Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Líkamsræktarstöðvar sem eru ein- göngu ætlaðar konum gætu þurft að breyta starfsemi sinni og hleypa körlum líka inn ef frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, fer óbreytt í gegnum Alþingi á næsta ári. Um er að ræða tilskipun Evrópusambandsins um jafna stöðu kynjanna meðal annars þegar kem- ur að vöru og þjónustu. „Hvers konar mismunun á grund- velli kyns er varðar aðgang að eða afhendingu á vöru sem og aðgang að eða veitingu þjónustu er óheimil,“ segir í lagagreininni. Án þess að það sé útlistað nánar má skilja þetta sem svo að bannað verði að reka lík- amsræktarstöðvar eingöngu fyrir konur eða fyrir námskeiðshaldara að bjóða upp á ákveðin námskeið sem eru stíluð inn á annað kynið. Búið er að mæla fyrir frumvarp- inu á þingi og síðastliðinn þriðjudag var það til meðferðar hjá Allsherjar- og menntamálanefnd. Unnur Brá Konráðsdóttir formaður nefndar- innar segir að komið hafi fram ýms- ar athugasemdir í umsögnum. Hún segir að lagagreinin um jafnan að- gang að vörum og þjónustu sé eitt af því sem þeim hafi verið bent á að skoða sérstaklega og að þau muni gera það. „Við munum halda áfram með meðferð málsins eftir áramót og fá ráðuneytið til að fara aftur yfir það með okkur. Við viljum skoða þetta mál betur,“ sagði Unnur Brá. Gengið lengra en þarf Meðal þeirra sem hafa gert at- hugasemd við lagagreinina eru Sam- tök atvinnulífsins. „Okkur finnst ekki nægilega vel útskýrt hvað þetta bann kemur til með að fela í sér. Þetta byggir á Evróputilskipun frá 2004 og í henni er sérstaklega tekið fram hvað fellur fyrir utan gildissvið hennar en hvergi er getið um þá fyr- irvara í íslenska frumvarpinu,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir lögfræð- ingur hjá Samtökum atvinnulífsins. „Í þeim tilfellum þar sem verið er að innleiða löggjöf frá Evrópusam- bandinu og gengið er lengra en í til- skipuninni finnst okkur þurfa að liggja fyrir því rökstuðningur. Við gerum þær kröfur að öll lagasetning sé skýr og ljóst sé til hvers er ætlast af fyrirtækjum í landinu.“ Bergþóra segir að það vanti að skýra út í frumvarpinu hversu langt á að ganga í að banna mismunun á grundvelli kyns varðandi vöru eða þjónustu. Hún nefnir í því samhengi líkamsræktarstöðvar sem eru ein- göngu ætlaðar fyrir konur en þrjár slíkar eru nú starfræktar á höf- uðborgarsvæðinu; Baðhúsið, Dans- rækt JSB og Curves. Ef frumvarpið fer óbreytt í gegn virðist vera að starfsemi þeirra í núverandi formi verði ólögmæt. „Við erum að sjálfsögðu fylgjandi því að fólki sé ekki mismunað eða að verið sé að takmarka aðgang þess að vörum eða þjónustu sem stendur öðrum til boða en í þessu tilfelli er- um við að ræða markað þar sem framboðið er afar mikið og margir aðilar sem veita sömu eða sambæri- lega þjónustu. Þessar nefndu lík- amsræktarstöðvar eru að reyna að mynda sér sérstöðu og þjóna ákveðnum markhópi. Eins lengi og takmörkunin er ekki sett fram með hætti sem er meiðandi fyrir hitt kynið og svo lengi sem aðilar af hinu kyninu hafa greiðan aðgang að sam- bærilegri þjónustu á sama þjón- ustsvæði teljum við takmarkinu vera náð. Staða margra fyrirtækja er erfið í dag og leggjum við mikla áherslu á að ekki sé verið að þrengja um of að fyrirtækjum sem er í full- komlega eðlilegri starfsemi enda hefur núverandi ríkisstjórn sett það á stefnuskrá sína að einfalda reglu- verk atvinnulífsins,“ segir Berg- þóra. Morgunblaðið/Golli Líkamsrækt Ef tilskipunin fer óbreytt í gegn yrðu bara blandaðar stöðvar. Líkamsræktarstöðvar fyrir konur ólögmætar  ESB-tilskipun um jafna stöðu kynjanna að vöru og þjónustu Eldsneytisverð lækkaði í gær. N1 reið á vaðið í gærmorgun og lækk- aði bensínið um 2,80 kr. hvern lítra og dísilolíuna um 1,90 kr. hvern lítra. Hin olíufélögin fylgdu í kjöl- farið og lækkuðu verð hjá sér. Magnús Ásgeirsson, inn- kaupastjóri eldsneytis hjá N1, sagði verðbreytinguna endurspegla lækkun á heimsmarkaðsverði olíu og styrkingu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. „Gengisþróunin endurspeglast mjög sterklega í þessari lækkun. Gengi Bandaríkjadollars er komið í 117,60 kr.,“ sagði Magnús. Hann sagði að styrking krónunnar gagn- vart dollar vægi þyngst í lækkun eldsneytisins nú. „Venjan á olíu- markaði er að heimsmarkaðsverðið hækki eitthvað í desember, en það hefur heldur lækkað nú, enn sem komið er. Þetta er ágætis þróun að það skuli ekki vera uppsveifla í des- ember.