Morgunblaðið - 12.12.2013, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.12.2013, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Íslendingar eru eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að aðstoð við þróunarríki. Framlög íslenska rík- isins til þróun- arsamvinnu hafa dregist saman um hátt í þriðj- ung sem hlutfall af vergum þjóð- artekjum frá hruni. Í fyrra var hlutfallið hér um helmingur meðaltals ESB- ríkja og um fimmtungur af því sem Svíar lögðu til málaflokks- ins. Talsverðar deilur hafa skapast um þau áform ríkisstjórnarinnar að skera niður þróunaraðstoð í fjár- lögum næsta árs um hundruð millj- óna króna og veita þeim í staðinn í heilbrigðiskerfið. Undanfarinn áratug hafa á bilinu 1,3 milljarðar til 4,3 milljarðar króna runnið til þróunaraðstoðar af fjárlögum. Íslenska ríkið hefur aldrei nálgast það að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna sem sett var árið 1970 um að iðnríkin verji 0,7% af vergum þjóðartekjum sínum til þróunaraðstoðar. Hæst náði hlutfallið 0,37% hrun- árið 2008 en það lækkaði niður í 0,21% árið 2011. Áætlað er að hlut- fallið verði 0,26% á þessu ári. Dan- ir, Norðmenn og Svíar veita allir meira til þróunarmála en markmið SÞ gerir ráð fyrir. Kemur á óvart Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í þróunaraðstoð Íslands er Þróun- arsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ). Alls runnu 1,2 milljarðar króna til stofnunarinnar í fyrra sem jafn- gildir 38,2% af heildarútgjöldum til þróunarsamvinnu. Stofnunin hefur starfað í þremur Afríkuríkjum á þessu ári; Malaví, Úganda og Mósambík. Verkefni hennar þar lúta að fiskveiðum, mennta-, orku-, heilbrigðis- og vatns- og hreinlætismálum. Runnu á bilinu 286-359 milljónir til verk- efna í hverju landi fyrir sig. Að sögn Engilberts Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra ÞSSÍ, hefur hann ekki fengið neinar formlegar upplýsingar frá stjórn- völdum um niðurskurðinn aðrar en þær sem komið hafa fram í fjöl- miðlum. Miðað við þær þurfi stofnunin að taka á sig um 40% af tæplega hálfs milljarðs króna niðurskurði. Það nemi tæpum 200 milljónum króna. Niðurskurðurinn komi á óvart enda segir Engilbert að stofnunin hafi unnið út frá þeirri forsendu að framlög til þróunarmála ættu að fara vaxandi, enda hafi allir stjórn- málaflokkarnir staðið að því. Skapar erfiðleika Það kemur illa við aðstoð Íslend- inga í Afríku hversu seint breyt- ingar á fjárframlögunum koma fram, að sögn Engilberts og nefnir hann skuldbindingar sem ÞSSÍ hef- ur efnt til á borð við uppbyggingu skólakerfis í Úganda og aðstoð við fiskimenn þar í landi til að auka tekjur þeirra. „Það skapar erf- iðleika þegar maður er að eiga við ríkisstjórnir í öðrum löndum að fá niðurskurðartölur á síðustu stundu,“ segir hann. Skuldbindingarnar eru af tvennu tagi; annars vegar beinir viðskipta- samningar og hins vegar skuldbind- ingar gagnvart stjórnvöldum sem þau byggja sínar áætlanir á. Víðast hvar sé gengið út frá því vegna eðl- is þróunaraðstoðar að fjárveitingar til hennar liggi fyrir þrjú ár fram í tímann og þeim sé ekki breytt frá ári til árs, að sögn Engilberts. Í framhaldinu segir hann að farið verði yfir hvar sé svigrúm til að draga saman seglin án þess að brjóta beinar skuldbindingar. Byrj- að verði á að skoða hvað sé hægt að skera niður í jarðhitaverkefni stofnunarinnar en það sé þó ekki nógu stórt til að bera allan niður- skurðinn. Norræni þróunarsjóður- inn hafi lofað að mæta framlögum Íslendinga til verkefnisins og koma þurfi í ljós hvað