og svo fór að sérfræðingar
komu frá Caterpillar í Bandaríkj-
unum sem rifu ýtuna í sundur og
settu hana saman aftur. Þegar Keli
síðan startaði ýtunni heyrðist eitt-
hvað bank. Klóruðu sérfræðingarnir
sér í höfðinu en Keli vissi alveg hvað
var að: „Þið hafið lokað einn álfinn
inni!““ víkverji@mbl.is
Víkverji
Daníel tók til máls og sagði: Lofað sé
nafn Guðs um aldir alda því að hans
er viskan og mátturinn.
(Daníel 2:20)