“ Magnús sagði að í janúar mætti búast við kólnandi veðri vestanhafs og það gæti haft áhrif á heims- markaðsverð olíu, einkum dísilolíu eða gasolíu, sem er mikið notuð til húshitunar. gudni@mbl.is Eldsneytisverðið lækkaði hjá olíufé- lögunum í gær  Sterkari króna og lægra heims- markaðsverð skýra lækkunina Morgunblaðið/Ómar Eldsneyti Lækkunin í gær kemur ökumönnum til góða. Líðan konunnar sem slasaðist í eldsvoða í Breiðholti aðfaranótt mánudags er óbreytt. Henni er haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæslu Landspítalans í Fossvogi samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæslu í gærkvöldi. Konan, sem er á fertugsaldri, var ásamt 13 ára dóttur sinni í íbúð í Írabakka þar sem eldur kviknaði. Mæðgurnar komust út við illan leik skömmu áður en slökkvilið mætti á staðinn. Konan er með brunasár og reykeitrun. Dóttir hennar var í fyrstu lögð inn á barnadeild Landspítalans en hún hefur nú verið útskrifuð af barna- deild en sækir meðferð á dagdeild. Enn haldið sofandi í öndunarvél eftir eldsvoða í Breiðholti Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Enn er ekki búið að tryggja fjár- magn til að reisa sjúkrahús og sjúkrahótel PrimaCare í Mosfellsbæ en þar er stefnt á að gera liðskipta- aðgerðir á erlendum sjúklingum. „Staðan er eiginlega óbreytt. Það er enn verið að vinna í verkefninu en það hefur ekkert nýtt gerst í því,“ segir Gunnar Ármannsson lögfræð- ingur, sem hefur unnið að undirbún- ingnum. Búið er að taka frá lóð fyrir bygg- inguna á Leirvogstungumelum, í norðausturhlíðum Úlfarsfells, ská- hallt á móti Reykjalundi. Áætlað hef- ur verið að uppbyggingin kosti um 20 milljarða. Horfa vestur um haf Gunnar segir að þótt engin ný tíð- indi hafi orðið varðandi fjármögn- unina sé greinilegt að viðhorf gagn- vart verkefninu hafi breyst eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í vor. Fyrri ríkisstjórn hafi ekki beinlínis verið sérstaklega hliðholl hugmynd- um sem þessum. 5.000 aðgerðir á ári Í samtali við Morgunblaðið í des- ember í fyrra sagði Gunnar að er- lendur fjárfestir teldi sig geta fjár- magnað 75-85% af stofnkostnaði en erfitt hefði reynst að fjármagna þau 15-25% sem upp á vantaði. PrimaCare beinir sjónum einkum að Bandaríkjamarkaði og er miðað við að gerðar verði um 5.000 aðgerðir á ári. Lítið breytt en andinn betri  Ekki hefur tekist að ljúka við fjármögnun á sjúkrahúsi og -hóteli PrimaCare  Fjögur ár frá viljayfirlýsingu  Breytt viðhorf með nýrri ríkisstjórn Vilji til verka » Mosfellsbær og PrimaCare skrifuðu undir viljayfirlýsingu 2. október 2009 um að halda áfram að þróa hugmyndir fé- lagsins um að byggja sjúkra- hús og -hótel. » Starfsemin var sögð myndu skapa 600-1.000 störf. Markmið tilskipunar Evrópusambandsins 2004/113/EB er að aðgangur að eða veiting þjónustu sé ekki hagstæðari fyrir annað kynið. Það gæti snúið að fleiru en líkamsrækt, t.d. vátryggingafélögunum, eins og kem- ur fram í frumvarpinu: „Þá er gert ráð fyrir að óheimilt verði að mismuna einstaklingum á grundvelli kyns þegar kemur að því að ákvarða iðgjöld eða bóta- fjárhæðir vegna vátryggingarsamnings eða samkvæmt annarri skyldri fjármálaþjónustu. Líkt og segir í greinargerð frumvarpsins hefur verið stuðst við kynjabreytur við ýmiss konar útreikninga í trygginga- starfsemi hér á landi, svo sem í líf- og sjúkdómatryggingum, sem hef- ur leitt til mishárra iðgjalda út frá kyni viðskiptavinar. Samkvæmt frumvarpinu verður óheimilt að styðjast við slíka útreikninga þegar kemur að ákvörðun iðgjalda en tryggingafélögum verður þó áfram heimilt að safna, geyma og styðjast við kyn og kyntengdar upplýs- ingar. Leiða má að því líkur að þessar breytingar muni hafa áhrif á ákvörðun tryggingafélaga á iðgjöld vegna vátrygginga, svo sem líf- og sjúkdómatrygginga, og gætu þau eftir atvikum hækkað fyrir konur og lækkað fyrir karlmenn.“ Iðgjöld fyrir konur gætu hækkað VÁTRYGGINGAFÉLÖGIN tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com .. ‘ ALMOND GJAFAKASSI Jólatilboð: 6.990 kr. Andvirði: 9.680 kr. Handkrem 30 ml - 1.250 kr. | Líkamskrem 100 ml - 5.100 kr.* Sturtuolía 250 ml - 2.730 kr. | Skrúbbsápa 50 g - 600 kr. *E kk is el t íl au sa sö lu .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.