Morgunblaðið - 12.12.2013, Side 10

Morgunblaðið - 12.12.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013 nazar.is · 519 2777 LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA! ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Á 0 KR. Swim a’hoy! Hér lærir barnið að synda í sumarfríinu Dance Stars Núna geta bæði þú og börnin lært að dansa í fríinu! Sjóræningja- klúbbur Barnaklúbbur með sjóræningjaskemmtun Chillout Klúbbur Griðarstaður Ungling- anna með allskonar afþreyingu 10.000kr. afsláttur á mann ef þú bókar í desember 2013* FJÖLSKYLDUPARADÍS Eitt okkar vinsælasta hótel með 10.000 m2 sundlaug Á Pegasos World er ein stærsta sundlaug Miðjarðarhafsins og einnig glæsilegur sundlaugargarður með frábærum vatnsrennibrautum. Stutt er á ströndina, en íslenskir barnaklúbbar og íslensk fararstjórn er á hótelinu. Ís er í boði allan daginn og úrvalið í „allt innifalið“ er ótrúlegt. Allt innifalið frá 164.000,- Börn undir 16 ára aldri frá 84.000,-  BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL TYRKLANDS * Afslátturinn gildir ekki á ódýru barnaverðin okkar Malín Brand malin@mbl.is Snorri á Fossum, eins og hanner kallaður af sveitungum,hefur í mörgu að snúast. Ídag eru til dæmis upptökur á aðfangadagsmessu biskups í Hvanneyrarkirkju og þar er Snorri í kirkjukór. Honum þykir mikill heiður að fá að syngja við þá messu. Snorri hefur lokið áttunda stigi í söng en það gerði hann um fimmtugt. „Ég hélt, þegar ég var búinn að læra þennan söng og farinn að draga mig til hlés sem bóndi og hafa það ró- legt að nú væri lífið alveg orðið fínt og mér fannst þetta mjög fullkomið og gott líf, en svo komu þessi andlegu mál til sögunnar og þá fann ég að þar var kominn rosalega stór punktur yf- ir lífið. Mér fannst þetta eiginlega vanta en vissi ekki hvað þetta var,“ segir Snorri um þá leið sem hann hef- ur farið í lífinu. Út er komin hjá Sölku bókin Snorri á Fossum. Hjálpari og hestamaður – listamaður og lífs- kúnstner. Bragi Þórðarson skráði þar þætti úr lífshlaupi Snorra. Pendúllinn veitir svörin Fyrir um tíu árum síðan fannst Snorra hálf-hjákátlegt að fólk teldi sig geta gert eitthvað á andlega svið- inu með pendúl og spáteinum. Þegar mágkona Snorra fór að leggja stund á lækningar með aðstoð pendúls og spáteina varð hann forvitinn og fór að kanna málið en mágkona hans hafði sá næmi Snorra á sínum tækjum. „Ég hafði aldrei hugsað um þessi mál Hjálparinn fær 20 til 40 símtöl á dag Snorri Hjálmarsson á Syðstu-Fossum í Andakíl er hrossabóndi sem fer óhefð- bundnar leiðir í lífinu. Fimmtugur hóf hann söngnám og sextugur snéri hann sér að andlegum málum. Snorri sinnir hrossunum sínum vandlega alla daga en þeg- ar hann er inni við aðstoðar hann fólk gegnum síma með stuðningi frá öðrum heimi. Símtölin geta verið allt að fjörutíu talsins á venjulegum degi. Ljósmynd/Carsten J. Kristinsson Ritstörf Snorri á Fossum og Bragi Þórðarson á góðri stundu við ritun bók- arinnar. Bragi hefur skrifað fjölda bóka og Snorri á Fossum er ein þeirra. Þegar líður að jólum fara margir að huga að því hvernig þeir geta gert öðrum gott, sérstaklega þeim sem eru í nauðum staddir, og er það sann- arlega í anda kærleiksboðskapar jólanna. Ung íslensk kona, Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, fékk þá snilld- arhugmynd að gefa fólki kost á að láta gott af sér leiða í jólabakstr- inum, en hún hefur ásamt Ágústi Æv- ari Guðbjörnssyni gefið út fallegan bækling sem heitir Ilmurinn úr eld- húsinu er svo lokkandi. Þessi litla bók inniheldur fjórtán uppskriftir án syk- urs og hveitis sem henta vel í jóla- baksturinn, tilvalið fyrir þá sem eru sykursjúkir, á lágkolvetnafæði eða langar einfaldlega að prófa eitthvað nýtt og hollara. Bæklingurinn kostar 990 krónur og hægt er að kaupa hann á vefsíðunni bokin.disukokur.is. Öll upphæðin, hver einasta króna, rennur til neyðarstarfs UNICEF fyrir börn á Filippseyjum, en þar veita samtökin börnum læknisaðstoð, hreint vatn, hreinlætisgögn, næringu og vernd. Markmið Hafdísar er að selja 1.500 bæklinga fyrir aðfanga- dag og safna þannig veglegri upp- hæð, 1,5 milljónum, til að takast á við hörmungarnar á Filippseyjum í kjöl- far fellibylsins í nóvember. Fyrir and- virði eins bæklings má hreinsa 8.000 lítra af vatni og breyta því í heilnæmt drykkjarvatn, kaupa fjögur kíló af orkuríkum kexkökum sem hjálpa börnum í neyð, bólusetja fjörutíu börn gegn mænusótt og þrjátíu gegn mislingum. Nú er lag að nálgast holl- ustusamlegar jólauppskriftir og hjálpa um leið börnum í neyð. Vefsíðan www.bokin.disukokur.is Hafdís og Ágúst Fallegt framtak hjá ungu fólki sem vill leggja sitt af mörkum. Jólabakstur til hjálpar öðrum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.