Morgunblaðið - 12.12.2013, Page 38

Morgunblaðið - 12.12.2013, Page 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Bergþóra Björk Jóhannsdóttir fæddist 12. desember 1973, ólstupp í Dölunum en hefur síðustu tíu ár búið á Akranesi. Maðurhennar er Ólafur Geir Óskarsson. Bergþóra á tvær dætur og þrjá stjúpsyni. Bergþóra hefur engin plön á afmælisdeginum. „Ég ætla ekki að gera neitt nema vinna og vera með fjölskyldunni. Afmælisdagar eru mér ekki heilagir. Ég hef ekkert verið að halda upp á afmælið í gegnum tíðina,“ segir Bergþóra. „Ég er meira jólabarn en afmæl- isbarn, enda finnst mér jólin mikilvægari en afmælið mitt.“ Bergþóra vinnur í HB Granda á Akranesi og þar var boðið upp á afmælistertu í morgunkaffinu í gær því í dag er jólahátíðarmatur. Þrátt fyrir að vera lítið fyrir athygli á afmælisdaginn og afþakka afmælisgjafir hefur Bergþóra mjög gaman af afmælum annarra. „Mér finnst sjálfri gaman að fara í afmæli hjá öðrum og gefa gjafir.“ Stekkjarstaur kom til byggða í nótt, aðfaranótt 12. desember, og segir Bergþóra að það hafi henni alltaf fundist voða gaman sem barni, að fá Stekkjarstaur til byggða á afmælinu. „Ég var í heima- vistarskóla, Laugum í Sælingsdal, og ég fékk stundum meira í skóinn en hinir þennan dag. Stekkjarstaur hefur alla tíð verið minn uppá- haldsjólasveinn,“ segir Bergþóra. Hún segir dætur sínar, sem eru 3 og 7 ára, ægilega spenntar fyrir deginum enda bæði afmæli móður þeirra og fyrsti jólasveinninn kominn til byggða. ingveldur@mbl.is Bergþóra Björk Jóhannsdóttir er fertug Jólabarn Stekkjastaur hefur alltaf verið í meira uppáhaldi en aðrir sveinar því gjafirnar voru oftar en ekki veglegri en hinna í æsku. Er meira jólabarn en afmælisbarn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hulda Ósk Ólafs- dóttir, kaupmaður í Reykjavík, til heimilis að Glað- heimum 14, er sextug í dag, 12. desember. Eig- inmaður hennar er Kristinn Ragn- arsson. Hún verð- ur að heiman á af- mælisdaginn. Árnað heilla 60 ára Heiðurshjónin Hannesína Tyrfings- dóttir og Andrés M. Eggertsson eiga demantsbrúðkaupsafmæli í dag, 12. desember. Demantsbrúðkaup Selfoss Þórey Rán fæddist 26. apríl kl. 2.59. Hún vó 3.560 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðrún Margrét Gísladóttir og Sigurður Orri Karlsson. Nýir borgarar Reykjavík Hilmir Bjarni fæddist 27. apríl kl. 11.47. Hann vó 3.206 g og var 45,9 cm langur. Foreldrar hans eru Þórhildur Kristín Bachmann og Óli Páll Geirsson. G uðný Rósa fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 12.12. 1963: „Foreldrarnir voru af- skaplega nýjungagjarn- ir og fyrstu 10 árin prófaði fjöl- skyldan að búa í hinum ýmsu hverfum Reykjavíkur, á alls átta stöðum, frá Seltjarnarnesi til Kópa- vogs. Ég naut því þeirra forréttinda að prófa Ísaksskóla, Hvassaleitis- skóla, Digranesskóla og Hlíðaskóla áður en ég varð 10 ára. Hin síðari ár grunnskólans hélt ég mig hins vegar við Hlíðaskóla og eignaðist þar mínar bestu vinkonur.“ Í sama skóla og pabbi „Eftir grunnskólanám ákvað ég að fara í Verzlunarskólann enda var hann í næsta nágrenni við Fjólugöt- una þar sem ég bjó á þeim tíma, hafði reyndar heyrt að þar væri mesta fjör- ið. Mér brá því nokkuð í brún þegar faðir minn tilkynnti mér rétt áður en ég hóf námið að hann hefði á sama tíma sótt um að verða skólastjóri við skólann og fengið starfið. Okkar sam- vera í skólanum gekk hins vegar átakalaust þessi fjögur ár enda var ég lítið til vandræða.“ Þegar stúdentsprófi lauk ákvað Guðný að taka sér frí frá námi og safna fyrir langri utanlandsferð. Hún vann nokkra mánuði hjá gamla Kaupþingi og flaug síðan til Þýska- lands ásamt vinkonu sinni, Ásgerði Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis – 50 ára Í fótbolta Ágúst Már, sem er fyrrv. landsliðsmaður í knattspyrnu, Viktor Ingi, Guðný Rósa og Inga Laufey. Festi rætur í útivistar- paradís í Mosfellsbæ Tvö á toppnum Guðný Rósa og Ágúst Már á Háskerðingi við Álftavatn. PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is Íslensk framleiðsla í miklu úrvali Sérprentanir í minni eða stærri upplögum Vertu tímanlega fyrir jólin og pantaðu pokana hjá okkur. Fallegar umbúðir gefa vörunni meira gildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.