verði um þann stuðning dragi Íslendingar úr sínu framlagi. „Við munum fyrst og fremst leit- ast við að verja þá starfsemi sem snýr beint að konum og börnum. Heilbrigðisverkefni, skólaverkefni og hreint vatn sem kemur í veg fyrir kóleru. Við gætum þó þurft að skera niður í þeim líka,“ segir Eng- ilbert. Verja viðkvæmustu verkefnin  Framlög Íslands til þróunaraðstoðar hafa dregist saman um þriðjung sem hlutfall af þjóðartekjum  Fyrst litið til niðurskurðar á jarðhitaverkefni  Reyna að verja verkefni tengd börnum og konum Framlög Íslendinga borið saman við önnur lönd Heimild: Utanríkisráðuneytið Þróun framlaga til þróunar- aðstoðar 2003-20131,2% 1,0% 0,8% 0,6% 0,4% 0,2% 0,0% 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Svíþjóð 0,99% Noregur 0,93% Danmörk 0,84% Finnland 0,53% ESB meðaltal 0,53% Ísland 0,22% 0,7%markmið SÞ Hlutfall af vergum Ár Framlög þjóðartekjum 2003 1.352,0 0,17% 2004 1.481,6 0,18% 2005 1.711,2 0,18% 2006 2.964,6 0,27% 2007 3.047,6 0,25% 2008 4.290,9 0,37% 2009 4.256,0 0,35% 2010 3.495,7 0,28% 2011 2.960,2 0,21% 2012 3.267,9 0,22% 2013 4.332,4 0,26%Engilbert Guðmundsson Íslendingar höfðu þangað til á þessu ári þegið jafnmikið fé í þró- unaraðstoð og þeir höfðu gefið frá stofnun lýðveldisins, samkvæmt lauslegri úttekt Stefáns Inga Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra UNI- CEF á Íslandi. Við lok árs í fyrra höfðu Íslend- ingar þegið 59 milljarða kr. í þró- unaraðstoð eftir því sem hann kemst næst en veitt 58 milljarða sjálfir til annarra landa. Íslend- ingar fengu m.a. hlutdeild í Mars- hall-aðstoðinni, lán frá Alþjóða- bankanum og aðstoð frá þróunar- stofnun SÞ. „Við nutum mikils stuðnings eftir stríð og fram á 8. áratuginn. Það hjálpaði auðvitað mikið til við framþróun íslensks samfélags al- veg eins og þróunaraðstoð er þátt- ur í framþróun þróunarríkja nú,“ segir Stefán. Áhugi almenn- ings á hjálp- arstarfi hefur aukist með hverju árinu að sögn Stefáns og hafði hrunið eng- in áhrif þar á nema síður sé. Framlög fyrir- tækja minnkuðu þónokkuð en framlög einstaklinga jukust hins vegar. „Fólk gefur meira á hverju ári. Við erum ákaflega þakklát fyrir það og skynjum mikinn áhuga á málinu. Um 70-80% af tekjum okkar eru framlög frá einstakl- ingum svo þetta er grundvallar- atriði og hefur haft jákvæð áhrif á getu okkar til að sinna þróunar- aðstoð og réttindagæslu fyrir börn um allan heim,“ segir hann. Höfum þegið jafnmikla aðstoð Stefán Ingi Stefánsson Af þeim rúmum 4,3 milljörðum króna sem áætlaðir voru til þróun- arsamvinnu í fjárlögum þessa árs er næststærsti einstaki liðurinn í útgjöldum íslenska ríkisins í mála- flokknum rúmlega 740 milljóna króna framlag til Sameinuðu þjóð- anna þar sem það skiptist niður á ýmis verkefni. Hæstu styrkir Íslendinga til stofnana SÞ renna til barnahjálp- arinnar UNICEF (184,4 milljónir) og UN Women (192,8 milljónir). Tæpar 600 milljónir króna fara til skóla SÞ á Íslandi á borð við Jarðhitaskólann og Sjávarútvegs- skólann. Rúmar 380 milljónir króna fara til Alþjóðabankans, frjáls félaga- samtök fá 277 milljónir og 195 milljónir renna til friðargæslu og uppbyggingar, að mestu leyti í Afganistan, á fjárlögum þessa árs. SÞ fá næsthæstu framlögin FRAMLÖG TIL ÞRÓUNARSAMVINNU Á ÍSLANDI AFP Flóttafólk Barnahjálp SÞ UNICEF er á meðal þess sem Íslendingar styrkja. EINSTAKLINGAR GEFA SÍFELLT MEIRA Í HJÁLPARSTARF Munið að slökkva á kertunum Hafið hæfilegt bil á milli kerta, almenn viðmiðun er að hafa a.m.k. 10 cm bil á milli Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.