Morgunblaðið - 12.12.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.12.2013, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Tómstundir Borðtennisborð frá Adidas Ti.200 roller-borðtennisborð. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.), 108 Reykjavík. Sími 568 3920. Frábært fótboltaspil Svo fer ekkert fyrir því eftir notkun. FFT13-4LN Verð: 39.900 kr. m/vsk. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.), 108 Reykjavík. Sími 568 3920. Verslun Trúlofunarhringar gamaldags og nýmóðins Auk gullhringa eigum við titanium, silfur og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, skart, silfur og vönduð arm- bandsúr. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551-6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Kristall, hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak Kristall Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4331. Kristall, hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak Kristall Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4331. TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ Vandaðir dömuskór úr leðri. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 4.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Hringtreflar Silki- og bómullar-hringtrefill kr. 2.990. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466.         Skólavörðustíg 42 · 101 Reykjavík Sími 861 4142 · www.coffee4you.org   ÍSLANDI Silki silki silki Pasmínur í 12 litum úr silki og ull. Verð kr. 2.900. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Húsviðhald Tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Glerjun og gluggaviðgerðir Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum smíðaverkefnum. Kortaaðgangskerfi fyrir húsfélög/ sameignir - engir lyklar. Glugga- og hurðaþjónustan, s. 895 5511, smidi.is Þjóðlagagítarpakki: kr. 23.900. Gítar, poki, ól, auka- strengir, stilliflauta og kennslu- forrit. Gítarinn ehf., Stórhöfða 27, s. 552 2125. www.gitarinn.is, gitarinn@gitarinn.is Hljóðfæri Aukablað um viðskipti fylgir Morgunblaðinu   FIMMTUDAGUR 3 0. ÁGÚST 2012 VIÐSKIPTABLA Ð Ingibjörg Þorvalds- dóttir er fjarska glöð á bak við búðarborðið Aftur búin að kaupa Oasis 8 Liv hjá Nova segir an n- að umhverfi mæta konum nú en fyrir 20 árum Er vel tekið á móti konum? 9Perunni skipt út í Evr- ópu fyrir sparperu nú um mán- aðamótin. Glóðarperunni verður útrýmt 4 Fyrir réttri viku birt ist hér í Viðskiptabla ði Morgunblaðsins myn d sem sýndi indversk a bankastarfsmenn í t veggja daga allsherj ar- verkfalli. Í texta með myndinni kom fram að indverskir bankastar fsmenn væru ein mil ljón talsins. Þeir voru að mótmæla fyrirhugað ri hagræðingu í indver ska bankakerfinu, ve gna ótta um atvinnumiss i. Þegar til þess er liti ð að Indverjar eru um 1,2 milljarðar talsins er ein milljón bankasta rfs- manna ekki svo há ta la, því það jafngildir því að tólf starfsmenn þ jónusti hverja milljón viðskiptavina. Starfsmenn fjármá lafyrirtækja hér á lan di eru eitthvað innan v ið fjögur þúsund tals ins og Íslendingar eru 3 20 þúsund og gæti þ ví látið nærri að hver ís lenskur bankastarfs - maður þjónustaði ve l innan við 100 ein- staklinga. Þessi samanburður kom upp í hugann vi ð lestur á stóráhugave rðu viðtali við Frosta Sigurjónsson, viðski pta- og rekstrarhag- fræðing, sem birtist í miðopnu Viðskipta - blaðs Morgunblaðsin s í dag, þar sem Fros ti segir m.a. að líklega þurfi að fækka bank a- starfsmönnum hér u m helming. Skoðun Stærð íslenska bankakerfisins Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Mætti minnka bankakerfið um helming? Hörður Ægisson hordur@mbl.is Breytilegir vexti r á verðtryggðum