Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hópur starfsmanna Slippsins á Ak- ureyri fór í góðan göngutúr á dög- unum, með framkvæmdastjórann, Anton Benjamínsson, framarlega í flokki; alls um 3,5 kílómetra frá Slippnum upp að Möl og sandi.    Þetta var ekki bara spássitúr í heilsubótarskyni heldur tengdist því verkefni Norðurorku að koma upp metanstöð, sem verður tekin í notk- un einhvern tíma á næsta ári.    Slipparar útbjuggu tvö grönn rör, 30 metra langt hvort, sem erfitt var að koma fyrir í farartæki þannig að þeir tóku sig til og héldu á rör- unum upp í Möl og sand.    Veðrið þótti við hæfi hetja; þetta var undir kvöld á föstudaginn og frostið var eitthvað á annan tuginn. „Við völdum auðvitað kaldasta dag ársins,“ sagði einn göngumanna. All- ir bjuggu sig vel og konurnar á kont- órnum höfðu komið upp drykkjar- stöð á miðri leið, þar sem þær biðu drengjanna með heitt kakó og „frostlög“ eins og einn Slipparinn orðaði það.    Afmælishátíð verður haldin á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag í til- efin þess að 60 ár liðin frá því starf- semin var flutt á Eyrarlandsveg. Jafnframt eru 140 ár liðin frá því að fyrsta sjúkrahúsið á Akureyri tók til starfa.    Fyrsta sjúkrahúsið á Akureyri tók til starfa árið 1873 í húsi sem var gjöf Friðriks C. M. Gudmanns og við það festist nafnið Gudmanns minni. Í því voru 8 sjúkrarúm. Húsið stend- ur enn og er nú við Aðalstræti 14.    Árið 1953 hófst starfsemi Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri í því húsnæði sem enn er í notkun þegar handlækningadeild var opnuð þann 15. desember. Þann 15. desember 2013 eru því liðin 60 ára frá því að starfsemin á Eyrarlandsholtinu hófst. Stofnunin ber nú nafnið Sjúkrahúsið á Akureyri en notast enn við gömlu skammstöfunina, FSA, enda rótgróin í huga fólks. Starfsemin hefur vitaskuld marg- faldast að vöxtum og húsa- og tækja- kostur sömuleiðis.    KEA veitti á dögunum styrki í 80. skipti úr Menningar- og viðurkenn- ingasjóði félagsins. Að þessu sinni var úthlutað rúmlega 6 milljónum króna til 34 aðila, en 124 umsóknir bárust.    Halldór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri KEA tilkynnti styrk- ina í hófi sem haldið var í menning- arhúsinu Hofi.    Úthlutað var úr fjórum styrk- flokkum; ellefu hlutu almennan styrk, samtals 1,4 milljónir króna og til ungra afreksmanna voru veittar tólf viðurkenningar og styrkir, hver hlaut styrk uppá 150 þúsund, sam- tals 1,8 milljón króna. Til þátt- tökuverkefna var úthlutað 1,3 millj- ónum króna og hlutu fjórir aðilar styrk og sjö íþróttastyrkir voru veittir, alls 1,4 milljónir króna.    Karlakór Akureyrar-Geysir og Stúlknakór Akureyrarkirkju halda saman jólatónleika í Akureyr- arkirkju í kvöld kl. 20. Kórarnir hafa ekki starfað saman fyrr, en samein- ast nú í jólasöngvum víðsvegar að úr heiminum. Stjórnendur kóranna eru Hjörleifur Örn Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.    Hljómsveitin Drangar treður öðru sinni upp á Græna hattinum annað kvöld. Drangar; Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjónsson, hafa verið á þeysireið, leika tónlist af nýrri plötu og án efa flýtur eitthvað gamalt og gott með.    Vert er að geta þess að Baggalút- ur er með árlega jólatónleika í Hofi um helgina. Þegar er uppselt á tvenna af þrennum, en eitthvað eftir af miðum kl. 17.00 á laugardaginn.    Meðal annarra sem heimsækja Hof um helgina eru Grýla og synir hennar (skv. áreiðanlegum heim- ildum), Emil í Kattholti og félagar í kvæðamannafélaginu Gefjuni.    Í hádeginu í dag leika feðginin Katrín Ingólfsdóttir og Ingólfur Jó- hannsson í Hofi og á morgun stíga félagar í Gefjuni á stokk og bjóða upp á kraftmikinn kveðskap.    Grýla verður í Hofi í hádeginu á laugardag og stúlknakvartettinn KAVE, flytur söngdagskrá klukkan hálffimm síðdegis. Emil og Ída verða ásamt nánustu vinum og ætt- ingjum úr Freyvangsleikhúsinu í Hofi í hádeginu á sunnudaginn.    Hrekkjóttir jólasveinar verða líka í aðalhlutverki á Minjasafninu á laugardaginn klukkan tvö. Þórarinn Hannesson les úr nýútkominni ljóða- bók sinni, Um jólin. Ljóðin eru um hrekkjótta jólasveina en þeir leika stórt hlutverk í jólasýningu safnsins enda eru þeir hvorki fleiri né færri en 82, að því er segir í tilkynningu.    Stjórn Afrekssjóðs Akureyrar hefur ákveðið að úthluta alls 1.825.000 króna til átta aðildarfélaga ÍBA vegna 18 afreksíþróttamanna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Styrkir Hópurinn sem fékk fjárstuðning frá KEA ásamt Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra félagsins. Svalir Slipparar og hrekkjóttir jólasveinar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hraustir Starfsmenn Slippsins á göngu í gaddi með rör í metanstöðina. Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | Hafnarfjörður | S. 565 5970 | sjonarholl.is Skoðið „Intuitiv“ nýjustu margskiptu glerin frá BBGR Frakklandi en þau hlutu gullbikarinn sem bestu margskiptu glerin á alþjóðlegri gleraugnasýningu í Paris nú í september. Verðlaunin voru veitt fyrir mun stærra fókussvæði í les-, tölvu- og akstursfjarlægðum. Margskipt gleraugu Sama lága verðið! SJÓNARHÓLL Þar sem gæðagleraugu kosta minna Aðeins á Sjónarhóli SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, föstudaginn 20. desember Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og lífsstíl föstudaginn 3. janúar Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl á nýju ári Heilsa & lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.