Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á hverjum morgni stendur húsvörð- urinn í Sætúni 1 vaktina á bílastæð- inu og bendir ökumönnum á að ef þeir eiga ekki erindi í húsið megi þeir ekki leggja þar. Fíladelfíu- kirkjan í Hátúni hefur leigt bíla- stæði kirkjunnar út til fyrirtækis við Borgartún en daglega stelast starfsmenn ann- ars fyrirtækis til að leggja í stæðin og láta sér ekki segjast þótt starfsmaður kirkjunnar setji áminn- ingarspjald undir rúðuþurrkurnar. Dæmin eru vísast fleiri. Í húsinu við Sætún 1 eru ýmis verkalýðsfélög til húsa, s.s. Efling, Sjómannasamband Íslands og Al- þýðusamband Íslands, auk lífeyr- issjóða og fleiri. Reyndar heitir Sæt- ún nú Guðrúnartún en hússtjórn Sætúns 1 ákvað að húsið myndi áfram heita Sætún 1. Fækka stæðum og sekta „Það hefur verið gríðarleg ásókn í bílastæðin við Sætún 1,“ segir Þrá- inn sem er formaður húsfélagsins. „Við höfum lent í því að starfsmenn, félagsmenn og ýmsir aðrir sem hafa þurft að sækja hér þjónustu hafa ekki fengið bílastæði og jafnvel þurft að ganga um langan veg til að kom- ast að húsinu.“ Þó er töluvert af stæðum við húsið eða 60 í bílakjallara, en þangað kom- ast aðeins þeir sem eru með að- gangspassa, og um 80 ofanjarðar en þau stæði eru ekki lokuð með slá eða öðru slíku. Þráni finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og Reykjavíkurborg vinni markvisst að því að fækka bíla- stæðum á svæðinu geri hún út bíla- stæðaverði til að sekta þá sem neyð- ast til að leggja ofurlítið ólöglega vegna bílastæðaskortsins. Fyrir nokkru hefði húsfélagið haft áform um að stækka bílageymsluna en þá hefði borgin gert þeim grein fyrir að fækka þyrfti bílastæðum jafnmikið ofanjarðar og myndi bætast við neð- anjarðar. „Þetta er vegna þess að borgin hefur þá stefnu að hverfið eigi að vera mjög umhverfisvænt og fólk eigi helst ekki að vera á bílum. Og það væri í lagi ef við byggjum í sólarlöndunum,“ segir hann. Borgin hlustar ekki „Staðreyndin er sú að á þessu svæði er nú ófremdarástand,“ segir Þráinn. Byggingum sé hrúgað upp en bílastæðum fjölgi ekki til sam- ræmis. „Við erum búin að skýra þetta út fyrir borginni, en þar eru menn bara ekki tilbúnir til að hlusta. Þó erum við með borgarstjóra sem segist hlusta á fólk.“ Hann bætir við að sem betur fer virðist nú sem borgin ætli að útbúa nýtt bílastæði við Guðrúnartún, áður Sætún. Þráinn segir að fyrstu árin hafi ekkert borið á bílastæðaskorti en vandinn orðið verulegur undanfarin eitt til tvö ár, m.a. vegna bygging- arframkvæmda en vegna þeirra hafi bílastæðum verið lokað. Í sumar hafi síðan verið ákveðið að umsjónar- maður hússins myndi stugga við ökumönnum sem ekki ættu erindi í húsið, eftir því sem færi gæfust. Í haust þegar nýr maður var ráðinn í starfið var ákveðið að hluti af starfs- skyldum hans fælist í að vakta bíla- stæðið. „Við erum að súpa seyðið af stefnu borgarinnar,“ segir Þráinn. Stelast í stæði við Borgartún  Húsvörðurinn í Sætúni 1 stuggar við ökumönnum sem leggja við húsið en eiga ekki þangað erindi  Fyrirtæki leigir bílastæði við Fíladelfíu en starfsmenn annars fyrirtækis leggja þar ítrekað Morgunblaðið/Rósa Braga Vakt Flosi Helgason, húsvörður í Sætúni 1, vaktar stæðin og gætir að því að þeir einir leggi sem eiga erindi í húsið. Þráinn Hallgrímsson „Fólk sýnir þessu mikinn skiln- ing ef maður skýrir þetta út,“ segir Flosi Helgason, hús- vörður í Sætúni 1, um bíla- stæðavörsluna. Í húsinu vinni margir, þar sé mikið um funda- höld og margir eigi þangað erindi. Flosi vill ekkert gefa upp um hvenær hann er úti við. „Við skulum ekkert gefa upp um tímann, þá fer fólk bara að spila inn á það. Þá fara þeir bara að koma þegar ég er ekki. En ég stend vaktina.