sjóðsfélagalánum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríki sins (LSR) hafa í marga mánuði ve rið umtalsvert hærri en þau vax takjör sem sjóðs- félögum voru kyn nt sem viðmið við ákvörðun á lá ntöku hjá sjóðn- um. Þetta segir Már W olfgang Mixa, fjármálafræ ðingur og kenn- ari við Háskólann í Reykjavík, en í pistli á vef Morgu nblaðsins í gær bendir hann á að LSR fylgi ekki lengur þeim viðm iðum, sem áður komu fram á vefs íðu sjóðsins, að breytilegir vextir yrðu endurskoð- aðir á þriggja má naða fresti með hliðsjón af ávöxtu narkröfu íbúða- bréfa. Í samtali við Mor gunblaðið segist Már telja a ð það sé „for- sendubrestur“ að sjóðurinn hafi einhliða breytt þe im viðmiðum hvernig breytileg ir vextir séu ákvarðaðir. „Mið að við forsendur sem LSR veitti v arðandi slík lán,“ bendir Már á, „er verið að rukka vaxtakostnað sem má áætla að sé í kringum 0,85 pró sentur umfram upphaflegar fors endur,“ og vísar þá til þess að með alvextir íbúða- bréfa í dag eru rí flega 2%. LSR lækkaði síðast br eytilega vexti sjóðsins úr 3,9% 3,6% hinn 1. apríl síðastliðinn. Hindrar ekki vaxt alækkun Haukur Hafstein sson, fram- kvæmdastjóri LS R, segir í samtali við Morgunblaðið ekki hægt að tala um forsendu brest í þessu samhengi. „Brey tilegir vextir eru háðir ákvörðun s tjórnar eins og kemur skýrt fram í skilmálum skuldabréfanna. Við ákvörðun sína tekur stjórn mið af markaðs- aðstæðum hverju sinni. Þær geta breyst og eins þa u viðmið sem litið er til,“ segir Hau kur. Hann bætir því við að enn í da g sé ávöxt- unarkrafan á íbú ðabréfamarkaði einn af þeim þátt um sem horft er til, en auk þess sé litið til þeirra vaxtakjara sem a ðrir aðilar á markaði – banka r, Íbúðalánasjóð- ur og lífeyrissjóð ir – bjóði upp á. Már segir hins ve gar að svo virðist sem að sú 3,5% raunávöxt- unarkrafa, sem lí feyrissjóðunum er gert að standa undir, sé þess valdandi að sjóðir nir eru ekki reiðubúnir að læk ka vexti á lánum sjóðsfélaga í sam ræmi við lægri ávöxtunarkröfu á íbúðabréfa- markaði. Haukur hafnar því að þetta sé ein skýri ng á því að vext- irnir séu ekki læk kaðir. „Við höf- um til að mynda v erið að kaupa skuldabréf með r íkisábyrgð með lægri ávöxtunark röfu. Þetta er því alls ekki hindrun fyrir því að við getum lækkað ve xtina frekar.“ Það vekur þó ath ygli að breytilegir vextir á lánum hjá Líf- eyrissjóði verslun armanna (LIVE), sem stóð u í 3,13% í þess- um mánuði, fylgj a þróun ávöxt- unarkröfu á mark aði og eru ávallt 0,75 prósentum h ærri en með- alávöxtun í flokki íbúðabréfa til 30 ára. Miklir hagsm unir eru í því húfi fyrir einstak ling eftir því hvort hann er me ð lán á breyti- legum vöxtum hj á LSR eða LIVE . „Samkvæmt laus legri áætlun,“ segir Már, „þá ha fa vextir á lánum LIVE verið að m eðaltali um 0,6 prósentum lægri síðustu sex mán- uði borið saman v ið vexti á lánum hjá LSR.“ Sjóðsf élagi LIVE, með 20 milljóna króna lán, greiðir því í dag 120 þúsund k rónum minna í vaxtakostnað á á rsgrundvelli held - ur en sjóðsfélagi LSR með sam- bærilegt lán. Sakar LSR um va xtaokur  Segir LSR hafa breytt vaxtaviðmiðum einhli ða  Breytilegir vextir æ ttu að vera mun lægri sé tekið mið af ávöxtunarkröfu íbú ðabréfa  Framkvæmda stjóri LSR hafnar því a ð um forsendubrest s é að ræða                                  !"#$ % & '      ()  * !"&!$     * !$ + %   ,  &-/ %0 *                            OYSTER PERPE TUAL GMT-MAS TER II     Göngum hreint til verks! Íslandsbanki | Kirk jusandi | 155 Reykj avík | Sími 440 49 00 | vib@vib.is | w ww.vib.is VÍB er eignastýringa rþjónusta Íslandsba nka Eignastýring fyrir all a Í Eignasöfnum Ísland ssjóða er áhættu drei ft á milli eignaflokka og hafa sérfræðingar VÍB frum kvæði að breytingum á eignasöfnunum þeg ar aðstæður breytast. Einföld og g óð leið til uppbyggin gar á reglubundnum sparnaði. Í boði eru tvær leiðir: Eignasafn og Eignasaf n – Ríki og sjóðir Þú færð nánari upplý singar á www.vib.is e ða hjá ráðgjöfum VÍB í síma 440 4900 ✝ Berglind HeiðaGuðmunds- dóttir var fædd í Reykjavík 31. ágúst árið 1983. