Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sala er hafin á nýjustu skartgripunum í línunni Flóru Íslands frá skartgripaversluninni Leonard, en að þessu sinni er boðið upp á hálsmen og eyrnalokka með grá- mullu á. Allur ágóði rennur til styrktar íþróttastarfi fatlaðra barna. Ólafur Stefánsson handboltakappi,af- henti þeim Hilmari Birni, Hafliða og Ísari fyrsta menið í Leonard í Kringlunni en Sif Jakobsdóttir og Eggert Pétursson hönnuðu. Frá vinstri: Sif Jakobsdóttir, Hilm- ar Björn Zoëga, Hafliði Hafþórsson, Ólafur Stefánsson, Ísar Þorsteinsson og Eggert Pétursson. Grámulla til styrktar íþróttastarfi fatlaðra barna Morgunblaðið/Rósa Braga Óli Stef afhenti börnunum fyrsta menið Lára Halla Sigurðardóttir Helgi Bjarnason Nokkrir þingmenn stjórnarandstöð- unnar mótmæltu því í gærkvöldi að fjárlagafrumvarpið skyldi hafa verið afgreitt úr fjárlaganefnd án nefndar- álits meirihlutans. Ákveðið var að boða nefndina aftur til fundar seint í gærkvöldi til að afgreiða málið að nýju. Þá var málið afgreitt á fimm mínútum. Meirihluti fjárlaganefndar ákvað að taka fjárlagafrumvarpið út úr nefnd til 2. umræðu á fundi í kvöld- matarhléi í gærkvöldi. Verulegar breytingar eru gerðar á frumvarp- inu. Reiknað var með að því yrði dreift á þinginu um hádegisbilið í dag. Önnur umræða á síðan að hefj- ast á morgun, föstudag. Ekki í samræmi við þingsköp Fjáraukalög fyrir árið 2013 voru rædd á kvöldfundi Alþingis í gær- kvöldi. Við þá umræðu mótmæltu þingmenn úr stjórnarandstöðunni því að fjárlagafrumvarpið hefði verið afgreitt úr nefnd án nefndarálits. Fullyrti Svandís Svavarsdóttir, for- maður þingflokks Vinstri grænna, meðal annars að þetta gengi í ber- högg við þingskapalög. Að sögn Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, var fjár- lagafrumvarpið unnið í mikilli sátt og í því eru margar breytingatillögur til hagsbóta fyrir land og þjóð. Hún sagðist þó taka fram að nú væru fjár- aukalög á dagskrá, ekki fjárlög, og krafðist þess að forseti Alþingis úr- skurðaði um það hvort fjárlaganefnd hefði í raun brotið þingskapalög. Enn í fjárlaganefnd Katrín Júlíusdóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylking- arinnar, sögðust líta svo á að málið væri enn í fjárlaganefnd, þar sem meirihlutinn hefði ekki skilað nefnd- aráliti. Eftir hlé sem gert var á umræð- unni greindi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, frá því að fjár- laganefnd myndi koma saman til fundar síðar um kvöldið til að af- greiða fjárlagafrumvarpið á ný út úr nefndinni og var það gert. Fimm mín- útna auka- fundur  Deilt um af- greiðslu frumvarps Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, er ekki hlynntur því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eins og lagt er til í þingsályktunartillögu þingmanna Bjartrar framtíðar. Í umsögn Kristins til allsherjar- og menntamálanefndar segir hann: „Það er mitt álit að það að leggja í þá vinnu og breytingu sem þessi tillaga gerir ráð fyrir sé ekki til þess fallið að breyta líðan fólks eða hvað þá að hafa áhrif á lyfjanotkun okkar sem er aðeins meiri en annarra Norð- urlandabúa. Þetta mun auka algengi þess að við fáum þotuþreytu því ef fólk fer að lifa eftir þessu verður þotuþreyta bæði til Bandaríkjanna og Evrópu. Áhrif af því að hringla í klukkunni eru engin. Leggjum frekar áherslu á sveigjanlegri skóla- og vinnudag, þannig að þingmenn Bjartrar fram- tíðar geti sofið lengur á morgnana og vaknað við bjartari skilyrði, sem vissulega mörgum okkar þykir gott.