“ Stendur vaktina SKILNINGUR Síðastliðið haust leitaði fyrirtæki sem stendur við götu sem liggur að Borgartúni til Hvítasunnukirkj- unnar Fíladelfíu við Hátún og ósk- aði eftir að fá að leigja bílastæðin fyrir starfsmenn sína. Frá kirkj- unni tekur 8-10 mínútur að ganga að fyrirtækinu. Guðfinna Helgadóttir, sem er í rekstrarráði kirkjunnar, segir að áður en samið var við fyrirtækið hafi ráðið kannað hvað Reykjavík- urborg rukkar fyrir langtímastæði og ákveðið hafi verið að setja upp aðeins lægra verð. Alls fær kirkjan ríflega 100.000 krónur á mánuði í leigugreiðslur fyrir bílastæðin en hluti af því fé fer í að halda stæð- unum við og ryðja burt snjó. Samið var til þriggja ára. Í stað mánaðarlegrar greiðslu fær fyrir- tækið aðgang að stæðunum milli 9 og 17, en þá er að jafnaði ekki starf- semi í kirkjunni. Þegar jarðarför fer þar fram á virkum degi eru miðar settir undir bílrúðuþurrkur bílanna daginn áður en jarðarförin fer fram og fólkið beðið að leggja annars staðar daginn eftir. Guðfinna segir samstarfið við fyrirtækið hafa gengið mjög vel. Á hinn bóginn leggi starfsmenn ann- ars fyrirtækis, sem enga leigu greiði, daglega í bílastæði kirkj- unnar sem ekki eru í leigu en eru til afnota fyrir starfsfólk kirkjunnar og gesti. Þessum bílstjórum hafi verið bent á að að þeir megi ekki leggja þar. „En þeir hlýða því ekki,“ segir Guðfinna. „Bílastæðaskortur er greinilega mikill í hverfinu. Það er allt smekkfullt.“ Guðfinna Helgadóttir Leigja bílastæði kirkjunnar á milli 9 og 17 virka daga Í landsupplýsingakerfi Reykjavík- ur kemur ekki fram hversu mörg bílastæði eru við Borgartún en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru flest þeirra inni á lóðum fyrirtækja og í bíla- kjöllurum. Verið er að breyta Borgartúni og við það fækkar bílastæðunum við götuna. Í sumar var unnið við götuna austan Katrínartúns (áður Höfða- túns) og þar eru nú engin bíla- stæði við götuna. Í næsta áfanga, vestan Katrínartúns og að Snorra- braut verður bílastæðum fækkað um 20, úr 56 í 36. Ekki kemur fram á vef borgarinnar hversu mikið stæðunum fækkar í heild. Þróunin er þó ekki öll á einn veg. Í haust var bætt við 62 bíla- stæðum við Guðrúnartún en þar standa m.a. höfuðstöðvar Advania. Þar voru þegar fyrir hendi um 30 bráðabirgðastæði norðan götu sem hefur verið breytt í varanleg stæði. Í svari frá Reykjavíkurborg seg- ir að með breytingunum sé verið að bæta í haginn fyrir almennings- samgöngur og fyrir hjólreiðar og gangandi vegfarendur. Hjá Bílastæðasjóði Reykjavíkur eru uppi áform um að taka upp gjaldskyldu víða við Borgartún, þar sem nú eru gjaldfrjáls bíla- stæði. Þetta á við um stæði við Höfðatorg og turninn sem þar stendur, við Bríetartún, Þórunn- artún og Guðrúnartún. Þetta sé gert til að stýra að- gengi að bílastæðum og bæta nýt- ingu þeirra. Við Borgartún séu mörg þjónustufyrirtæki og með gjaldskyldunni verði fleiri bíla- stæði aðgengileg fyrir við- skiptavini sem eiga þar erindi í stuttan tíma í senn. Stæði hverfa en önnur birtast  Undirbúa gjaldtöku  62 ný stæði Morgunblaðið/Rósa Braga Einkabílar Fullskipuð bílastæði við Guðrúnartún, áður Höfðatún. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur Sími 534 9600 · heyrn.is Opið kl. 9.00-16.30 HÁVAÐI SKAÐAR HEYRNINA ...líka flugeldar VERNDAÐU HEYRNINA Á MEÐAN ÞÚ HEFUR HANA Bjóðum fjölbreytt úrval bæði af stöðluðum og sérsmíðuðum heyrnarsíum sem dempa hávaða og hlífa heyrninni án þess að breyta blöndun og tónblæ hljóðsins. VERÐ FR Á 2.200 KR .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.