Morgunblaðið - 06.12.2013, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013
Ástin vex með hverri síðu
Skrímslið litla systir mín
bbbbn
Texti: Helga Arnalds.
Myndir og hönnun: Björk Bjarkadóttir.
Tónlist: Eivör Pálsdóttir.
Skrudda 2013. 48 bls.
Bókin er byggð á samnefndu barnaleikriti
sem var frumsýnt í Norræna húsinu í árs-
byrjun 2012. Í bókinni segir frá Bjarti sem er
fimm ára. Hann eignast litla systur og finnst
hún óttalegt skrímsli. Einn daginn fær hann
nóg af systur
sinni þegar hún er
búin að borða
mömmu þeirra og
pabba. Hann
ákveður að skila
henni til guðs og
þá fara þau í æv-
intýraferð þar
sem hann lærir að
elska þetta litla
skrímsli. Sagan er
falleg og vel skrif-
uð og lesandinn skynjar vel tilfinningar Bjarts
til systur sinnar.
Myndskreyting Bjarkar er viðeigandi og
skemmtileg. Það er gaman hvernig litla syst-
irin er bara lítið krass-skrímsli í upphafi en
tekur smátt og smátt á sig mynd manneskju
eftir því sem ást Bjarts á henni vex.
Bókinni fylgir geisladiskur með upplestri á
sögunni og tónlist Eivarar úr leikritinu.
Sagan fangar leikritið vel, einfaldleika þess
og fegurð. Það þarf ekki að vera búið að sjá
leikritið til að skilja bókina, sagan stendur vel
ein og sér og ætti að hrífa alla með sér.
Uppátækjasamir bræður
Undarlegar uppfinningar Breka og Dreka
bbbmn
Eftir: Aino Havukainen og Sami Toivonen.
Þýðandi: Þórdís Gísladóttir.
Bjartur 2013. 32 bls.
Fyrir nokkrum árum kom út í íslenskri þýð-
ingu bókin Breki og Dreki á leikskóla. Þá feng-
um við fyrst að kynnast
bræðrunum undarlegu
sem koma frá Furðufirði.
Þeir eru stórskemmti-
legir og hefur bókin Breki
og Dreki á leikskóla verið
lesin svo oft á mínu heim-
ili að hún er nánast dottin
í sundur. Hér kveður við
annan tón, um uppfinn-
ingabók er að ræða en
Breka og Dreka dettur ýmislegt sniðugt í hug.
Uppfinningarnar eru náttúrlega algjört bull en
margar hverjar skemmtilegar eins og; morg-
unverkavélin, landslagskúlan, ógeðsmatar-
greinir og björgunarvesti fyrir mannhaf. Text-
inn er ekki mikill en myndirnar fá að njóta sín
og þær eru fjölbreyttar og áhugaverðar, það er
endalaust hægt að skoða þær og finna eitthvað
nýtt og sniðugt. Breki og Dreki bregðast ekki
nú frekar en í fyrri bók, þeir eru bráðskemmti-
legir uppfinningabræður.
Átta ára hrekkjusvín
Lára lygakokkur
bbbnn
Texti: Margrét Björg Júlíusdóttir.
Myndir: Jean Antoine Posocco.
Froskur útgáfa 2012. 38 bls.
Lára lygakokkur er átta ára og ekki vin-
sælasta stelpan í bekknum, enda er hún stríð-
in og lygin og vill ekki læra. Lára hrekkir
bekkjarfélaga
sína og þeir
ákveða að hefna
sín. Þeir sjá eftir
hefndinni og
skrifa Láru bréf
en Lára getur
ekki lesið það, því
hún kann ekki að
lesa. Hún áttar
sig á því að það er
nauðsynlegt að
kunna að lesa og
fer af kappi að læra það, þá getur hún lesið
bréfið. Í lokin hefur hrekkjaveikin lagast,
Lára er orðin læs og vinmörg. Boðskapurinn
er skýr og efnið vekur áhuga barna. Þetta er
sniðug saga og það er ekki oft sem átta ára
ljóshærðar stelpur birtast sem óþolandi
hrekkjusvín í bókum.
Sagan er sögð í kvæðum og kemst ágæt-
lega til skila á þann hátt en það má velta því
fyrir sér hvort það hefði farið betur að segja
söguna í óbundnu máli, hún hefði kannski orð-
ið innihaldsríkari þannig þó kvæðin séu ágæt-
lega ort. Þá er myndskreytingin viðeigandi og
skemmtileg.
Blinda amman og barnabörnin
Amma með biluðu augun
bbnnn
Texti: Marta Dröfn Björnsdóttir.
Myndir: Heather Hitchman.
Óðinsauga 2013.
Í Amma með
biluðu augun segir
frá ömmu sem er
blind. Barnabörnin
eru hjá henni í
sveitinni og langar
að finna lausn á
sjónleysi ömm-
unnar. Það gerist
ýmislegt skemmtilegt meðan á dvöl þeirra
stendur, enda amma sniðug kona sem kallar
ekki allt ömmu sína þrátt fyrir að vera blind.
Þetta er sniðug hugmynd að barnabók og
falleg saga en það hefði mátt vinna betur úr
henni, það vantar flæði í textann og samhengi í
söguna. Þá er undarlegt að það er aldrei sagt
að amman sé blind, aðeins með biluð augu.
Álfar koma þarna við sögu og eru eins og út
úr hól, þeir gera ekkert fyrir söguna annað en
að gera góða hugmynd verri. Fyrir sögu um
ömmu í íslenskri sveit eru myndirnar fjar-
lægar, pattaralegar Disneylegar myndir sem
mér finnst ekki passa efninu.
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar
og þýddar barnabækur
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is
Skrímslið litla systir mín „Myndskreyting Bjarkar er viðeigandi og skemmtileg.“
Skrímsli og
hrekkjusvín
einstakt
eitthvað alveg
einstakar gjafir fyrir
einstök tækifæri
handa einstöku fólki
Ú l f a r Ö r n s ý n i r o l í u m á l v e r k í s a l a r k y n n u m S ó l o n í d e s e m b e r
Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | S 581 4020 | www.galleril ist.is
Bankas t ræt i 7 er samsta r f sað i l i Ga l l e r í L i s t .