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 30. nóvember 2013. Foreldrar hennar eru Bjarnheiður Einarsdóttir og Guðmundur Sig- ursteinsson. Berg- lind Heiða átti tvo bræður sam- mæðra, þá Kristján Má Hilmarsson og Sigurð Smára Hilmarsson sem lést í umferð- arslysi 1983. Samfeðra átti hún eina systur Helgu Nönnu Guð- mundsdóttur. Berglind Heiða átti tvær dætur með Sigmundi Þór Árnasyni, þær Bjarnheiði Ninju,7 ára og Sæunni Ár- nýju, 4 ára. Berglind Heiða ólst upp í Reykjavík og var í Austurbæj- arskóla, síðan um tíma í Öldutúns- skóla og síðast Hagaskóla.Um skeið vann hún við versl- unarstörf. Útför Berglindar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 12. desember 2013 og hefst kl. 13. Elsku hjartans engillinn minn. Ég kveð þig elsku vina mín, bið Guð að gæta þín. Nú umvafin englum ertu, Guð græði sárin þín. Áður en langt um líður, við verðum saman á ný. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Ég sakna þín svo sárt, elsku hjartanas ljúfan mín, og ég kveð þig með uppáhaldsbæninni þinni. Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (S. Jónsson frá Presthólum) Góður Guð geymi þig alltaf og varðveiti, elsku engillinn minn. Alltaf þín, mamma. Elsku Berglind mín. Mér er orða vant en samt er til nóg af þeim fyrir þig. Nú kveðjumst við í bili, elsku stúlkan mín, en samt verða straumar milli okkar alltaf til staðar. Minning þín var margvísleg og margt sem ég átta mig ekki alveg á. Þín gullfallega söng- rödd, þitt hjarta gulli líkast, kímni þín var alltaf til staðar og oft erfitt að skynja hana. Aldrei kvartað eða kveinað hvað sem á gekk. Baktal eða blaður um „náungann“ var þér fjarri, þér fannst það óþarfa þvaður. Hestar fóru vel undir þér og þú varst næm á taum og tilfinningar þeirra. Ekki fann ég mælinn sem mældi styrk þinn, slíkur var styrkurinn. Þú eignaðist tvær yndislegar dætur sem munu erfa þína góðu eiginleika og vera sem þú meðal okkar. Dætur þínar eru í mjög góðum höndum og er trú mín að þær fullkomni hið góða sem þú áttir eftir að gera, trú mín er þannig. Ég bið að heilsa Smára bróður þínum sem þú verður nú í návist við. Guð blessi stúlkurnar þínar og alla þá er þar koma nærri. Badda mín, Kristján Már, Helga Nanna, aðstandendur og vinir, Guð varðveiti ykkur. Hvíl í friði, elsku dóttir mín. Þinn pabbi. Elsku Berglind mín, elsku litla fallega glaðlega systir mín er dáin, ég er ekki að trúa þessu. Það er svo sárt til þess að hugsa að fá aldrei að sjá fallega brosið þitt og litríkan karakter framar. Það breytir engu hversu langt eða lengi ég leita að orðum, orð- um sem innihalda allt sem mig langar að segja, allt sem bærist um í huga mér, allt sem ég vildi og langar að koma til skila. Nei, engin orð eru nógu stór né sterk. Engin orð ná utan um slíkan harm. Eitthvað segir mér samt að vera þakklát, þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta sam- vista við þig, elsku systir, þó ég hefði svo sannarlega viljað að þær stundir hefðu verið fleiri og lengri gegnum tíðina, veit að þú ert sammála. Hitt er víst að aldrei leiddist mér návist þín, þó stundum höfum við ekki átt skap saman, enda nóg af því svosem. En alltaf varstu hress og jákvæð sama hvað, þvílíkur kraftur og elja í þér alltaf. Þú mátt vita að ég elskaði húmorinn þinn og til- svörin, en það var ekki jafn gaman í síma, svipurinn varð að fylgja með, glettnin, smá