Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 25
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Repúblikaninn Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins, og demókrat- inn Patty Murray, formaður fjár- laganefndar öldungadeildarinnar, kynntu á þriðjudag samkomulag um fjármögnun hins opinbera fram á haust 2015. Með því að samþykkja tillögurnar geta þingmenn tryggt vinnufrið í Washington næstu tvö ár- in, en þar hefur skapast ófremdar- ástand með reglulegu millibili síð- ustu misseri, vegna deilna um fjármögnun ríkisstofnana og hækk- un skuldaþaksins. Í samkomulaginu felst meðal ann- ars að dregið verður úr fyrirhuguð- um flötum niðurskurði í útgjöldum á yfirstandandi fjárlagaári en stefnt að því að draga úr fjárlagahallanum um 20 milljarða dollara næsta áratug- inn. Fjárveitingar til ríkisstofnana munu nema rúmri billjón dollara árið 2014 og litlu meira árið 2015 en til að mæta auknum útgjöldum verða ör- yggisgjöld flugfarþega m.a. hækkuð svo nemur 12,6 milljörðum dollara og tryggingaiðgjöld vegna séreign- arsparnaðar hækkuð um 8 milljarða dollara. Þá verða framlög til opin- berra lífeyrissjóða lækkuð um 12 milljarða dollara næsta áratuginn. „Þetta samkomulag inniheldur ekki allt sem ég vildi og ég veit að margir repúblikanar eru sama sinn- is. En slíkt er eðli málamiðlana,“ sagði Barack Obama Bandaríkjafor- seti um niðurstöðu samninganefnd- arinnar. Hann sagði samkomulagið „gott fyrsta skref“ í átt til þess að komast yfir átök síðustu tveggja ára. Það bæri vitni um getu demókrata og repúblikana á þinginu til að koma saman og rjúfa vítahring skamm- vinnra, krísu-drifinna ákvarðana. Vonir standa til að atkvæða- greiðsla um tillögurnar geti farið fram í fulltrúadeildinni í dag og í öld- ungadeildinni í næstu viku, áður en þingið fer í frí. Samkomulag um fjár- lög næstu tveggja ára  Rjúfa vítahring skammtímalausna  „Gott fyrsta skref“ AFP Sátt Vonir standa til þess að tillögurnar hljóti náð fyrir augum þingmanna og friður komist á hvað varðar efnahagsmálin næstu tvö árin a.m.k. Fjárlagasamkomulag » Demókratar hefðu viljað að rétturinn til atvinnuleysisbóta yrði framlengdur fyrir þá sem hafa verið lengi án vinnu. » Ryan sagði samkomulagið breytingu til batnaðar, þar sem fallið væri frá flötum niður- skurði í eitt skipti í staðinn fyr- ir varanlegan sparnað á af- mörkuðum sviðum. FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Hæstiréttur Indlands sneri í gær úrskurði yfirdómstóls í landinu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009 að ákvæði refsilaga, sem bannar kynlíf samkynhneigðra, bryti gegn mannréttindum Ind- verja. Niðurstaða hæstaréttar var harðlega gagnrýnd af mannrétt- indasamtökum og aðgerðasinnum, sem grétu fyrir utan dómshúsið þegar úrskurðurinn var gerður kunnur í gær. Lögin sem um ræðir voru sett ár- ið 1860, þegar Indland var nýlenda undir stjórn Breta, en þau banna m.a. kynmök sem ganga gegn „skipan náttúrunnar“. Það þótti marka þáttaskil þegar umrætt ákvæði var fellt úr gildi 2009 en í dómi hæstaréttar frá því í gær seg- ir m.a. að það hafi ekki verið á færi yfirdómstólsins að taka ákvörðun um lögmæti ákvæðisins, heldur sé það undir löggjafanum komið að taka afstöðu til málsins. Aðgerðasinnar sögðu niðurstöðu hæstaréttar þungt högg fyrir bar- áttu samkynhneigðra á Indlandi, þar sem samkynhneigðir mæta enn miklum fordómum. Forsvarsmenn kristinna og múslímskra trúarhópa lýstu hins vegar ánægju með úr- skurð dómstólsins. Ráðherra laga, Kapil Sibal, hefur sagt að hann muni taka niðurstöðu hæstaréttar til skoðunar en jafnvel þótt löggjöfin yrði tekin til endur- skoðunar á þinginu er ólíklegt að ákvæðið verði fellt úr gildi fyrir þingkosningar á næsta ári. AFP Harma dóminn Baráttufólk felldi tár fyrir utan dómshúsið í gær. Kynlíf samkyn- hneigðra bannað  Hæstiréttur sneri fyrri úrskurði lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 P P Góð gæði Betra verð Skíða- og snjóbrettapakkar 20%afsláttur• Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í nýjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.