Morgunblaðið - 12.12.2013, Side 39

Morgunblaðið - 12.12.2013, Side 39
Káradóttur, þar sem hún lærði þýsku við Háskólann í Heidelberg í eitt ár. Guðný hóf síðan nám við við- skiptadeild HÍ, lauk cand. oecon.- prófi vorið 1989 og starfaði hjá Eim- skip í Gautaborg 1989-91, meðan eig- inmaðurinn lék knattspyrnu með Häcken. Guðný var innkaupa- og markaðs- stjóri hjá Skeljungi 1995-2005, hóf síðan störf hjá Parlogis árið 2005 og er nú forstjóri þess. Parlogis sér um innflutning og dreifingu á vörum fyrir fyrirtæki sem markaðssetja heilbrigðs- og heilsu- vörur. Guðný situr í stjórn Félags at- vinnurekenda og í stjórn GS1 á Ís- landi. Útivera með fjölskyldunni En áhugamálin, Guðný? „Þegar vinnan er frá talin felst helsta áhugamálið án efa í útivist með fjölskyldunni. Ég er algjörlega háð daglegri hreyfingu og útiveru og toppnum er náð þegar fjölskyldan sameinast við slíka útivist. Við förum því gjarnan á skíði, hlaupum eða örkum um Mos- fellsbæinn með hundinn okkar. Ég verð þó að viðurkenna að það er að- eins byrjað að fækka í gönguhópnum eftir því sem unglingsárin færast yfir börnin okkar.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðnýjar er Ágúst Már Jónsson, f. 17.8. 1960, heilsu- þjálfari á Reykjalundi. Foreldrar hans eru Jón Magnússon, f. 20.3. 1928, fyrrv. lögfræðingur hjá Land- helgisgæslunni, og Laufey Sól- mundsdóttir, f. 27.9. 1928, húsfreyja. Börn Guðnýjar og Ágústs Más eru Þorvarður Arnar Ágústsson, f. 7.12. 1990, nemi í lögfræði sem býr í for- eldrahúsum; Viktor Ingi Ágústsson, f. 16 8. 1997, nemi við Verslunarskóla Íslands, býr í foreldrahúsum; Inga Laufey Ágústsdóttir, f. 4.8. 2001, nemi í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Bræður Guðnýjar eru Einar Eyj- ólfsson, f. 26.11. 1958, prestur í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði og búsettur þar; Bjarni Kristján Þorvarðarson, f. 22.12. 1968, forstjóri Hybernia Net- works, búsettur í New York; Elías Þór Þorvarðarson, f. 31.12. 1971, inn- kaupastjóri hjá Samkaupum, búsett- ur í Kópavogi. Foreldrar Guðnýjar eru Þorvarður Elíasson, f. 9.7. 1940, fyrrv. skóla- stjóri VÍ, og Inga Rósa Sigursteins- dóttir, f. 8.12. 1942, húsfreyja í Reykjavík. Úr frændgarði Guðnýjar Rósu Þorvarðardóttur Guðný Rósa Þorvarðardóttir Guðrún Þ. Kristjánsdóttir húsfr. í Dýrafirði Kristján Sig. Kristjánsson rith., kennari og skólastj. í Dýrafirði Álfhildur Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Sigursteinn Þórðarson verkam. í Rvík Inga Rósa Sigursteinsdóttir húsfr. í Rvík Sesselía Steinþórsdóttir húsfr. á Stokkseyri Þórður Björnsson sjóm. á Stokkseyri Guðný Jónsdóttir húsfr. á Bakka Jónas Þorvarðsson útv.b. á Bakka í Hnífsdal af Eyrarætt og Arnardalsætt Guðný Rósa Jónasdóttir hjúkrunarkona í Hnífsdal Elías Ingimarsson kaupfélagsstj. og útgerðarm. í Hnífsdal Þorvarður Elíasson fyrrv. skólastjóri VÍ, Rvk Halldóra Halldórsdóttir húsfr. í Fremri-Hnífsdal Elísabet María Jónasdóttir skólastj. Húsmæðraskólans í Rvík Helga Jónasdóttir kennari í Hafnarfirði Bjarni Bjarnas. fyrrv. forstj. Thorarensen Lyf. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir fornleifafr. Jónas Bjarnason yfirlæknir í Hafnarfirði Jónas Jónasson dr. í fiski- fræði Jónas Elíasson prófessor emeritus í verkfræði Halldór Elíasson prófessor emeritus í stærðfræði Elías Elíasson fyrrv. yfirverkverkfræðingur Landsvirkjunar Margrét Elíasdóttir listakona Bjarni Ingimarsson skipstj. og útgerðarm. hjá Júpiter og Mars Halldór Ingimarsson skipstj. Ingimar Bjarnason skipstj. og útgerðarm. í Fremri-Hnífsdal Jón Jóhannes Bjarnason skipstj. á ÍsafirðiGuðrún Jónsdóttir skrifstofum. í Rvík Bjarni Jónsson yfirlæknir á Landakoti Kjartan Gunnarsson fyrrv. framkvæmdastj. Sjálfstæðisflokksins ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Örn Arnarson er skáldanafnMagnúsar Stefánssonar semfæddist í Kverkártungu á Langanesströnd 12.12. 