kald- hæðni, hvað með það. Já, þú hafðir útgeislun sem enginn gleymir Mér verður hugsað til þess þegar þú fékkst „lánuð“ fötin mín hér á árum áður, ekki það að ég hafi lánað þér þau, en þú sem sagt fékkst þau lánuð og ekki stóð á svarinu þegar ég spurði af hverju þú hefðir ekki spurt fyrst. Þú horfðir á mig eins og ég gengi ekki á öllum og sagðir: Nú, ef ég hefði spurt þá hefðir þú pottþétt sagt nei og ég tók ekki séns á því. Þú í hnot- skurn, svaraðir og hugsaðir svo, en svörin hittu alltaf beint í mark, og svipurinn einstakur. Að geta gert grín að sjálfum sér er kostur, einn af þínum ótalmörgu. Eitt er þó sem lýsti þér hvað best, fyrir utan auðvit- að jákvæðnina, en það er ein- lægnin, Berglind, og hún er ekki öllum gefin, en þú áttir nóg af henni, komst til dyranna eins og þú varst klædd og bræddir þau hjörtu sem urðu á vegi þínum. Já, þú hafðir slíka útgeislun sem aldrei gleymist og hjartað á réttum stað. Ef eitthvað er huggun harmi gegn, eru það litlu dætur þínar, elsku Berglind mín, tvær litlar skottur sem halda áfram að lýsa ljósi þínu, lifandi eftirmyndir þínar, gullfallegar eins og mamma þeirra. Nei, þú lést ekki þitt eftir liggja. Það er svo yfirþyrmandi sárt að þurfa að kveðja þig, hugsa til þess að fá ekki að hitta þig fram- ar, en þín fallega minning lifir í huga mér og hjarta að eilífu. Bangsinn sem þú gafst mér í jólagjöf árið 1993 hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og mun fylgja mér það sem eftir er, dýrmætust jólagjafa, svo falleg, svo einlæg, eins og þú. Ég veit að þú hélst upp á þetta, Berglind mín, og á það vel við hér: Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu Hjálmar.) Elsku pabbi, Badda, Ninja, Sæunn, Kristján Már og aðrir ástvinir, megi Guð gefa ykkur huggun og styrk í sorg ykkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elskan. Nú ertu glóandi gim- steinn á himnum. Þín verður sárt saknað. Hvíl í Guðs friði. Ég elska þig, þín systir, Helga Nanna. Í gegnum lífið erum við stundum létt í spori, sem táknar þá gjarnan að okkur líði vel, að allt gangi í haginn. En svo skyndilega getur gangan orðið þyngri, þegar hugur okkar er dapur. Þannig hefur mér liðið síðan Berglind lenti í slysinu, sem síðar leiddi hana til dauða. Það var erfitt að segja Ninju minni að mamma hennar væri dáin. Þó að tengsl á milli þeirra mæðgna væru ekki mikil, þekkti Ninja mömmu sína og vissi alltaf af henni. Ósk lítillar stúlku var að læknirinn læknaði mömmu hennar af hinum sjúkdómnum eins og hún kallaði hann. En þeir sem fastir eru í viðjum áfengis og vímuefna eiga svo oft erfitt með að ná því að vera edrú. Ég hef svo oft sagt Ninju að mömmu hennar hafi þótt mjög vænt um hana, en hún hafi ekki alltaf ráðið för. En gleymi ég henni þá, núna þegar hún er hjá Guði? Af hverju var ekki hægt að lækna hana? Er hún stjarna á himnum núna? Á með- an hún er í hjartanu á okkur gleymum við henni ekki og við skulum muna hana svoleiðis, ljóshærða, fallega, með sitt geislandi bros í góðum gír. Elsku Berglind mín. Í öll þau ár sem ég hef þekkt þig hef ég átt þá ósk eina að þú næðir þér á strik og gætir tekið þátt í lífi stelpnanna þinna. Ég mun passa Ninju eins og sjáaldur augna minna. Litla fallega gimsteininn okkar, sem er mér svo kær. En nú er komið að leiðarlokum og ég þakka Berglindi samfylgdina. Foreldrum Berglindar, systkin- um, dætrum, fjölskyldu og vin- unum öllum votta ég mína dýpstu samúð og bið þess að minningarnar megi verða þeim ljós í lífinu og milda sorgina og söknuðinn. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka Þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Sigrún Ríkharðs. Berglind Heiða Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.