“ Þotuþreyta með seinkun klukkunnar  Þingmenn Bjartrar framtíðar geti sofið lengur Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að ekki verði staðið við samkomulag á milli fyrri ríkisstjórnar og lífeyrissjóða um sértækar aðgerðir í þágu lánsveðshóps. „Lánsveðshópurinn mun njóta góðs af niðurfellingu höfuðstóls í leið- réttingaraðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. [....] Hvort að gripið verði til enn frekari aðgerða síðar er ekki hægt að fullyrða um,“ segir Bjarni. Samkvæmt samkomulagi lífeyris- sjóðanna og fyrri ríkisstjórnar frá því í apríl stóð til að ríkið myndi verja þremur milljörðum króna til skulda- niðurfellinga lánsveðshóps. Hug- myndin var sú að hann gæti fengið niðurfellingu veðskulda, vegna lána til kaupa á fasteignum niður að 110% af markaðsvirði fasteignar líkt og aðrir fasteignaeigendur. Alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Júlíusdóttir hafa lagt fram frumvarp sem byggist á samkomulaginu frá því í vor. Frum- varpið er til umsagnar í þinginu. Steingrímur telur að skuldaniðurfell- ingartillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks séu ófullnægjandi fyrir lánsveðshópinn. „Margir úr þessum hópi myndu fá mun meiri skuldalækkun ef farið yrði eftir sam- komulaginu við lífeyrissjóðina,“ segir Steingrímur. Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra hefur talað um mikilvægi þess að huga að málefnum lánsveðshóps- ins í skuldaniðurfellingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Útfærsla skulda- niðurfellingar ríkisstjórnarinnar mun koma til með að hjálpa þessum hópi [...] Þegar staðan eftir skuldaniður- fellingar liggur fyrir munum við sjá stöðu lánsveðshópsins. [...] En það þyrfti síðan alltaf sértæka aðgerð fyr- ir þá sem standa verr og það á við um lánsveðshópinn sem og aðra,“ segir Eygló. Um 2000 manns búa í eignum sem eru með yfir 110% veðsetning- arhlutfall og voru keyptar með láns- veði hjá þriðja aðila. Ekki staðið við sam- komulag um lánsveð  Ráðherra segir leiðréttingaraðgerðir nýtast lánsveðshóp Bjarni Benediktsson Steingrímur J. Sigfússon Öðruvísi flísar Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Stór steinn féll úr Steinahelli undir Eyjafjöllum, líklega í gærmorgun eða fyrrinótt. Ferðafólk fer oft í hell- inn og bílum er ekið inn í hann. Eng- inn varð fyrir steininum. „Ég sá þetta frá þjóðveginum,“ segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi. Hann skoðaði aðstæður í gær. Stór steinn hefur hrunið úr vegg hellisins og oltið inn á gólfið. Telur Vigfús að hann sé nokkur hundruð kíló. Vigfús rifjar upp að töluvert hafi hrunið úr lofti hellisins á síðasta ári. „Ég held að þetta hrun núna og í fyrra sé nýtt fyrirbrigði. Ég man ekki eftir að hafa heyrt um það áð- ur,“ segir Vigfús sem er fæddur og alinn upp undir Eyjafjöllum. Hann segir að vissulega stafi fólki hætta af slíku hruni. „Þetta er gam- all þingstaður Eyfellinga, sögufræg- ur staður og fjölfarinn,“ segir Vigfús. Hann getur þess að ferðafólk komi þarna mikið við enda sé hellirinn skammt frá hringveginum. Ferða- langar leiti þar stundum skjóls í verstu veðrum og mörg dæmi séu um að menn aki bílum sínum þangað inn. Það þyki sniðugt. Vigfús veit ekki til þess að vitni hafi verið að hruninu en tekur fram að hann hafi ekki tilkynnt það til lögreglunnar. helgi@mbl.is Stór steinn valt inn á hellisgólfið  Hætta af hruni í Steinahelli Ljósmynd/Vigfús Andrésson Hrun Steinninn féll úr vegg hellisins og valt fram í munnann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.