1884. Hann var sonur Stefáns Árnasonar, bónda þar, og Ingveldar Sigurðardóttur frá Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá. Örn var á þriðja ári er faðir hans drukknaði. Hann ólst upp í fátækt, fór með móður sinni í vinnumennsku að Þorvaldsstöðum en þar hóf hún búskap með bóndanum á bænum. Örn naut skólagöngu hjá Guð- mundi Hjaltasyni á Þórshöfn og var þar fram yfir tvítugsaldur, stundaði síðan kaupavinnu, vegavinnu og sjó- mennsku, hélt til Akureyrar og var einn vetur í skóla á Grund í Eyja- firði. Hann var síðan einn vetur í Flensborgarskóla 1907-1908, einn vetur í Kennaraskólanum og lauk þaðan prófi vorið 1909. Örn varð síðan skrifstofumaður, og kennari síðari árin, lengi búsettur í Hafnarfirði. Örn birti sín fyrstu kvæði í Eim- reiðinni árið 1920 og notaði þá fyrst skáldanafn sitt. Hann gaf út kvæða- safnið Illgresi 1924 sem varð mjög vinsælt, enda ljóðmálið létt, alþýð- legt og grípandi. Örn var ekki ný- rómantíkus eins og menntaðir sam- tímamenn hans. Kristinn E. Andrésson skipar honum á bekk með skáldum sem ortu undir eldri áhrifum, s.s. Jakobi Thorarensen og Guðmundi frá Sandi. Örn var málsvari íslenskrar al- þýðu og orti um brauðstrit hennar sem hann þekkti af eigin raun. Þess vegna er grunnt á þjóðfélagsádeilu og beiskju í sumum kvæðum hans þó hann sé oft gamansamur og glettinn á yfirborðinu. Örn orti í mjög hefðbundnum stíl, bjó yfir mikilli bragsnilld og er feiki- lega kjarnyrtur þegar honum tekst best upp. Þekktustu kvæðin hans eru sjómannskvæðin Stjáni blái og Hrafnistumenn, Rímur af Oddi sterka, ljóðið um lítinn fugl á laufg- um teigi, sem oft er sungið við lag Sigfúsar Halldórssonar, og kvæðið Þá var ég ungur, sem hann orti til móður sinnar skömmu fyrir andlát sitt. Örn lést 25.7. 1942. Merkir Íslendingar Örn Arnarson 90 ára Sigurbjörg Ólafsdóttir 85 ára Friðný G. Ármann 75 ára Alexandra Argunova Einar Kristinsson Erla Benediktsdóttir Halldóra Margrét Bjarnadóttir Sveinn Finnsson Sveinn Guðmundsson Valgerður Lárusdóttir 70 ára Björg Sigurðardóttir Brynjólfur Guðbjörnsson Jóhann G. Bergþórsson Karl Sigurgeirsson Torfi G. Guðmundsson 60 ára Aðalsteinn Kristján Guðmundsson Ásta Egilsdóttir Brynja V. Eggertsdóttir Elín Þórðardóttir Garðar Rafnsson Guðbjörn Smári Hauksson Hulda Ósk Ólafsdóttir Steindór V. Steindórsson Þóra Pétursdóttir 50 ára Gréta Björgvinsdóttir Hafdís Kristjánsdóttir Jens Þór Svansson Kristján Sigurður Kristjánsson Rósa Elísabet Róarsdóttir Stefán Aðalsteinn Sigmundsson Steinar Ágústsson Steingrímur Dufþakur Pálsson Þóroddur Friðrik Gísli Jónsson 40 ára Bergþóra Björk Jóhannsdóttir Einar Örn Finnsson Finnur Júlíusson Friðrik Ottó Friðriksson Guðmundur Árnason Hrafnhildur Grímsdóttir Högni Gunnarsson Ingiberg Þór Kristjánsson Júlía M. Brynjólfsdóttir Katrín Georgsdóttir Kristín Berta Sigurðardóttir Kristófer Ómar Emilsson Ómar Örn Jónsson Sævar Jóhannesson 30 ára Andrés Vilhjálmsson Ebba Unnsteinsdóttir Jon André Röyrane Jón Frímann Smárason Melissa Auðardóttir Norbert Molek Oddur Andri Thomasson Ahrens Óli Baldur Hartmannsson Til hamingju með daginn 30 ára Eiríkur ólst upp í Kópavogi, lauk MA-prófi í stjórnun og stefnumótun við HÍ og starfar hjá Ice- landair Hotels. Maki: Halldóra Hanna Halldórsdóttir, f. 1986, nemi í hjúkrunarfr. við HÍ. Börn: Aníta Dögg Antons- dóttir, f. 2006 (stjúpdótt- ir) og Jakob Darri Líndal, f. 2013. Foreldrar: Jakob E. Lín- dal, f. 1957, og Sigríður N. Sveinsdóttir, f. 1959. Eiríkur Birkir Líndal 30 ára Edda ólst upp á Skarðsá á Skarðsströnd, er búsett í Búðardal og vinnur á leikskólanum í Búðardal. Maki: Arnar Þór Ólafs- son, f. 1987, vörubílstjóri. Börn: Dagný Þóra, f. 2006, og Viktor Bjarni, f. 2009. Foreldrar: Unnsteinn B. Eggertsson, f. 1951, raf- virkjameistari í Noregi, og Dagný Karlsdóttir, f. 1962, húsfreyja í Hveragerði. Edda Unnsteinsdóttir 30 ára Einar ólst upp í Árbænum, er þar búsett- ur, lauk sveinsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og starfar við húsasmíðar. Maki: Þorgerður Guðrún Garðarsdóttir, f. 1990, nemi. Foreldrar: Einar Schweitz Ágústsson, f. 1952, húsa- smiður, og Linda Hrönn Ágústsdóttir, f. 1955, hús- freyja. Þau eru búsett í Árbænum í Reykjavík. Einar Ágúst Einarsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is LAUGA-ÁS SPECIAL Steiktur fiskur gratín m.a. á matseðli Árin segja sitt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.